Innlent

Færeyskur borgarstjóri datt í lukkupottinn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Borgarstjórinn í Eiði í Færeyjum datt heldur betur í lukkupottinn þegar dregið var í Happadrætti DAS á fimmtudaginn. Borgarstjórinn fékk vinning á tvöfaldan miða sem þýðir Toyota Land Cruiser 150 eða 900 þúsund færeyskar krónur. Happdrætti DAS byrjaði árið 1996 að bjóða Færeyingum að spila með í Happadrátti DAS eins og Happdrætti DAS heitir á færeysku. Færeyingar urðu strax áhugasamir og keyptu miða sína með gíróseðlum sem þeir fá senda til sín mánaðarlega. Samkvæmt upplýsingum frá Happadrætti DAS hefur miðasalan í Færeyjum haldist stöðug í þessi sextán ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×