Innlent

Dásamlegt að fólk um allan heim geti fylgst með messunni

JMG skrifar
Vigfús Þór Árnason er prestur í Grafarvogskirkju.
Vigfús Þór Árnason er prestur í Grafarvogskirkju. mynd/ Sigurjón.
Tugþúsundir manna sækja helgihaald yfir jólahátíðina. Stöð 2 og Vísir sýna beint frá aftansöng í Grafarvogskirkju klukkan sex í dag. Vigfús Þór Árnason sóknarprestur segist fá gæsahúð þegar kórinn gengur inn kirkjugólfið.

Á milli sex og sjö hundruð helgistundir verða á vegum þjóðkirkjunnar um allt land um jól og áramót, auk þess sem messur verða á sjúkrahúsum, dvalarheimilum og víðar.

Í mörgum kirkjum er aftansöngur klukkan sex og messa á miðnætti. Stöð 2 og Vísir sýna beint frá aftansöng í Grafarvogskirkju klukkan sex og verður messunni einnig útvarpað á Bylgjunni. Við litum við í kirkjunni í morgun og ræddum við sóknarprestinn.

„Þetta verður yndislegt eins og ávallt, þegar að kórinn gengur inn og syngur sá himins opnast hlið og þúsund manns synur með og þá fær maður gæsahúð og þá er hátíðin komin og maður verður alltaf barn á nýjan leik á því augnabliki," segir Vigfús.. Hann segir dásamlegt að vita af því að fólk um allan heim getur fylgst með messunni á Vísi.

„Ég var einhverntímann að hugsa, ef að 330 þúsund búa hér, mesta lagi 30-40 þúsund geta farið í messu og það er stórkostlegt að vita hvað það er mikið hlustað og kveikt og fylgst með. Það er oft verið að þakka mér um mitt sumar fyrir jólamessuna," segir Vigfús.

Útsendingin á Stöð 2 og Vísi hefst um klukkan sex.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×