50 þúsund hús sýkt af svepp 6. janúar 2012 03:15 Sumir geta búið við myglusvepp án þess að fá nokkur heilsufarsleg einkenni, aðrir geta hlotið varanlegan skaða. Gert er ráð fyrir að um 30 prósent íslenskra húsa séu sýkt af myglusvepp. Um 160 þúsund hús eru skráð á Íslandi, þar af 70 þúsund íbúðahús sem í eru um 130 þúsund íbúðir. Indriði Níelsson verkfræðingur segir að gera megi ráð fyrir því að hlutfall myglusvepps í húsum hér á landi sé eins og í nágrannalöndum okkar, ef marka megi rannsóknir. Hann segir svepp geta komið upp í gömlum húsum sem nýjum, allt snúist það um rakastig. „Ef nýtt hús er illa byggt getur hann hæglega komið þar upp,“ segir hann. „Við fengum nýlega verkefni þar sem fjölskylda í nýju húsi þurfti að flytja út í tvo mánuði. Heimilisfaðirinn náði heilsu um leið og hann flutti að heiman.“ Í grein sem Indriði skrifar í Gangverk, fréttarit Verkís, kemur fram að reikna megi með að myglusveppur, eða „húsasótt“, sé algengari á heimilum en í öðrum húsum. Íbúar geti verið seinir að átta sig á ástandinu og viðgerðir geti verið kostnaðarsamar. Oft geti lausnin þó einfaldlega falist í því að opna glugga og lofta vel út. „Þetta snýst um að húsinu sé haldið vel við svo leki komi ekki inn,“ segir hann. Indriði segir æ fleiri tilfelli koma upp, en ástæða þess sé sennilega sú að fólk sé að uppgötva sveppinn í meiri mæli. Heilsufarslegar afleiðingar hjá þeim sem búa við myglusvepp eru misjafnar. Sumir geta búið við það í langan tíma án þess að fá nokkur einkenni, aðrir geta hlotið varanlegan skaða. Hannes Petersen, yfirlæknir á háls-, nef- og eyrnadeild Landspítalans, segir eitt einkenni vera krónískar bólgur í öndunarvegi. Fólk sofi illa, fái hausverk og verk í andliti. Erfitt geti verið með greiningu því einkenni séu svipuð og í venjulegri flensu. „Það getur orðið erfitt ef fólk býr í sveppamenguðum húsum og hefur engin einkenni,“ segir Hannes. „Svo er til fólk sem býr við örlítinn svepp og fær afar slæm einkenni.“ Ekki eru til neinar rannsóknir sem styðja skaðleg áhrif sveppamengunar í húsum með óyggjandi hætti, en Hannes segir þó að ef fólk er undir stöðugri árás sveppa geti það vissulega haft óæskileg áhrif til lengri tíma.- sv Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Sjá meira
Gert er ráð fyrir að um 30 prósent íslenskra húsa séu sýkt af myglusvepp. Um 160 þúsund hús eru skráð á Íslandi, þar af 70 þúsund íbúðahús sem í eru um 130 þúsund íbúðir. Indriði Níelsson verkfræðingur segir að gera megi ráð fyrir því að hlutfall myglusvepps í húsum hér á landi sé eins og í nágrannalöndum okkar, ef marka megi rannsóknir. Hann segir svepp geta komið upp í gömlum húsum sem nýjum, allt snúist það um rakastig. „Ef nýtt hús er illa byggt getur hann hæglega komið þar upp,“ segir hann. „Við fengum nýlega verkefni þar sem fjölskylda í nýju húsi þurfti að flytja út í tvo mánuði. Heimilisfaðirinn náði heilsu um leið og hann flutti að heiman.“ Í grein sem Indriði skrifar í Gangverk, fréttarit Verkís, kemur fram að reikna megi með að myglusveppur, eða „húsasótt“, sé algengari á heimilum en í öðrum húsum. Íbúar geti verið seinir að átta sig á ástandinu og viðgerðir geti verið kostnaðarsamar. Oft geti lausnin þó einfaldlega falist í því að opna glugga og lofta vel út. „Þetta snýst um að húsinu sé haldið vel við svo leki komi ekki inn,“ segir hann. Indriði segir æ fleiri tilfelli koma upp, en ástæða þess sé sennilega sú að fólk sé að uppgötva sveppinn í meiri mæli. Heilsufarslegar afleiðingar hjá þeim sem búa við myglusvepp eru misjafnar. Sumir geta búið við það í langan tíma án þess að fá nokkur einkenni, aðrir geta hlotið varanlegan skaða. Hannes Petersen, yfirlæknir á háls-, nef- og eyrnadeild Landspítalans, segir eitt einkenni vera krónískar bólgur í öndunarvegi. Fólk sofi illa, fái hausverk og verk í andliti. Erfitt geti verið með greiningu því einkenni séu svipuð og í venjulegri flensu. „Það getur orðið erfitt ef fólk býr í sveppamenguðum húsum og hefur engin einkenni,“ segir Hannes. „Svo er til fólk sem býr við örlítinn svepp og fær afar slæm einkenni.“ Ekki eru til neinar rannsóknir sem styðja skaðleg áhrif sveppamengunar í húsum með óyggjandi hætti, en Hannes segir þó að ef fólk er undir stöðugri árás sveppa geti það vissulega haft óæskileg áhrif til lengri tíma.- sv
Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Sjá meira