Innlent

Snælduvitlaust veður í Neskaupstað

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Björgunarbátur að störfum.
Björgunarbátur að störfum.
Gríðarlegt ofsaveður gengur nú yfir Austurland og hafa stór skip losnað frá bryggju á Neskaupsstað.

Upp úr klukkan sjö í kvöld var Geisli, björgunarsveitin á Fáskrúðsfirði, kölluð út til að aðstoða rútu sem sat föst. Gerpir á Neskaupsstað var siðan kölluð út rétt fyrir klukkan níu í kvöld þar sem frystitogari og flutningaskip voru að slitna frá bryggju. Björgunarsveitarmönnum tókst að koma böndum á skipin og náðu að bjarga þeim áður en þau losnuðu alveg frá bryggju. Veðrið á Neskaupstað er snælduvitlaust þessa stundina og eru klæðningar og fleira að losna af húsum. Auk þess hafa lausir hlutir fokið. Bílskúrshurð fauk upp í húsi björgunarsveitarinnar á Neskaupsstað og rúður brotnuðu en við það skemmdist björgunarbátur sveitarinnar.

Gert er ráð fyrir að björgunarsveitir verða að störfum næstu klukkutímana á Austurlandi meðan veðrið gengur yfir. Ekkert ferðaveður er núna á Austurlandi og hvetur Slysavarnafélagið Landsbjörg landsmenn til að leggja ekki í ferðalög meðan veðrið gengur yfir og fylgjast vel með veðurspám.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×