Innlent

Gæsluvarðhald til loka mánaðar

Annþór Karlsson og félagar í hraðsendingarmálinu mæta í aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur
Annþór Karlsson og félagar í hraðsendingarmálinu mæta í aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur
Dómsmál Gæsluvarðhald yfir Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni var fyrir helgi framlengt til 27. apríl.

Annþór og Börkur, sem báðir hafa hlotið fangelsisdóma fyrir alvarleg afbrot, voru handteknir ásamt hópi fólks um miðjan mars í umfangsmikilli lögreglurassíu. Þeir eru grunaðir um tvær alvarlegar líkamsárásir og þátttöku í skipulagðri glæpastarfsemi.

Lögregla fékk dómsúrskurð til að leita á fjölda staða í höfuðborginni vegna málsins og Guðmundur St. Ragnarsson, verjandi Annþórs, vill koma því á framfæri að við leit heima hjá Annþóri hafi ekki fundist þýfi, fíkniefni eða skotvopn, ólíkt öðrum stöðum. Þar hafi bara verið lagt hald á tölvur og síma. - sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×