50 þúsund hús sýkt af svepp 6. janúar 2012 03:15 Sumir geta búið við myglusvepp án þess að fá nokkur heilsufarsleg einkenni, aðrir geta hlotið varanlegan skaða. Gert er ráð fyrir að um 30 prósent íslenskra húsa séu sýkt af myglusvepp. Um 160 þúsund hús eru skráð á Íslandi, þar af 70 þúsund íbúðahús sem í eru um 130 þúsund íbúðir. Indriði Níelsson verkfræðingur segir að gera megi ráð fyrir því að hlutfall myglusvepps í húsum hér á landi sé eins og í nágrannalöndum okkar, ef marka megi rannsóknir. Hann segir svepp geta komið upp í gömlum húsum sem nýjum, allt snúist það um rakastig. „Ef nýtt hús er illa byggt getur hann hæglega komið þar upp,“ segir hann. „Við fengum nýlega verkefni þar sem fjölskylda í nýju húsi þurfti að flytja út í tvo mánuði. Heimilisfaðirinn náði heilsu um leið og hann flutti að heiman.“ Í grein sem Indriði skrifar í Gangverk, fréttarit Verkís, kemur fram að reikna megi með að myglusveppur, eða „húsasótt“, sé algengari á heimilum en í öðrum húsum. Íbúar geti verið seinir að átta sig á ástandinu og viðgerðir geti verið kostnaðarsamar. Oft geti lausnin þó einfaldlega falist í því að opna glugga og lofta vel út. „Þetta snýst um að húsinu sé haldið vel við svo leki komi ekki inn,“ segir hann. Indriði segir æ fleiri tilfelli koma upp, en ástæða þess sé sennilega sú að fólk sé að uppgötva sveppinn í meiri mæli. Heilsufarslegar afleiðingar hjá þeim sem búa við myglusvepp eru misjafnar. Sumir geta búið við það í langan tíma án þess að fá nokkur einkenni, aðrir geta hlotið varanlegan skaða. Hannes Petersen, yfirlæknir á háls-, nef- og eyrnadeild Landspítalans, segir eitt einkenni vera krónískar bólgur í öndunarvegi. Fólk sofi illa, fái hausverk og verk í andliti. Erfitt geti verið með greiningu því einkenni séu svipuð og í venjulegri flensu. „Það getur orðið erfitt ef fólk býr í sveppamenguðum húsum og hefur engin einkenni,“ segir Hannes. „Svo er til fólk sem býr við örlítinn svepp og fær afar slæm einkenni.“ Ekki eru til neinar rannsóknir sem styðja skaðleg áhrif sveppamengunar í húsum með óyggjandi hætti, en Hannes segir þó að ef fólk er undir stöðugri árás sveppa geti það vissulega haft óæskileg áhrif til lengri tíma.- sv Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Gert er ráð fyrir að um 30 prósent íslenskra húsa séu sýkt af myglusvepp. Um 160 þúsund hús eru skráð á Íslandi, þar af 70 þúsund íbúðahús sem í eru um 130 þúsund íbúðir. Indriði Níelsson verkfræðingur segir að gera megi ráð fyrir því að hlutfall myglusvepps í húsum hér á landi sé eins og í nágrannalöndum okkar, ef marka megi rannsóknir. Hann segir svepp geta komið upp í gömlum húsum sem nýjum, allt snúist það um rakastig. „Ef nýtt hús er illa byggt getur hann hæglega komið þar upp,“ segir hann. „Við fengum nýlega verkefni þar sem fjölskylda í nýju húsi þurfti að flytja út í tvo mánuði. Heimilisfaðirinn náði heilsu um leið og hann flutti að heiman.“ Í grein sem Indriði skrifar í Gangverk, fréttarit Verkís, kemur fram að reikna megi með að myglusveppur, eða „húsasótt“, sé algengari á heimilum en í öðrum húsum. Íbúar geti verið seinir að átta sig á ástandinu og viðgerðir geti verið kostnaðarsamar. Oft geti lausnin þó einfaldlega falist í því að opna glugga og lofta vel út. „Þetta snýst um að húsinu sé haldið vel við svo leki komi ekki inn,“ segir hann. Indriði segir æ fleiri tilfelli koma upp, en ástæða þess sé sennilega sú að fólk sé að uppgötva sveppinn í meiri mæli. Heilsufarslegar afleiðingar hjá þeim sem búa við myglusvepp eru misjafnar. Sumir geta búið við það í langan tíma án þess að fá nokkur einkenni, aðrir geta hlotið varanlegan skaða. Hannes Petersen, yfirlæknir á háls-, nef- og eyrnadeild Landspítalans, segir eitt einkenni vera krónískar bólgur í öndunarvegi. Fólk sofi illa, fái hausverk og verk í andliti. Erfitt geti verið með greiningu því einkenni séu svipuð og í venjulegri flensu. „Það getur orðið erfitt ef fólk býr í sveppamenguðum húsum og hefur engin einkenni,“ segir Hannes. „Svo er til fólk sem býr við örlítinn svepp og fær afar slæm einkenni.“ Ekki eru til neinar rannsóknir sem styðja skaðleg áhrif sveppamengunar í húsum með óyggjandi hætti, en Hannes segir þó að ef fólk er undir stöðugri árás sveppa geti það vissulega haft óæskileg áhrif til lengri tíma.- sv
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira