Innlent

Tveir menn teknir með kókaín

Málin eru ekki talin tengjast, en þrír menn hafa verið handteknir samtals. fréttablaðið/hag
Málin eru ekki talin tengjast, en þrír menn hafa verið handteknir samtals. fréttablaðið/hag
Þrír íslenskir karlmenn eru í haldi lögreglu vegna tveggja óskyldra fíkniefnamála.

Hinn 22. desember síðastliðinn var karlmaður á sextugsaldri stöðvaður í Leifsstöð við komuna til landsins frá Kaupmannahöfn. Hann var stöðvaður við hefðbundna leit tollgæslu og fannst um eitt kíló af kókaíni vel falið í farangri hans. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald á Þorláksmessu þangað til í gær. Varðhaldið var framlengt um viku í gær, en þá var karlmaður á fertugsaldri einnig handtekinn vegna málsins. Ekki hafði verið tekin ákvörðun um gæsluvarðhald yfir honum í gær. Mennirnir hafa báðir komið við sögu lögreglunnar, en ekki í stórum málum.

Á gamlársdag var íslenskur karlmaður stöðvaður við komuna til landsins frá London, einnig við hefðbundna leit tollgæslunnar. Hann reyndist hafa um 150 grömm af kókaíni innvortis. Hann var svo úrskurðaður í gæsluvarðhald á nýársdag sem rennur út í dag. Ekki lá fyrir í gær hvort farið yrði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir honum.

Ekkert bendir til þess að málin tvö tengist.

- jss, þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×