Innlent

Þrjátíu árekstrar í dag

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þrjátíu árekstrar hafa orðið á höfuðborgarsvæðinu frá því klukkan níu í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá Árekstur.is eru sex ökutæki ónýt eftir daginn. Ástæða árekstranna er í flestum tilfellum hálka og snjór. Álíka margir árekstrar urðu á höfuðborgarsvæðinu í gær. Full ástæða er til þess að hvetja ökumenn til þess að fara varlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×