Innlent

70 þúsund fyrir flutning með sjúkrabíl

Það mun kost ósjúkratryggða og erlenda ferðamenn um 70 þúsund krónur fyrir flutning með sjúkrabíl eftir áramót. Samkvæmt fréttavef RÚV munu gjöld fyrir læknisþjónustu og lyf hækka almennt um áramót.

Sífellt fleiri leita sér læknisaðstoðar sem ekki eru sjúkratryggðir hér á landi. Í þann hóp falla þeir sem hafa búið eða dvalið á Íslandi skemur en í hálft ár. Núna greiða þeir 8800 krónur fyrir hverja byrjaða klukkustund fyrir flutning með sjúkrabíl en eftir áramót hækkar talan í 35 þúsund.

Núna eru að auki greiddar 660 krónur fyrir hvern ekinn kílómetra en eftir áramót hækkar sú tala í 2000 krónur og skal þá greitt að lágmarki fyrir 15 kílómetra. Samtals verður því fólki gert að greiða 65 þúsund krónur hið minnsta. Sjúkratryggðir þurfa að greiða 5500 krónur.

Frétt RÚV.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×