Fleiri fréttir

Yfir 2000 nauðungarsölur frá bankahruni

Rúmlega tvö þúsund og tvö hundruð fasteignir hafa verið seldar nauðungarsölu í Reykjavík, Hafnarfirði og Keflavík frá bankahruni. Fjöldinn hefur nærri fjórfaldast frá árunum fyrir hrun.

Fimm fluttir á spítala - miklar tafir

Fimm ökumenn og farþegar voru fluttir á spítala eftir fimm bíla árekstur sem varð á Vesturlandsveginum upp úr klukkan sex í kvöld. Slökkviliðið þurfti notast við tækjabíl til þess að losa fólk út úr bifreiðunum.

Umferðaslys á Vesturlandsvegi - þrír slasaðir

Umferðarslys varð á Vesturlandsvegi við Álfsnes fyrir stundu. Fjórir sjúkrabilar voru sendir á vettvang auk tækjabíls. Þrír eru slasaðir. Ekki er vitað hvort meiðsl þeirra séu alvarleg.

Fagna jarðminjagarði á Reykjanesi

Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands fagna nýlegri ákvörðun Grindavíkurbæjar um stofnun jarðminjagarðs (Geopark) á Reykjanesi. Sveitarfélögin á Suðurnesjum hafa nú ákveðið að ganga til samstarfs um stofnun slíks garðs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Náttúruverndarsamtökunum. Þar segir að slíkur garður sé vel til þess fallin að auka almenna vitund um mikilvægi náttúruverndar á svæðinu.

70 þúsund fyrir flutning með sjúkrabíl

Það mun kost ósjúkratryggða og erlenda ferðamenn um 70 þúsund krónur fyrir flutning með sjúkrabíl eftir áramót. Samkvæmt fréttavef RÚV munu gjöld fyrir læknisþjónustu og lyf hækka almennt um áramót.

Veiðiþjófar gómaðir

Í gær, á jóladag, gómuðu lögreglumenn á Fáskrúðsfirði tvo veiðiþjófa. Mennirnir skutu hreindýr í Hamarsfirði fyrr um daginn. Upp komst um verknaðinn við venjubundið umferðareftirlit lögreglunnar, en lögreglan hafði afskipti af mönnunum, en þeir voru klæddir í veiðigalla, og virtust mjög vel útbúnir til veiða.

Þjófurinn sem stelur frá fátækum ófundinn

Þjófurinn, sem braust inn í Fjölskylduhjálp Íslands í fyrrinótt, er ófundinn. Innbrotið uppgötvaðist í gærmorgun þegar Anna Jónsdóttir, verkefnastjóri Fjölskylduhjálpar Íslands á Suðurnesjum, kom til vinnu. Þá hafði þjófur farið upp á efri hæð hússins, unnið skemmdarverk auk þess sem hann stal tölvu og öðrum munum.

Nokkuð um að ökumenn festu sig

Nokkuð var um að bílar festust í ófærðinni í gærkvöldi og í nótt. Lögreglan á Suðurnesjum fékk tilkynningu um að tveir bílar hefðu fest sig og komu björgunarsveitir þeim til aðstoðar í nótt.

Völvan sannspá um árið 2011

Völva Vikunnar hitti naglann á höfuðið þegar hún spáði jarðhræringum og jökulhlaupi á Suðurlandi, en hljóp hins vegar á sig þegar hún spáði ríkisstjórninni falli í ár. Hafsteinn Hauksson fer yfir það sem rættist og rangt var í völvuspá ársins.

"Þetta er miklu meira en við bjuggumst við"

Örtröð myndaðist í Pétursbúð í Reykjavík í dag enda ein af fáum búðum sem var með opið. Biðtíminn var allt upp í hálftími en kaupmannshjónin ætla að standa vaktina eins lengi og þarf.

Mjög ölvaður ökumaður á Miklubraut

Færð er tekin að batna en lögreglan vill þó vara við hálku sem og krapa á akbrautum. Á göngustígum er enn talsverður snjór og mjög hált undir og biður lögreglan alla um að fara varlega.

Nesval einnig opið

Það er ekki bara Pétursbúð sem er opin í dag því verslunin Nesval að Melabraut á Seltjarnarnesi er opin til klukkan 21 í kvöld. Í tilkynningu segir að góð jólastemming sé í versluninni.

Festust á leið til Þingvalla í nótt

Hjálparsveit skáta í Kópavogi var kölluð til aðstoðar á Nesjavallaleið rétt fyrir klukkan tvö í nótt. Þar sat bíll fastur með erlendum ferðamönnum sem voru á leið til Þingvalla. Samkvæmt upplýsingum frá hjálparsveitinni var einn bíll sendur á staðinn sem aðstoðaði ferðamennina að halda för sinni áfram.

Pétursbúð opin í dag

Kaupmaðurinn á horninu er með búðina opna í dag, en Pétursbúð skýtur stóru verslunarkeðjunum þannig ref fyrir rass, sem flestar hafa lokað yfir jólin. Hægt verður að komast í apótek á tveimur stöðum á landinu, en ÁTVR verður lokuð fram á þriðjudag.

Föt af bæjarbúum úti í fjöru

Snögg viðbrögð björgunarsveitarmanna í Neskaupstað komu í veg fyrir stórtjón þegar tvö stór skip slitnuðu frá bryggju í veðurofsanum í gærkvöldi. Veður hefur nú lygnt um allt land en vegagerðin varar við að aðeins er mokstur á helstu umferðaræðum í kringum höfuðborgarsvæðið.

Frítt að hringja til útlanda í dag

Í dag, jóladag, ætlar Síminn að bjóða öllum viðskiptavinum sínum sem eru með heimasíma að hringja til útlanda án endurgjalds.

Hjálpuðu tveimur jólasveinum að dreifa pökkum

Hjálparsveit skáta í Hveragerði aðstoðaði nokkra bíla sem lentu þar í vandræðum upp úr klukkan fimm í nótt. Slæmt veður var á heiðinni, samkvæmt upplýsingum frá hjálparsveitinni. Í tilkynningu segir að þegar félagar sveitarinnar höfðu lokið við að aðstoða bíla á heiðinni hafi komi beiðni frá Jólasveinum um að aðstoða þá við að dreifa nokkrum jólapökkum í Hveragerði, þar sem mikill snjór var í bænum í morgun. Félagar í hjálparsveitinni fóru því á tveimur sérútbúnum björgunarsveitarbílum og sáu til þess að allar gjafirnar komust til skila.

Jólasnjórinn kemur manni í jólafíling

Jólalegt er um að litast höfuðborgarsvæðinu þessa stundina en um klukkan sex í morgun byrjaði að snjóa af krafti. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni hefur snjóað mikið frá klukkan sex til níu, en búist er við meiri snjókomu í dag.

Trúin tengir kynslóðir saman

Trúin tengir okkur saman, kynslóðirnar í þessu landi, sagði herra Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, í sjónvarpspredikun sinni sem var sýnd í gær. Mikilvægt væri að hafa það í huga.

Gleðileg jól

Jólin voru hringd inn í Grafarvogskirkju með aftansöng sem lauk nú rétt fyrir klukkan sjö. Séra Vigfús Árnason predikaði og Egill Ólafsson söng sálminn Ó helga nótt ásamt kór Grafarvogskirkju. Fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis óskar öllum lesendum Vísis gleðilegra jóla.

Veginum milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur lokað

Búið er að loka veginum milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur vegna ófærðar og snjóflóðahættu. Lögreglan segir ekkert ferðaveður vera á svæðinu og hafa þar til gerðar lokunargrindur verið settar upp beggja vegna. Ekki er búist við að vegurinn opnist í kvöld eða nótt.

Aftansöngur jóla frá Grafarvogskirkju

Eins og fram hefur komið verður aftansöngur frá Grafarvogskirkju í Reykjavík send út í beinni útsendingu á Stöð 2 og á Vísi. Athöfnin hefst klukkan sex.

Þakplötur fuku af Rauðagerði

Þakplötur voru byrjaðar að losna af Rauðagerði við Boðaslóð í Vestmannaeyjum eftir hádegið í dag. Björgunarfélaginu í Vestmannaeyjum barst tilkynning um málið klukkan átján mínútur í tvö og fóru umsvifalaust á staðinn.

Um 20 slökkviliðsmenn á vakt

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla. Varðstjóri hjá slökkviliðinu bað Vísi sérstaklega um að koma þessari jólakveðju til skila og blaðamanni er það bæði ljúft og skylt.

Akið hvorki Hellisheiði né Þrengslin

Af gefnu tilefni ræður lögregla og Vegagerðin ökumönnum frá því að vera á ferðinni á Suðurlandsvegi um Hellisheiði og eins um Þrengslaveg. Mjög hvasst er orðið og glórulítið að vera á ferð nema ökumenn séu á sérstaklega vel búnum bílum. Skyggni er nánast ekkert og mikil hálka, enn er lítil ofankoma en það breytist skjótt. Búast má við að þetta ástandi vari næstu klukkutíma. Björgunarsveitir eru EKKI á ferðinni til aðstoðar ökumönnum.

Björgunarsveitamenn losuðu fasta bíla og aðstoðuðu jólasveina

Hjálparsveit skáta Hveragerði aðstoðaði nokkra bíla á Hellisheiði sem lentu í vandræðum upp úr klukkan 5 í morgun. Slæmt veður var á Heiðinni. Þegar félagar sveitarinar höfðu lokið við að aðstoða bíla á Hellisheiði í morgun kom símtal frá jólasveinum um að aðstoða þá við að dreifa jólapökkum í Hveragerði þar sem þar var þungfært í morgun. Félagar í Hjálparsveita skáta fóru því á tveimur sérútbúnum björgunarsveitarbílum til að aðstoða þá og því komast allar gjafir til skila í tæka tíð.

Dásamlegt að fólk um allan heim geti fylgst með messunni

Tugþúsundir manna sækja helgihaald yfir jólahátíðina. Stöð 2 og Vísir sýna beint frá aftansöng í Grafarvogskirkju klukkan sex í dag. Vigfús Þór Árnason sóknarprestur segist fá gæsahúð þegar kórinn gengur inn kirkjugólfið.

Færeyskur borgarstjóri datt í lukkupottinn

Borgarstjórinn í Eiði í Færeyjum datt heldur betur í lukkupottinn þegar dregið var í Happadrætti DAS á fimmtudaginn. Borgarstjórinn fékk vinning á tvöfaldan miða sem þýðir Toyota Land Cruiser 150 eða 900 þúsund færeyskar krónur. Happdrætti DAS byrjaði árið 1996 að bjóða Færeyingum að spila með í Happadrátti DAS eins og Happdrætti DAS heitir á færeysku. Færeyingar urðu strax áhugasamir og keyptu miða sína með gíróseðlum sem þeir fá senda til sín mánaðarlega. Samkvæmt upplýsingum frá Happadrætti DAS hefur miðasalan í Færeyjum haldist stöðug í þessi sextán ár.

Rauði krossinn til taks um jólin

Einmana fólk sem sumt á engan að hringir mikið í Hjálparsíma Rauða krossins 1717 yfir hátíðarnar, að því er fram kemur á vef Rauða krossins. „Svarað er í símann allan sólarhringinn, allan ársins hring.“

Margt um manninn í Kringlunni

Það var töluverð örtröð karlmanna í Kringlunni fyrir hádegi í dag. Þarna var í mörgum tilfellum um að ræða karlmenn sem áttu eftir að kaupa gjafir handa eiginkonunum. Innpökkunarborðið var umkringt sem aldrei fyrr. Það var mál verslunarmanna í Kringlunni að þetta væri eini dagur ársins sem fleiri karlmenn sóttu þangað en konur.

Helgistund í Vestmannaeyjum fellur niður

Helgistund sem átti að vera í kirkjugarðinum í Vestmannaeyjum klukkan tvö fellur niður vegna veðurs. Þessar upplýsingar hefur Vísir frá Guðmundi Erni Jónssyni presti í Vestmannaeyjum.

Vonast til að ná takmarkinu strax í janúar

„Miðað við þann gang sem hefur verið í söfnuninni ætti þetta að klárast í janúar,“ segir Guðmundur Felix Grétarsson, sem vantar nú aðeins um fjórar milljónir af þeim fjörutíu sem hann hyggst nota til að verða sér úti um handaágræðslu í Lyon í Frakklandi.

Öllu flugi aflýst

Öllu flugi Flugfélags Íslands hefur verið aflýst í dag vegna vonskuveðurs. Tugir manna biðu á vellinum í morgun þegar fréttastofa leit þar við. Tilkynnt var í gær að ferðum Herjólfs í dag yrði aflýst, en búið var að gera ráðstafanir þannig að engin átti bókað far með ferjunni.

Kirkjugarðarnir opnir alla hátíðina

Starfsmenn kirkjugarða Reykjavíkur hafa verið að önnum kafnir við að ryðja snjó í morgun og sanda stíga en búist er við miklum fjölda fólks í garðana í dag sem vitjar leiða látinna vina og ættingja, venju samkvæmt.

Sjónvarpsfréttir klukkan tólf

Sjónvarpsfréttir Stöðvar 2 í dag, aðfangadag, verða klukkan tólf, eins og venja er á aðfangadag. Það verða svo aftur sjónvarpsfréttir annað kvöld klukkan hálfsjö. Fréttavakt verður á fréttavefnum Vísi alla jólahátíðina.

Björgunarsveitamenn standa vaktina

Björgunarsveitir á vegum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar munu standa vaktina yfir alla jólahátíðina, að sögn Gunnars Stefánssonar hjá Landsbjörg. Nokkuð var um að björgunarsveitamenn þyrftu að hjálpa fólki sem hafði fest bíla sína vegna ófærðar í nótt, meðal annars á Kirkjubæjarklaustri og á Snæfellsnesi en annars var nóttin róleg að sögn Gunnars.

Sjá næstu 50 fréttir