Föt af bæjarbúum úti í fjöru 25. desember 2011 12:08 Mynd tengist frétt ekki beint. mynd úr safni Snögg viðbrögð björgunarsveitarmanna í Neskaupstað komu í veg fyrir stórtjón þegar tvö stór skip slitnuðu frá bryggju í veðurofsanum í gærkvöldi. Veður hefur nú lygnt um allt land en vegagerðin varar við að aðeins er mokstur á helstu umferðaræðum í kringum höfuðborgarsvæðið. Vonskuveður gekk yfir landið í gærdag og kvöld og setti samgöngur úr skorðum víða um land. Um kvöldmatarleytið í gærkvöldi var veðrið verst á austurlandi og þurftu björgunarsveitarmenn í Neskaupstað að fresta jólahaldi á meðan þeir sinntu fjölda útkalla. „Það má kannski segja að flest sem að gat fokið, það fauk í gærkvöldi. Það voru þakrennur, vörubretti, grill, ruslatunnur og fatagámur rauðakrossins fauk hérna út í sjó og þá má finna föt af bæjarbúum hérna um fjöurnar. Svo fauk einn bíll sem hafði verið illa lagt, hann fauk út í götu og hann var dreginn í burtu," segir Pálmi Benediktsson, formaður Björgunarsveitarinnar Gerpir í Neskaupstað. Um klukkan níu slitnuðu síðan frystitogari og flutningaskip frá bryggju. „Það voru einhverjir með augun á vefmyndavélunum sem eru staðsettar inni í höfn og fylgdust beinlínis með því þegar barðinn slitnaði frá og við vorum komnir a staðinn örfáum mínútum eftir að þetta gerist," Pálmi. Hann segir mikla mildi í því að ekki fór verr en það tók hátt í þrjár klukkustundir að koma skipunum aftur að landi og festa þau. Vindhviður fóru yfir fimmtíu metra á sekúndu í bænum og segist Pálmi sjaldan hafa kynnst öðrum eins veðurofsa. Samkvæmt upplýsingum frá veðurstofunni hefur veður nú lygnt um mest allt land og vöknuðu til dæmis höfuðborgarbúar við ekta jólasnjó í morgun. Vegagerðin varar við því að vegir sem eru að jafnaði mokaðir daglega eru opnaðir í dag en engin þjónusta verður á þeim frameftir nema í kringum höfuðborgarsvæðið þar sem mesta umferðin er, þar er sólarhringsþjónusta á vegum. Vegir eru víða ófærir á vestfjörðum og austanlands en að öðru leyti nokkuð góð færð og yfirleitt ekki flughálka. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill þó beina því til fólks að fara varðlega þar sem færð á götum og gangstígum borgarinnar er ekki góð, snjóþekja er á öllum leiðum og mjög hált undir snjónum. Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fleiri fréttir Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Sjá meira
Snögg viðbrögð björgunarsveitarmanna í Neskaupstað komu í veg fyrir stórtjón þegar tvö stór skip slitnuðu frá bryggju í veðurofsanum í gærkvöldi. Veður hefur nú lygnt um allt land en vegagerðin varar við að aðeins er mokstur á helstu umferðaræðum í kringum höfuðborgarsvæðið. Vonskuveður gekk yfir landið í gærdag og kvöld og setti samgöngur úr skorðum víða um land. Um kvöldmatarleytið í gærkvöldi var veðrið verst á austurlandi og þurftu björgunarsveitarmenn í Neskaupstað að fresta jólahaldi á meðan þeir sinntu fjölda útkalla. „Það má kannski segja að flest sem að gat fokið, það fauk í gærkvöldi. Það voru þakrennur, vörubretti, grill, ruslatunnur og fatagámur rauðakrossins fauk hérna út í sjó og þá má finna föt af bæjarbúum hérna um fjöurnar. Svo fauk einn bíll sem hafði verið illa lagt, hann fauk út í götu og hann var dreginn í burtu," segir Pálmi Benediktsson, formaður Björgunarsveitarinnar Gerpir í Neskaupstað. Um klukkan níu slitnuðu síðan frystitogari og flutningaskip frá bryggju. „Það voru einhverjir með augun á vefmyndavélunum sem eru staðsettar inni í höfn og fylgdust beinlínis með því þegar barðinn slitnaði frá og við vorum komnir a staðinn örfáum mínútum eftir að þetta gerist," Pálmi. Hann segir mikla mildi í því að ekki fór verr en það tók hátt í þrjár klukkustundir að koma skipunum aftur að landi og festa þau. Vindhviður fóru yfir fimmtíu metra á sekúndu í bænum og segist Pálmi sjaldan hafa kynnst öðrum eins veðurofsa. Samkvæmt upplýsingum frá veðurstofunni hefur veður nú lygnt um mest allt land og vöknuðu til dæmis höfuðborgarbúar við ekta jólasnjó í morgun. Vegagerðin varar við því að vegir sem eru að jafnaði mokaðir daglega eru opnaðir í dag en engin þjónusta verður á þeim frameftir nema í kringum höfuðborgarsvæðið þar sem mesta umferðin er, þar er sólarhringsþjónusta á vegum. Vegir eru víða ófærir á vestfjörðum og austanlands en að öðru leyti nokkuð góð færð og yfirleitt ekki flughálka. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill þó beina því til fólks að fara varðlega þar sem færð á götum og gangstígum borgarinnar er ekki góð, snjóþekja er á öllum leiðum og mjög hált undir snjónum.
Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fleiri fréttir Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Sjá meira