Innlent

Um 80% horfðu á Skaupið

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gunnar B. Guðmundsson leikstýrði Áramótaskaupinu.
Gunnar B. Guðmundsson leikstýrði Áramótaskaupinu. mynd/ gva.
Rétt tæplega 80% landsmanna horfðu á Áramótaskaup Ríkissjónvarpsins, samkvæmt niðurstöðum fjölmiðlakönnunar Capacent Gallup. Skaupið var venju samkvæmt langvinsælasta sjónvarpsefnið síðustu viku ársins, hvort sem horft er til aldurshópsins 12-49 eða 12-80 ára.

Vinsælasta sjónvarpsefnið á Stöð 2 í síðustu viku ársins voru fréttir með 24,1% áhorf í aldurshópnum 12-80 ára og 18,6% áhorf í aldurshópnum 12-49 ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×