Segir útkomu Drekaútboðsins framar björtustu vonum Kristján Már Unnarsson skrifar 2. apríl 2012 19:09 Þrjár umsóknir bárust um sérleyfi til rannsókna og olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Íslendingar eru aðilar að þeim öllum og reynd bresk leitarfélög standa að tveimur umsóknanna. Orkumálastjóri segir útkomuna framar björtustu vonum. Það var á slaginu klukkan fjögur sem orkumálastjóri lýsti því yfir að ekki yrði tekið við fleiri umsóknum í þessu öðru útboði Íslendinga. Í fyrsta útboðinu fyrir þremur árum bárust tvær umsóknir en nú komu þrír kassar í hús Orkustofnunar, frá Eykon Energy, sem er óskráð félag, frá Faroe Petroleum og Íslensku kolvetni ehf., og frá Valiant Petroleum og Kolvetni ehf. Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri segir þetta mjög góða útkomu. "Og stendur framar okkar björtustu vonum," sagði Guðni í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Hann bendir á að þarna séu mjög reynd leitarfyrirtæki sem komi að þessu og félög með reynslu af þessum slóðum. "Þannig að ég verð að segja að mér finnst þessi útkoma mjög jákvæð." Valiant Petroleum er stærst félaganna, ef miðað er við veltu. Það er með höfuðstöðvar í útjaðri London í Englandi, stundar olíuvinnsla í Norðursjó og er í olíuleit við Noreg og Færeyjar. Það hafði 65 milljarða króna tekjur í fyrra og er með um 60 starfsmenn. Faroe Petroleum hét upphaflega Føroya Kolvetni þegar það var stofnað í Færeyjum fyrir fimmtán árum en er nú orðið alþjóðlegt félag með höfuðstöðvar í Aberdeen í Skotlandi. Það er í olíuleit og vinnslu í lögsögu Bretlands, Noregs og Færeyja, var með 16 millarða tekur í fyrra og um 50 starfsmenn. Gunnlaugur Jónsson, stjórnarformaður Kolvetna ehf. segir að þessi tvö félög, Valiant Petroleum og Faroe Petroleum, séu hvort tveggja alvöru félög í slíkri starfsemi. "Þannig að þetta er gott," segir Gunnlaugur um útkomuna. Óvæntasti umsækjandinn er félagið Eykon Energy, og er nafnið til heiðurs Eyjólfi Konráð Jónssyni alþingismanni, sem var þekktur baráttumaður fyrir landgrunnshagsmunum Íslendinga. Heiðar Már Guðjónsson, stjórnarformaður Eykons, segir félagið vinna þetta mjög langt fram í tímann. "Við erum með alþjóðlega fjárfesta, sérstaklega alþjóðleg olíuleitarfyrirtæki, sem við þekkjum vel, og hafa unnið á svipuðum slóðum og líka erfiðari slóðum heldur en þar er, á Jan Mayen-hryggnum. Þannig að við erum bara að reyna að forvinna málið þannig að þeir komi síðan að þessu með okkur," segir Heiðar Már. Oddný Harðardóttir iðnaðarráðherra, sem jafnframt er fjármálaráðherra, var viðstödd þegar tilkynnt var um umsækjendur í Orkustofnun síðdegis. Hún lýsti mismunandi sviðsmyndum um hvaða áhrif olíuleit gæti haft á ríkissjóð og sagði þá bjartsýnustu gera ráð fyrir að eftir tíu ár gætu farið að koma tekjur og þær gætu orðið óhemju miklar í stuttan tíma. Orkustofnun mun nú fara yfir umsóknirnar og úthluta rannsóknar- og vinnsluleyfum eigi síðar en í lok nóvember. Tengdar fréttir Seinna útboði vegna Drekasvæðisins lokið Seinna útboði vegna sérleyfa á Drekasvæðinu lauk í dag. Alls sóttu þrjú félög um sérleyfi vegna rannsókna og vinnslu kolvetnis á svæðinu. 2. apríl 2012 17:39 OLÍS og Verkís sækja um Drekasvæðið með erlendu félagi Olíuverslun Íslands og Verkfræðistofan Verkís eru meðal eigenda nýstofnaðs íslensk olíuleitarfélags sem í samstarfi við erlent olíuleitarfélag sendi inn umsókn í Drekasvæðið í morgun. Þar með er ljóst að minnst tvær umsóknir berast áður en frestur rennur út klukkan fjögur í dag. 2. apríl 2012 12:14 Eykon sækir um Drekann Þriðja umsóknin er komin í Drekasvæðið, frá Eykon Energy, norsku félagi í eigu Íslendinga og Norðmanna. Heiðar Már Guðjónsson hagfræðingur og fjárfestir, sem er stjórnarformaður Eykon Energy, staðfestir í samtali við fréttastofuna að félagið hafi lagt inn tilboð um tvöleytið í dag. 2. apríl 2012 14:54 Félagið Kolvetni stofnað um olíuvinnslu á Drekanum Aðaleigandi BYKO, Verkfræðistofan Mannvit og helsti sérfræðingur Norðmanna um Jan Mayen-hrygginn eru meðal stofnenda íslensks olíuleitarfélags sem ætlar að sækja um Drekasvæðið í samstarfi við fjársterkt erlent olíufélag. Markmiðið er að byggja upp íslenskan olíuiðnað. Kolvetni var skráð sem einkahlutafélag í dag um olíuleit og vinnslu. 29. mars 2012 18:35 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Þrjár umsóknir bárust um sérleyfi til rannsókna og olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Íslendingar eru aðilar að þeim öllum og reynd bresk leitarfélög standa að tveimur umsóknanna. Orkumálastjóri segir útkomuna framar björtustu vonum. Það var á slaginu klukkan fjögur sem orkumálastjóri lýsti því yfir að ekki yrði tekið við fleiri umsóknum í þessu öðru útboði Íslendinga. Í fyrsta útboðinu fyrir þremur árum bárust tvær umsóknir en nú komu þrír kassar í hús Orkustofnunar, frá Eykon Energy, sem er óskráð félag, frá Faroe Petroleum og Íslensku kolvetni ehf., og frá Valiant Petroleum og Kolvetni ehf. Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri segir þetta mjög góða útkomu. "Og stendur framar okkar björtustu vonum," sagði Guðni í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Hann bendir á að þarna séu mjög reynd leitarfyrirtæki sem komi að þessu og félög með reynslu af þessum slóðum. "Þannig að ég verð að segja að mér finnst þessi útkoma mjög jákvæð." Valiant Petroleum er stærst félaganna, ef miðað er við veltu. Það er með höfuðstöðvar í útjaðri London í Englandi, stundar olíuvinnsla í Norðursjó og er í olíuleit við Noreg og Færeyjar. Það hafði 65 milljarða króna tekjur í fyrra og er með um 60 starfsmenn. Faroe Petroleum hét upphaflega Føroya Kolvetni þegar það var stofnað í Færeyjum fyrir fimmtán árum en er nú orðið alþjóðlegt félag með höfuðstöðvar í Aberdeen í Skotlandi. Það er í olíuleit og vinnslu í lögsögu Bretlands, Noregs og Færeyja, var með 16 millarða tekur í fyrra og um 50 starfsmenn. Gunnlaugur Jónsson, stjórnarformaður Kolvetna ehf. segir að þessi tvö félög, Valiant Petroleum og Faroe Petroleum, séu hvort tveggja alvöru félög í slíkri starfsemi. "Þannig að þetta er gott," segir Gunnlaugur um útkomuna. Óvæntasti umsækjandinn er félagið Eykon Energy, og er nafnið til heiðurs Eyjólfi Konráð Jónssyni alþingismanni, sem var þekktur baráttumaður fyrir landgrunnshagsmunum Íslendinga. Heiðar Már Guðjónsson, stjórnarformaður Eykons, segir félagið vinna þetta mjög langt fram í tímann. "Við erum með alþjóðlega fjárfesta, sérstaklega alþjóðleg olíuleitarfyrirtæki, sem við þekkjum vel, og hafa unnið á svipuðum slóðum og líka erfiðari slóðum heldur en þar er, á Jan Mayen-hryggnum. Þannig að við erum bara að reyna að forvinna málið þannig að þeir komi síðan að þessu með okkur," segir Heiðar Már. Oddný Harðardóttir iðnaðarráðherra, sem jafnframt er fjármálaráðherra, var viðstödd þegar tilkynnt var um umsækjendur í Orkustofnun síðdegis. Hún lýsti mismunandi sviðsmyndum um hvaða áhrif olíuleit gæti haft á ríkissjóð og sagði þá bjartsýnustu gera ráð fyrir að eftir tíu ár gætu farið að koma tekjur og þær gætu orðið óhemju miklar í stuttan tíma. Orkustofnun mun nú fara yfir umsóknirnar og úthluta rannsóknar- og vinnsluleyfum eigi síðar en í lok nóvember.
Tengdar fréttir Seinna útboði vegna Drekasvæðisins lokið Seinna útboði vegna sérleyfa á Drekasvæðinu lauk í dag. Alls sóttu þrjú félög um sérleyfi vegna rannsókna og vinnslu kolvetnis á svæðinu. 2. apríl 2012 17:39 OLÍS og Verkís sækja um Drekasvæðið með erlendu félagi Olíuverslun Íslands og Verkfræðistofan Verkís eru meðal eigenda nýstofnaðs íslensk olíuleitarfélags sem í samstarfi við erlent olíuleitarfélag sendi inn umsókn í Drekasvæðið í morgun. Þar með er ljóst að minnst tvær umsóknir berast áður en frestur rennur út klukkan fjögur í dag. 2. apríl 2012 12:14 Eykon sækir um Drekann Þriðja umsóknin er komin í Drekasvæðið, frá Eykon Energy, norsku félagi í eigu Íslendinga og Norðmanna. Heiðar Már Guðjónsson hagfræðingur og fjárfestir, sem er stjórnarformaður Eykon Energy, staðfestir í samtali við fréttastofuna að félagið hafi lagt inn tilboð um tvöleytið í dag. 2. apríl 2012 14:54 Félagið Kolvetni stofnað um olíuvinnslu á Drekanum Aðaleigandi BYKO, Verkfræðistofan Mannvit og helsti sérfræðingur Norðmanna um Jan Mayen-hrygginn eru meðal stofnenda íslensks olíuleitarfélags sem ætlar að sækja um Drekasvæðið í samstarfi við fjársterkt erlent olíufélag. Markmiðið er að byggja upp íslenskan olíuiðnað. Kolvetni var skráð sem einkahlutafélag í dag um olíuleit og vinnslu. 29. mars 2012 18:35 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Seinna útboði vegna Drekasvæðisins lokið Seinna útboði vegna sérleyfa á Drekasvæðinu lauk í dag. Alls sóttu þrjú félög um sérleyfi vegna rannsókna og vinnslu kolvetnis á svæðinu. 2. apríl 2012 17:39
OLÍS og Verkís sækja um Drekasvæðið með erlendu félagi Olíuverslun Íslands og Verkfræðistofan Verkís eru meðal eigenda nýstofnaðs íslensk olíuleitarfélags sem í samstarfi við erlent olíuleitarfélag sendi inn umsókn í Drekasvæðið í morgun. Þar með er ljóst að minnst tvær umsóknir berast áður en frestur rennur út klukkan fjögur í dag. 2. apríl 2012 12:14
Eykon sækir um Drekann Þriðja umsóknin er komin í Drekasvæðið, frá Eykon Energy, norsku félagi í eigu Íslendinga og Norðmanna. Heiðar Már Guðjónsson hagfræðingur og fjárfestir, sem er stjórnarformaður Eykon Energy, staðfestir í samtali við fréttastofuna að félagið hafi lagt inn tilboð um tvöleytið í dag. 2. apríl 2012 14:54
Félagið Kolvetni stofnað um olíuvinnslu á Drekanum Aðaleigandi BYKO, Verkfræðistofan Mannvit og helsti sérfræðingur Norðmanna um Jan Mayen-hrygginn eru meðal stofnenda íslensks olíuleitarfélags sem ætlar að sækja um Drekasvæðið í samstarfi við fjársterkt erlent olíufélag. Markmiðið er að byggja upp íslenskan olíuiðnað. Kolvetni var skráð sem einkahlutafélag í dag um olíuleit og vinnslu. 29. mars 2012 18:35