Völvan sannspá um árið 2011 Hafsteinn Hauksson skrifar 25. desember 2011 21:00 Völva Vikunnar hitti naglann á höfuðið þegar hún spáði jarðhræringum og jökulhlaupi á Suðurlandi, en hljóp hins vegar á sig þegar hún spáði ríkisstjórninni falli í ár. Hafsteinn Hauksson fer yfir það sem rættist og rangt var í völvuspá ársins. Völva Vikunnar var sannspá um ýmislegt sem gerðist á árinu. Um þetta leyti 2010 sagði völvan að hún sæi ekki fyrir endann á Icesave málinu þótt endalokin ættu að verða á því fljótlega. Það reyndist svo rétt því á fyrstu dögum ársins vísaði forsetinn samningunum til þjóðarinnar sem síðan hafnaði þeim, og enn sér ekki fyrir endann á málinu. Völvan sagðist ekki viss um að hún sæi eldtungur á árinu, en útilokaði ekki að spryngi upp úr við Vatnajökul. Þar tók völvan grunnt í árinni, enda gaus svo um munaði í Grímsvötnum. Hún spáði hins vegar rétt fyrir um jökulhlaup á Suðurlandi, en eitt slíkt hrifsaði brúnna yfir Múlakvísl með sér. Alþjóðlegir fjárfestar hefðu svo betur hlustað á íslensku völvuna, því hún sagði orðrétt að evran yrði í tómu tjóni og ástandið í Evrópusambandinu myndi ekkert lagast. Beint í mark. Þá sagði hún Amy Winehouse munu lenda í vandræðum sem tengjast neyslu hennar, en Amy Winehouse lést á árinu vegna ofneyslu vímuefna. Það var helst í pólitíkinni sem völvan hljóp á sig, en hún spáði bæði dauða sitjandi ríkisstjórnar, og ríkisstjórnarinnar sem tæki við. Árinu ætlar þó að ljúka með sömu ríkisstjórn og það hófst. Þá spáði Völvan því að fólk risi upp og gerði byltingu, en það hefur þvert á móti verið færra í mótmælendahópum í ár en verið hefur. Guðmundi Steingrímssyni var svo spáð formannsstólnum í Framsóknarflokknum, en það var heldur betur ekki, því Guðmundur sagði sig úr Framsókn og ætlar að stofna nýjan flokk. Völvan spáði raunar fyrir um hið nýja framboð, en taldi líklegra að Lilja Mósesdóttir myndi leiða það. Það er þó ekki loku fyrir það skotið að hún og Guðmundur sameini hreinlega krafta sína á síðustu dögum ársins og uppfylli Völvuspánna - þótt það verði að teljast ólíklegt. Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira
Völva Vikunnar hitti naglann á höfuðið þegar hún spáði jarðhræringum og jökulhlaupi á Suðurlandi, en hljóp hins vegar á sig þegar hún spáði ríkisstjórninni falli í ár. Hafsteinn Hauksson fer yfir það sem rættist og rangt var í völvuspá ársins. Völva Vikunnar var sannspá um ýmislegt sem gerðist á árinu. Um þetta leyti 2010 sagði völvan að hún sæi ekki fyrir endann á Icesave málinu þótt endalokin ættu að verða á því fljótlega. Það reyndist svo rétt því á fyrstu dögum ársins vísaði forsetinn samningunum til þjóðarinnar sem síðan hafnaði þeim, og enn sér ekki fyrir endann á málinu. Völvan sagðist ekki viss um að hún sæi eldtungur á árinu, en útilokaði ekki að spryngi upp úr við Vatnajökul. Þar tók völvan grunnt í árinni, enda gaus svo um munaði í Grímsvötnum. Hún spáði hins vegar rétt fyrir um jökulhlaup á Suðurlandi, en eitt slíkt hrifsaði brúnna yfir Múlakvísl með sér. Alþjóðlegir fjárfestar hefðu svo betur hlustað á íslensku völvuna, því hún sagði orðrétt að evran yrði í tómu tjóni og ástandið í Evrópusambandinu myndi ekkert lagast. Beint í mark. Þá sagði hún Amy Winehouse munu lenda í vandræðum sem tengjast neyslu hennar, en Amy Winehouse lést á árinu vegna ofneyslu vímuefna. Það var helst í pólitíkinni sem völvan hljóp á sig, en hún spáði bæði dauða sitjandi ríkisstjórnar, og ríkisstjórnarinnar sem tæki við. Árinu ætlar þó að ljúka með sömu ríkisstjórn og það hófst. Þá spáði Völvan því að fólk risi upp og gerði byltingu, en það hefur þvert á móti verið færra í mótmælendahópum í ár en verið hefur. Guðmundi Steingrímssyni var svo spáð formannsstólnum í Framsóknarflokknum, en það var heldur betur ekki, því Guðmundur sagði sig úr Framsókn og ætlar að stofna nýjan flokk. Völvan spáði raunar fyrir um hið nýja framboð, en taldi líklegra að Lilja Mósesdóttir myndi leiða það. Það er þó ekki loku fyrir það skotið að hún og Guðmundur sameini hreinlega krafta sína á síðustu dögum ársins og uppfylli Völvuspánna - þótt það verði að teljast ólíklegt.
Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira