Innlent

Yfir 50 unnu við snjóruðning

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Unnið við snjóruðning.
Unnið við snjóruðning.
Yfir 50 starfsmenn Reykjavíkurborgar og verktaka á hennar vegum voru við snjóhreinsun víða um borgina í dag. Eftir fannfergi næturinnar þurfti að opna aðalleiðir í efri byggðum borgarinnar og þegar það hlánaði í dag var byrjað að hreinsa frá niðurföllum.

Eftir að hafa opnað aðalleiðir í borginni voru stærri tækin sett í áframhaldandi vinnu við snjóruðning í húsagötum, meðal annars í Breiðholti og Hamrahverfi. Þá hafa minni tæki verið á helstu gönguleiðum í borginni en það hefur sóst hægt vegna snjóbleytu, eftir því sem fram kemur á vef Reykjavíkurborgar. Vélar verða sendar áfram út í fyrramálið á göngustígana til að ryðja og sanda.

Bakvaktir eru mannaðar fyrir nóttina og mannskapur kallaður út eftir þörfum. Að undanförnu hefur það verið klukkan fjögur um nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×