Innlent

Rannsókn lokið í stærsta fíkniefnamáli síðasta árs

Fíkniefnapakkinn var tekinn í Straumsvík í Hafnarfirði.
Fíkniefnapakkinn var tekinn í Straumsvík í Hafnarfirði. mynd úr safni
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið rannsókn á umfangsmesta fíkniefnamáli ársins og er það nú komið til ríkissaksóknara. Tveir menn á fimmtugs- og sextugsaldri sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins.

Fíkniefnapakkinn, sem innihélt mikið magn af e-töflum og einnig kókaín, amfetamín og stera, var sendur á lítið fyrirtæki hér landi í október síðastliðnum. Eldri maðurinn er starfsmaður fyrirtækisins en samkvæmt heimildum fréttastofu hefur hann aldrei komið við sögu lögreglu áður. Heimildir fréttastofu herma að hann telji sig hafa verið svikinn í málinu og hann hafi einungis verið beðinn um að koma pakka sem innihéldi stera hingað til lands. Og hafi því ekki haft hugmynd um mið mikla magn fíkniefna.

Rannsókn lögreglu var mjög umfangsmikil og mikil vinna að baki sem stóð yfir um nokkra vikna skeið, áður en mennirnir voru handteknir. Fíkniefnin voru tekin í Straumsvík en þeim hafði verið komið fyrir í gámaskipinu Franciscu frá hollensku skipafélagi og var búið um þau í nokkrum pakkningum. Skipið var að koma frá Rotterdam í Hollandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×