Innlent

Samþykkja þarf teikningar af hótelinu áður en Nasa verður rifið

Nasa við Austurvöll
Nasa við Austurvöll Mynd/GVA
Páll Hjaltason, formaður skipulagsráðs, segir að það sé ólíklegt að Nasa verði rifið þann 1. júní næstkomandi. Fyrst þurfi að samþykkja teikningar af húsnæði sem komi í staðinn fyrir tónleikastaðinn.

Við sögðum frá því fyrr í dag að til standi að rífa Nasa í sumar. Inga á Nasa, sem rekur staðinn, sagði á Vísi í dag að loka þurfi staðnum þann 1. júní og staðurinn verði svo rifinn. Reykjavíkurborg á ekki staðinn heldur er hann í eigu einkaaðila.

Reykjavíkurborg stendur fyrir samkeppni um uppbyggingu á Ingólfstorgi og hún tekur meðal annars til þessa reits sem Nasa er á. Páll segir að ekki sé komin niðurstaða í þá samkeppni en búist er við að niðurstöður úr henni komi um mánaðarmótin mars, apríl.

„Það er ekki leyfilegt að rífa hús nema vera með samþykktar teikningar í staðinn, það er ólíklegt að það gerist í júní," segir hann og bendir á að Reykjavíkurborg komi ekki að málinu að öðru leyti en þessu. „Það er eigandans að ákveða hvernig hann leigir það eða hvað hann gerir við það."

Hann segir að ekki hafi fengist samþykki fyrir teikningum af hóteli sem Inga á Nasa segir að eigi að koma í staðinn fyrir Nasa. Með samkeppninni muni þær hugmyndir koma og svo samþykktar í kjölfarið. „Mér finnst það nokkuð bjartsýnt að rífa Nasa í júní," segir hann.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×