Innlent

Hjálpuðu tveimur jólasveinum að dreifa pökkum

Jólasveinarnir með björgunarsveitarmanni, en sá síðarnefndi aðstoðaði þá við að dreifa nokkrum pökkum í morgun. Þeir eru nú eflaust farnir til fjalla ásamt bræðrum sínum.
Jólasveinarnir með björgunarsveitarmanni, en sá síðarnefndi aðstoðaði þá við að dreifa nokkrum pökkum í morgun. Þeir eru nú eflaust farnir til fjalla ásamt bræðrum sínum. mynd/Hjálparsveit skáta í Hveragerði
Hjálparsveit skáta í Hveragerði aðstoðaði nokkra bíla sem lentu þar í vandræðum upp úr klukkan fimm í nótt. Slæmt veður var á heiðinni, samkvæmt upplýsingum frá hjálparsveitinni.

Í tilkynningu segir að þegar félagar sveitarinnar höfðu lokið við að aðstoða bíla á heiðinni hafi komi beiðni frá Jólasveinum um að aðstoða þá við að dreifa nokkrum jólapökkum í Hveragerði, þar sem mikill snjór var í bænum í morgun. Félagar í hjálparsveitinni fóru því á tveimur sérútbúnum björgunarsveitarbílum og sáu til þess að allar gjafirnar komust til skila.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×