50 þúsund hús sýkt af svepp 6. janúar 2012 03:15 Sumir geta búið við myglusvepp án þess að fá nokkur heilsufarsleg einkenni, aðrir geta hlotið varanlegan skaða. Gert er ráð fyrir að um 30 prósent íslenskra húsa séu sýkt af myglusvepp. Um 160 þúsund hús eru skráð á Íslandi, þar af 70 þúsund íbúðahús sem í eru um 130 þúsund íbúðir. Indriði Níelsson verkfræðingur segir að gera megi ráð fyrir því að hlutfall myglusvepps í húsum hér á landi sé eins og í nágrannalöndum okkar, ef marka megi rannsóknir. Hann segir svepp geta komið upp í gömlum húsum sem nýjum, allt snúist það um rakastig. „Ef nýtt hús er illa byggt getur hann hæglega komið þar upp,“ segir hann. „Við fengum nýlega verkefni þar sem fjölskylda í nýju húsi þurfti að flytja út í tvo mánuði. Heimilisfaðirinn náði heilsu um leið og hann flutti að heiman.“ Í grein sem Indriði skrifar í Gangverk, fréttarit Verkís, kemur fram að reikna megi með að myglusveppur, eða „húsasótt“, sé algengari á heimilum en í öðrum húsum. Íbúar geti verið seinir að átta sig á ástandinu og viðgerðir geti verið kostnaðarsamar. Oft geti lausnin þó einfaldlega falist í því að opna glugga og lofta vel út. „Þetta snýst um að húsinu sé haldið vel við svo leki komi ekki inn,“ segir hann. Indriði segir æ fleiri tilfelli koma upp, en ástæða þess sé sennilega sú að fólk sé að uppgötva sveppinn í meiri mæli. Heilsufarslegar afleiðingar hjá þeim sem búa við myglusvepp eru misjafnar. Sumir geta búið við það í langan tíma án þess að fá nokkur einkenni, aðrir geta hlotið varanlegan skaða. Hannes Petersen, yfirlæknir á háls-, nef- og eyrnadeild Landspítalans, segir eitt einkenni vera krónískar bólgur í öndunarvegi. Fólk sofi illa, fái hausverk og verk í andliti. Erfitt geti verið með greiningu því einkenni séu svipuð og í venjulegri flensu. „Það getur orðið erfitt ef fólk býr í sveppamenguðum húsum og hefur engin einkenni,“ segir Hannes. „Svo er til fólk sem býr við örlítinn svepp og fær afar slæm einkenni.“ Ekki eru til neinar rannsóknir sem styðja skaðleg áhrif sveppamengunar í húsum með óyggjandi hætti, en Hannes segir þó að ef fólk er undir stöðugri árás sveppa geti það vissulega haft óæskileg áhrif til lengri tíma.- sv Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Laxagengd á niðurleið vegna of lítillar veiði Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Sjá meira
Gert er ráð fyrir að um 30 prósent íslenskra húsa séu sýkt af myglusvepp. Um 160 þúsund hús eru skráð á Íslandi, þar af 70 þúsund íbúðahús sem í eru um 130 þúsund íbúðir. Indriði Níelsson verkfræðingur segir að gera megi ráð fyrir því að hlutfall myglusvepps í húsum hér á landi sé eins og í nágrannalöndum okkar, ef marka megi rannsóknir. Hann segir svepp geta komið upp í gömlum húsum sem nýjum, allt snúist það um rakastig. „Ef nýtt hús er illa byggt getur hann hæglega komið þar upp,“ segir hann. „Við fengum nýlega verkefni þar sem fjölskylda í nýju húsi þurfti að flytja út í tvo mánuði. Heimilisfaðirinn náði heilsu um leið og hann flutti að heiman.“ Í grein sem Indriði skrifar í Gangverk, fréttarit Verkís, kemur fram að reikna megi með að myglusveppur, eða „húsasótt“, sé algengari á heimilum en í öðrum húsum. Íbúar geti verið seinir að átta sig á ástandinu og viðgerðir geti verið kostnaðarsamar. Oft geti lausnin þó einfaldlega falist í því að opna glugga og lofta vel út. „Þetta snýst um að húsinu sé haldið vel við svo leki komi ekki inn,“ segir hann. Indriði segir æ fleiri tilfelli koma upp, en ástæða þess sé sennilega sú að fólk sé að uppgötva sveppinn í meiri mæli. Heilsufarslegar afleiðingar hjá þeim sem búa við myglusvepp eru misjafnar. Sumir geta búið við það í langan tíma án þess að fá nokkur einkenni, aðrir geta hlotið varanlegan skaða. Hannes Petersen, yfirlæknir á háls-, nef- og eyrnadeild Landspítalans, segir eitt einkenni vera krónískar bólgur í öndunarvegi. Fólk sofi illa, fái hausverk og verk í andliti. Erfitt geti verið með greiningu því einkenni séu svipuð og í venjulegri flensu. „Það getur orðið erfitt ef fólk býr í sveppamenguðum húsum og hefur engin einkenni,“ segir Hannes. „Svo er til fólk sem býr við örlítinn svepp og fær afar slæm einkenni.“ Ekki eru til neinar rannsóknir sem styðja skaðleg áhrif sveppamengunar í húsum með óyggjandi hætti, en Hannes segir þó að ef fólk er undir stöðugri árás sveppa geti það vissulega haft óæskileg áhrif til lengri tíma.- sv
Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Laxagengd á niðurleið vegna of lítillar veiði Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Sjá meira