Innlent

Júlli búinn að opna Drauminn

Júlíus mætti til eigin réttarhalda í Héraðsdómi Reykjavíkur í nóvember. Fréttablaðið/valli
Júlíus mætti til eigin réttarhalda í Héraðsdómi Reykjavíkur í nóvember. Fréttablaðið/valli
Júlíus Þorbergsson, kaupmaður í Draumnum við Rauðarárstíg, hefur opnað verslun sína á nýjan leik. Hún hefur verið lokuð í eitt og hálft ár, síðan lögregla gerði húsleit þar og innsiglaði hana sumarið 2010.

„Ég er búinn að vera hérna í nokkra daga, opnaði fyrir áramót,“ segir Júlíus. „Það er ekki nóg að gera, en það er reytingur. Fólk er komið aftur og það er ánægt að sjá mig.“

Júlíus bíður nú dóms í málinu sem leiddi af húsleitinni sumarið 2010. Í Draumnum, á heimili hans og víðar fundust um þúsund töflur af lyfseðilsskyldum lyfjum, lítilræði af kókaíni og mikið magn af munn- og neftóbaki og var honum gefið að sök að hafa ætlað að selja það allt í Draumnum. Tvær konur báru vitni um að hafa keypt þar læknadóp.

Aðalmeðferð málsins lauk fyrir jól. Júlíus hefur frá upphafi neitað sök. Hann hafi aðeins geymt læknadópið fyrir vinkonu sína og aldrei selt nokkuð af því í Draumnum.

Lögreglan taldi sig ekki geta haldið versluninni lokaðri eftir útgáfu ákæru og tilkynnti Júlíusi um það síðla sumars. Hann hóf þá strax að undirbúa opnun búðarinnar á ný. - sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×