Vantar fleiri hunda fyrir blinda á Íslandi 6. janúar 2012 06:00 „Hundarnir sem passa best í þetta hlutverk eru geðgóðir, traustir og skynsamir,“ segir Drífa Gestsdóttir.fréttablaðið/gva Hundaþjálfarinn Drífa Gestsdóttir þjálfar nú fjóra leiðsöguhunda sem fá það hlutverk, uppfylli þeir kröfur, að leiða lögblinda notendur. Drífa starfar fyrir þjónustu- og þekkingarmiðstöðina fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda. Á landinu eru nú aðeins fimm leiðsöguhundar og brýn þörf fyrir fleiri. Hundarnir, sem eru „í skóla“ hjá Drífu, eiga því eftir að koma að góðum notum og auðvelda líf verðandi notenda sinna til mikilla muna. Drífa hóf störf hjá Blindrafélaginu þegar fjórir af þeim fimm hundum sem nú vinna með blindum komu frá Noregi hingað til lands fyrir þremur og hálfu ári. Hún segir að með komu þeirra hafi í raun orðið vakning að því leytinu til að fólk hafi áttað sig á hversu gagnlegir leiðsöguhundar geta verið. Fullþjálfaður leiðsöguhundur kostaði rúmar sjö milljónir króna fyrir þremur til fjórum árum þegar hann var fluttur inn frá Noregi. Hundarnir sem Drífa þjálfar nú eru allir hreinræktaðir og fæddir hér á landi. „Þegar hvolpur kemur til mín sé ég um að hann fái öruggt og gott uppeldi,“ lýsir Drífa þjálfuninni. „Umhverfisþjálfun er mikilvæg. Ég er með hundinn innan um margt fólk. Hann lærir strax að heilsa hvorki ókunnugum né öðrum hundum. Í leik má ekki venja hann á að elta bolta, leita hluta eða rekja slóðir. Athyglin á einungis að vera bundin við notandann.“ Þjálfun hundanna við að leiða mann upp tröppur, fram hjá grindverkum, inn í lyftur og fleira á þeim nótum fer þannig fram að þjálfarinn stoppar til dæmis alltaf við tröppur. Þetta kemst fljótlega upp í vana hjá hundinum og hann fer að taka frumkvæðið með tilheyrandi hrósi. Þá er hundurinn alltaf vinstra megin við þann sem hann leiðir. Hundinum er kennt að þegar hann er með leiðsöguhundabeislið á sér er hann tveir metrar á hæð og tveir metrar á breidd. Maður og hundur eru þjálfaðir saman og áhersla lögð á tilteknar gönguleiðir. jss@frettabladid.is Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira
Hundaþjálfarinn Drífa Gestsdóttir þjálfar nú fjóra leiðsöguhunda sem fá það hlutverk, uppfylli þeir kröfur, að leiða lögblinda notendur. Drífa starfar fyrir þjónustu- og þekkingarmiðstöðina fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda. Á landinu eru nú aðeins fimm leiðsöguhundar og brýn þörf fyrir fleiri. Hundarnir, sem eru „í skóla“ hjá Drífu, eiga því eftir að koma að góðum notum og auðvelda líf verðandi notenda sinna til mikilla muna. Drífa hóf störf hjá Blindrafélaginu þegar fjórir af þeim fimm hundum sem nú vinna með blindum komu frá Noregi hingað til lands fyrir þremur og hálfu ári. Hún segir að með komu þeirra hafi í raun orðið vakning að því leytinu til að fólk hafi áttað sig á hversu gagnlegir leiðsöguhundar geta verið. Fullþjálfaður leiðsöguhundur kostaði rúmar sjö milljónir króna fyrir þremur til fjórum árum þegar hann var fluttur inn frá Noregi. Hundarnir sem Drífa þjálfar nú eru allir hreinræktaðir og fæddir hér á landi. „Þegar hvolpur kemur til mín sé ég um að hann fái öruggt og gott uppeldi,“ lýsir Drífa þjálfuninni. „Umhverfisþjálfun er mikilvæg. Ég er með hundinn innan um margt fólk. Hann lærir strax að heilsa hvorki ókunnugum né öðrum hundum. Í leik má ekki venja hann á að elta bolta, leita hluta eða rekja slóðir. Athyglin á einungis að vera bundin við notandann.“ Þjálfun hundanna við að leiða mann upp tröppur, fram hjá grindverkum, inn í lyftur og fleira á þeim nótum fer þannig fram að þjálfarinn stoppar til dæmis alltaf við tröppur. Þetta kemst fljótlega upp í vana hjá hundinum og hann fer að taka frumkvæðið með tilheyrandi hrósi. Þá er hundurinn alltaf vinstra megin við þann sem hann leiðir. Hundinum er kennt að þegar hann er með leiðsöguhundabeislið á sér er hann tveir metrar á hæð og tveir metrar á breidd. Maður og hundur eru þjálfaðir saman og áhersla lögð á tilteknar gönguleiðir. jss@frettabladid.is
Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira