Innlent

Útgerð gert að greiða þunglyndum matsveini laun

Skinney-Þinganes. Myndin er úr safni.
Skinney-Þinganes. Myndin er úr safni.
Útgerðarfélagið Skinney-Þinganes var dæmt í gær í Héraðsdómi Austurlands til þess að greiða sjómanni rúmlega tvær milljónir í laun í veikindaorlofi. Maðurinn, sem starfaði sem matsveinn um borð í skipinu Ásgrímur Halldórsson, var haldinn þunglyndi.

Útgerðin hélt því fram að sjómaðurinn hefði fyrirgert hugsanlegum rétti til veikindalauna með því að sinna ekki nægjanlega skyldu sinni til að leita lækninga. Vildu þeir einnig meina maðurinn uppfyllti ekki skilyrði um að vera haldinn sjúkdómi í skilningi sjómannalaga og kjarasamnings.

Niðurstaða dómsins var því sú að útgerðin hefði ekki sýnt fram á að sjómaðurinn hefði sjálfur bakað sér veikindi sín af ásetningi eða stórfelldu gáleysi eða vísvitandi leynt sjúkdómum sínum við ráðningu hans hjá útgerðinni eins og deilt var um. Var kröfum útgerðarinnar því hafnað.

Alls þarf útgerðin því að greiða matsveininum 2,3 milljónir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×