Innlent

Þjófurinn sem stelur frá fátækum ófundinn

Hafnargata.
Hafnargata.
Þjófurinn, sem braust inn í Fjölskylduhjálp Íslands í fyrrinótt, er ófundinn. Innbrotið uppgötvaðist í gærmorgun þegar Anna Jónsdóttir, verkefnastjóri Fjölskylduhjálpar Íslands á Suðurnesjum, kom til vinnu. Þá hafði þjófur farið upp á efri hæð hússins, unnið skemmdarverk auk þess sem hann stal tölvu og öðrum munum.

Það er einmitt helst gögnin á tölvunni sem Anna vill endurheimta. Í henni voru gögn um skjólstæðinga fjölskylduhjálpar, „okkur var gefin þessi tölva og í henni eru öll í gögn í sambandi við allar úthlutanir og kennitölur allra," sagði Anna í viðtali við fréttastofu í gær og bætti við að gögnin væru mjög persónuleg.

Lögreglan rannsakaði vettvang í gærmorgun og er málið í rannsókn. Þeir sem hafa einhverja vitneskju um innbrotið geta haft samband við Önnu í síma 897-8012 eða við lögregluna á Suðurnesjum í síma 420-1800.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×