Innlent

Flugvél Icelandair frá London lenti á Egilsstöðum

Flugvél Icelandair, sem var að koma frá London seint í gærkvöldi var snúið frá Keflavíkurflugvelli vegna mikillar hálku á vellinum, og lenti hún þess í stað á Egilsstaðaflugvelli um eitt leitið í nótt.

Farþegar og áhöfn voru flutt á hótel í bænum og er áætlað að vélin haldi frá Egilsstöðum til Keflavíkur um hádegisbil, eða að loknum hvíldartíma áhafnarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×