Innlent

Sættast ekki á skertan hlut af auðlindum

Veiðileyfagjald á að renna til ríkisisins, sjávarbyggða og markaðsmála í sjávarútvegi. Hvergerðingar telja sig hlunnfarna.
Fréttablaðið/Rósa
Veiðileyfagjald á að renna til ríkisisins, sjávarbyggða og markaðsmála í sjávarútvegi. Hvergerðingar telja sig hlunnfarna. Fréttablaðið/Rósa
Bæjarráð Hveragerðis segist harma hugmyndir starfshóps sjávarútvegsráðherra um ráðstöfun veiðileyfagjalds vegna fiskveiða við Ísland. Samkvæmt hugmynd starfshópsins, sem skipaður var af Jóni Bjarnasyni, þáverandi sjávarútvegsráðherra, á 50 prósent af veiðileyfagjaldinu að renna í ríkissjóð, 40 prósent til sjávarbyggða og 10 prósent til þróunar- og markaðssmála í sjávarútvegi.

„Það er álit bæjarráðs að allar auðlindir Íslands eigi að vera sameign landsmanna. Því er með öllu óskiljanlegt hvers vegna starfshópurinn gerir ráð fyrir skiptingu auðlindagjalds með það að markmiði að einungis hluti þjóðarinnar njóti. Slíkt munu íbúar þeirra sveitarfélaga sem skarðan hlut bera frá borði ekki sætta sig við,“ segja Hvergerðingar sem veittu málinu athygli í síðasta mánuði er þeim barst ályktun sveitarstjórnar Skagafjarðar.

Ólíkt Hvergerðingum fagna Skagfirðingar tillögum starfshópsins. Þær séu viðurkenning „á þeirri miklu tilfærslu fjármagns sem við lýði er frá landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins og styður þá viðleitni sem í tillögunum er að finna til að tekjurnar komi til baka, að minnsta kosti að hluta til.“

- garAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.