Þrettándanum fagnað með brennum 6. janúar 2012 13:49 Mynd/Pjetur Í dag er þrettándinn, síðasti dagur jóla og af því tilefni eru brennur fyrirhugaðar víða um land. Í Reykjavík verða þrjár brennur og fjölbreytt dagskrá í boði. Brennurnar verða í Grafarholti, Grafarvogi og í Vesturbæ. Eftirfarandi upplýsingar er að finna á heimasíðu borgarinnar:Þrettándabrenna í Grafarholti Í Leirdal, við grasæfingasvæði Fram við enda Þorláksgeisla. Dagskrá verður sem hér segir: 19:30 Blysför frá Guðríðarkirkju með fánabera frá Árbúum, álfa og ynjur úr æskulýðsstarfi Guðríðarkirkju, unga álfaprinsa og prinsessur úr Fókus og skólahljómsveit Grafarvogs og Grafarholts í broddi fylkingar. Seldir verða kyndlar við anddyri kirkjunnar. 20:00 Söngskemmtun í Leirdal, skólahljómsveit Grafarvogs og Grafarholts spilar, brennukóngur tendrar í þrettándabrennunni, spilað og sungið fyrir í þrettándasöng, jólasveinar koma í heimsókn og glæsileg flugeldasýning Fram.Þrettándagleði í Grafarvogi Föstudaginn 6. janúar verður hin árlega Þrettándagleði Grafarvogsbúa haldin við Gufunesbæinn. Gleðin hefst kl. 17:00 með kakó- og kyndlasölu við Hlöðuna þar sem skólahljómsveit Grafarvogs leikur létt lög. Blysför að brennunni og kveikt í kl. 17:45. Við tekur skemmtun og söngur á sviði. Gleðin endar á skot kökusýningu í boði Íslenska gámafélagsins Allir velkomnir!Þrettándahátíð í Vesturbæ Þrettándahátíð Vesturbæjar verður sem fyrri ár haldin með pompi og prakt. Venju samkvæmt verður safnast saman við Frostaskjól, á svæði KR, Frístundamiðstöðvarinnar Frostaskjóls og Do Re Mí. Barna- og stúlknakór Neskirkju taka á móti gestum með ljúfum söng og KR flugeldar verða með kyndla til sölu. Formaður hverfisráðs Vesturbæjar mun svo senda skrúðgöngu af stað með stuttu ávarpi og munu Ægisbúar leiða viðburðaríka gönguna ásamt lúðrablásurum að brennustæðinu á Ægisíðu. Brennan verður tendruð um kl. 18:30. Kakó og kleinur verða gefnar á meðan byrgðir endast, fjöldasöngur verður og Guðmundur Steingrímsson þenur nikkuna. Um klukkan 18:50 sjá KR flugeldar svo um að lýsa upp himininn með flugeldasýningu að hætti hússins! Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Sjá meira
Í dag er þrettándinn, síðasti dagur jóla og af því tilefni eru brennur fyrirhugaðar víða um land. Í Reykjavík verða þrjár brennur og fjölbreytt dagskrá í boði. Brennurnar verða í Grafarholti, Grafarvogi og í Vesturbæ. Eftirfarandi upplýsingar er að finna á heimasíðu borgarinnar:Þrettándabrenna í Grafarholti Í Leirdal, við grasæfingasvæði Fram við enda Þorláksgeisla. Dagskrá verður sem hér segir: 19:30 Blysför frá Guðríðarkirkju með fánabera frá Árbúum, álfa og ynjur úr æskulýðsstarfi Guðríðarkirkju, unga álfaprinsa og prinsessur úr Fókus og skólahljómsveit Grafarvogs og Grafarholts í broddi fylkingar. Seldir verða kyndlar við anddyri kirkjunnar. 20:00 Söngskemmtun í Leirdal, skólahljómsveit Grafarvogs og Grafarholts spilar, brennukóngur tendrar í þrettándabrennunni, spilað og sungið fyrir í þrettándasöng, jólasveinar koma í heimsókn og glæsileg flugeldasýning Fram.Þrettándagleði í Grafarvogi Föstudaginn 6. janúar verður hin árlega Þrettándagleði Grafarvogsbúa haldin við Gufunesbæinn. Gleðin hefst kl. 17:00 með kakó- og kyndlasölu við Hlöðuna þar sem skólahljómsveit Grafarvogs leikur létt lög. Blysför að brennunni og kveikt í kl. 17:45. Við tekur skemmtun og söngur á sviði. Gleðin endar á skot kökusýningu í boði Íslenska gámafélagsins Allir velkomnir!Þrettándahátíð í Vesturbæ Þrettándahátíð Vesturbæjar verður sem fyrri ár haldin með pompi og prakt. Venju samkvæmt verður safnast saman við Frostaskjól, á svæði KR, Frístundamiðstöðvarinnar Frostaskjóls og Do Re Mí. Barna- og stúlknakór Neskirkju taka á móti gestum með ljúfum söng og KR flugeldar verða með kyndla til sölu. Formaður hverfisráðs Vesturbæjar mun svo senda skrúðgöngu af stað með stuttu ávarpi og munu Ægisbúar leiða viðburðaríka gönguna ásamt lúðrablásurum að brennustæðinu á Ægisíðu. Brennan verður tendruð um kl. 18:30. Kakó og kleinur verða gefnar á meðan byrgðir endast, fjöldasöngur verður og Guðmundur Steingrímsson þenur nikkuna. Um klukkan 18:50 sjá KR flugeldar svo um að lýsa upp himininn með flugeldasýningu að hætti hússins!
Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Sjá meira