Innlent

Ábendingar frá veðurfræðingi: Éljagangur og skafrenningur víða

Það verður skafrenningur og éljagangur víða.
Það verður skafrenningur og éljagangur víða.
Éljagangur verður í dag suðvestan- og vestanlands meira og minna í dag. Allhvass vindur og skafrenningur með þessu og nokkuð blint, s.s. á Suðurnesjum, Hellisheiði, Snæfellsnesi, Holtavörðuheiði í Dölum og á sunnanverðum Vestfjörðum.

Hvessir á Norðurlandi upp úr miðjum degi, skafrenningur og blint á Öxnadalsheiði fljótlega upp úr hádegi.

Færð og aðstæður:

Það er hálka á Hellisheiði og snjóþekja í Þrengslum. Á Suðurlandi er annars hálka eða þæfingur í uppsveitum en unnið er að hreinsun á aðalleiðum.

Á Reykjanesi eru víðast hálkublettir en þungfært á Suðurstrandavegi. Á Vesturlandi er víðast hvar hálka en snjóþekja á Bröttubrekku, á vestanverðu Snæfellsnesi og á Mýrunum. Á Vestfjörðum þungfært og þæfingsfærð en unnið að snjómokstri.

Á Norður- og Norðausturlandi er hálka eða snjóþekja á flestum leiðum. Snjóþekja og skafrenningur er á Öxnadalsheiði og á Þverfjalli. Á Austurlandi er hálka.

Á Suðausturlandi er snjóþekja en flughált á Skeiðarársandi.

Athugið: Vegfarendur eru beðnir að hafa í huga að víða er ekki mokstur, eða önnur þjónusta á vegum, á kvöldin og nóttunni. Raunar eru sumir vegir ekki í þjónustu nema fáa daga í viku. Upplýsingar um þjónustutíma eru á vef Vegagerðarinnar og í síma 1777.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×