Innlent

Ekki hægt þótt skráin gagnist

Landspítalinn má ekki reka gagnagrunn um alla sjúklinga með skorpulifur og lifrarsjúkdóm á lokastigi. Persónuvernd segir að þótt gagnagrunnurinn geti þjónað góðum tilgangi og haft hagrænan og faglegan ávinning þá standist hann ekki persónuverndarlög. Stofnunin geti ekki heimilað gerð gagnagrunna með viðkvæmum persónuupplýsingum til varðveislu á persónugreinanlegu formi til frambúðar. Af dómi Hæstaréttar frá árinu 2003 megi ráða að til reksturs slíkra skráa þurfi lagaheimild. „Skráin er meðal annars notuð til að fá yfirsýn yfir árangur læknisfræðilegra inngripa og lifrarígræðslna og gæðaeftirlit,“ sagði í skýringum Landspítalans til Persónuverndar. - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×