Grunaðir eru alls ekki allir ákærðir 7. janúar 2012 07:00 Ólafur Þór Hauksson vísar því á bug að embætti hans skreyti menn með sakborningsstimpli að óþörfu. Fréttablaðið/stefán Hvað þýðir það að hafa réttarstöðu sakbornings í rannsóknum sérstaks saksóknara? Fleiri en hundrað einstaklingar hafa réttarstöðu sakbornings í rannsóknum sérstaks saksóknara á málum tengdum bankahruninu. Sumir þeirra eru grunaðir í fleiri málum en einu. Eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum var Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, sem var yfirmaður hjá Kaupþingi fyrir hrun og hefur nú réttarstöðu sakbornings, nýverið ráðinn framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar. Stjórnarformaður Atvinnuþróunarfélagsins hefur sagt að Þorvaldur Lúðvík sé saklaus uns sekt er sönnuð eins og aðrir og því sé ekkert athugavert við ráðninguna. Alþingismenn hafa nokkrum sinnum beint þeirri fyrirspurn til sérstaks saksóknara hversu margir hafa réttarstöðu sakbornings í rannsóknum hans. Síðasta svar barst í mars í fyrra og var talan þá 216. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir þá tölu ekki segja alla söguna, því þá séu þeir margtaldir sem komi við sögu í fleiri málum en einu. Sé hver einstaklingur einungis talinn einu sinni lækki talan um rúmlega helming. Engu að síður hafi sakborningum fjölgað verulega síðan þá, einkum í síðustu rassíu tengdri Glitni í lok árs. Embættinu hefur gjarnan verið borið á brýn að stimpla menn sakborninga af litlu tilefni. Þetta segir Ólafur Þór ekki standast skoðun. „Það er látið með þetta úti í samfélaginu eins og við séum að skreyta menn með þessu að óþörfu, en við teljum að við séum bara að fylgja lögunum,“ segir hann. „Við erum algjörlega meðvituð um að það sé þungbært að vera í þeirri stöðu að vera sakborningur en við sjáum ekki annað en að lögin setji okkur ákveðnar leikreglur í þeim efnum.“ Hann bendir á að lög kveði á um að þeir skuli fá réttarstöðu sakbornings sem viss grunur sé um að hafi átt aðild að refsiverðri háttsemi. Ekki þurfi að vera uppi rökstuddur grunur um að þeir hafi sjálfir gerst sekir um afbrot. Þetta sé skýrt í lögum. „Í okkar málum erum við oft með fjármálagerninga sem ganga gjarnan á milli mjög margra manna innan fjármálastofnunar áður en þeir eru á endanum afgreiddir, þannig að það eru mjög margir sem eiga aðild að verknaðinum með einhverjum hætti,“ segir hann. Alls ekki allir grunaðir eru á endanum ákærðir fyrir afbrot. Ólafur bendir á svokallað Exeter-mál, þar sem tólf höfðu réttarstöðu sakbornings við lok rannsóknar en einungis þrír voru ákærðir. Enn fremur segir Ólafur að réttarstaða sakbornings færi mönnum aukin réttindi við skýrslutökur. „Þeir þurfa þá ekki að fella sök á sjálfa sig með framburði, þeim er ekki gerð refsing þó að þeir beri rangt og eiga rétt á að hafa viðstadda verjendur,“ segir hann. stigur@frettabladid.is Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Hvað þýðir það að hafa réttarstöðu sakbornings í rannsóknum sérstaks saksóknara? Fleiri en hundrað einstaklingar hafa réttarstöðu sakbornings í rannsóknum sérstaks saksóknara á málum tengdum bankahruninu. Sumir þeirra eru grunaðir í fleiri málum en einu. Eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum var Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, sem var yfirmaður hjá Kaupþingi fyrir hrun og hefur nú réttarstöðu sakbornings, nýverið ráðinn framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar. Stjórnarformaður Atvinnuþróunarfélagsins hefur sagt að Þorvaldur Lúðvík sé saklaus uns sekt er sönnuð eins og aðrir og því sé ekkert athugavert við ráðninguna. Alþingismenn hafa nokkrum sinnum beint þeirri fyrirspurn til sérstaks saksóknara hversu margir hafa réttarstöðu sakbornings í rannsóknum hans. Síðasta svar barst í mars í fyrra og var talan þá 216. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir þá tölu ekki segja alla söguna, því þá séu þeir margtaldir sem komi við sögu í fleiri málum en einu. Sé hver einstaklingur einungis talinn einu sinni lækki talan um rúmlega helming. Engu að síður hafi sakborningum fjölgað verulega síðan þá, einkum í síðustu rassíu tengdri Glitni í lok árs. Embættinu hefur gjarnan verið borið á brýn að stimpla menn sakborninga af litlu tilefni. Þetta segir Ólafur Þór ekki standast skoðun. „Það er látið með þetta úti í samfélaginu eins og við séum að skreyta menn með þessu að óþörfu, en við teljum að við séum bara að fylgja lögunum,“ segir hann. „Við erum algjörlega meðvituð um að það sé þungbært að vera í þeirri stöðu að vera sakborningur en við sjáum ekki annað en að lögin setji okkur ákveðnar leikreglur í þeim efnum.“ Hann bendir á að lög kveði á um að þeir skuli fá réttarstöðu sakbornings sem viss grunur sé um að hafi átt aðild að refsiverðri háttsemi. Ekki þurfi að vera uppi rökstuddur grunur um að þeir hafi sjálfir gerst sekir um afbrot. Þetta sé skýrt í lögum. „Í okkar málum erum við oft með fjármálagerninga sem ganga gjarnan á milli mjög margra manna innan fjármálastofnunar áður en þeir eru á endanum afgreiddir, þannig að það eru mjög margir sem eiga aðild að verknaðinum með einhverjum hætti,“ segir hann. Alls ekki allir grunaðir eru á endanum ákærðir fyrir afbrot. Ólafur bendir á svokallað Exeter-mál, þar sem tólf höfðu réttarstöðu sakbornings við lok rannsóknar en einungis þrír voru ákærðir. Enn fremur segir Ólafur að réttarstaða sakbornings færi mönnum aukin réttindi við skýrslutökur. „Þeir þurfa þá ekki að fella sök á sjálfa sig með framburði, þeim er ekki gerð refsing þó að þeir beri rangt og eiga rétt á að hafa viðstadda verjendur,“ segir hann. stigur@frettabladid.is
Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira