Innlent

Stórtækur þjófur: Stal rútu og ók henni út í skurð

Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint.
Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Mynd/ÞÖK
Stórtækur bílþjófur var á ferðinni í Skógarhlíð í Reykjavík í nótt eða í morgun. Hann tók rútubifreið frá fyrirtækinu Þingvallaleið ófrjálsri hendi og fannst hún nokkru síðar á Strandvegi í Grafarvogi. Þar hafði þjófurinn ekið henni út í skurð utan vegar í grennd við Vesturlandsveg. Nú vinna eigendur rútunnar að því að koma henni upp úr skurðinum. Að sögn lögreglu er málið í rannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×