Fleiri fréttir Oft foreldravandamál frekar en unglingavandamál „Þetta eru börn sem lent hafa í aðstæðum sem enginn á að þurfa að lenda í. Í mörgum tilfellum er um foreldravandamál að ræða, ekki unglingavandamál“. Þetta segir forstöðumaður Meðferðarheimilis að Laugalandi þangað sem stúlkur á aldrinum 13 til 17 ára eru sendar. Málið í Íslandi í dag klukkan 18:55 í kvöld. 28.9.2011 16:06 70 milljóna króna hagræðingarkrafa á Heilbrigðisstofnun Suðurlands Heilbrigðisstofnun Suðurlands er ætlað að skera niður um 70 milljónir króna á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2012. Stjórn Læknaráðs stofnunarinnar mótmælir þessum fyrirhugaða niðurskurði og varar við hugsanlegum afleiðingum hans á starfsemi og mönnum heilbrigðisþjónustu á Suðurlandi. 28.9.2011 14:48 Ekki hlutverk björgunarsveitamanna að standa heiðursvörð "Þetta er eitthvað sem björgunarsveitamenn taka ekki að sér. Ég held að allur almenningur geri sér grein fyrir því“ segir Kristinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, um þá tillögu Ólínu Þorvarðardóttur að björgunarsveitamenn standi heiðursvörð við setningu Alþingis. 28.9.2011 14:31 Elfa Ýr yfir fjölmiðlanefnd Elfa Ýr Gylfadóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar. Elfa Ýr lauk B.A.-námi í bókmenntum frá Háskóla Íslands árið 1994, prófi í hagnýtri fjölmiðlun við sama skóla árið 1996 og hefur lokið tveimur meistaragráðum í fjölmiðlun og boðskiptum, þ.e. í fjölmiðlunar-, margmiðlunar- og fjarskiptafræðum frá Georgetown University í Bandaríkjunum árið 2000 og í fjölmiðla- og ímyndarfræðum frá University of Kent í Bretlandi árið 1995. 28.9.2011 13:59 Alvarlega vegið að öryggi fólks Alvarlega er vegið að öryggi lögreglumanna sem og landsmanna allra vegna niðurskurðar á fjármagni til löggæslumála, segja yfirlögregluþjónar á Íslandi. Í ályktun frá stjórn Félags yfirlögregluþjóna lýsa þeir yfir þungum áhyggjum af stöðu löggæslunnar á Íslandi í heild sem og kjaramálum lögreglumanna. 28.9.2011 13:51 Tuttugu og tveir vilja starf borgarritara Tuttugu og tveir sækjast eftir stöðu borgarrita hjá Reykjavíkurborg en starfið var auglýst laust til umsóknar í byrjun mánaðarins. Frestur til að sækja um rann út í fyrradag og ráðgjafafyrirtækið Capacent mun í framhaldinu vinna úr umsóknunum. Tveir sviðstjórar hjá borginni eru á meðal umsækjenda, þau Ellý Katrín Guðmundsdóttir, sviðsstýra umhverfis- og samgöngusviðs og Hrólfur Jónsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs. 28.9.2011 13:20 Játaði ofbeldisfullt rán í Seljahverfi Tuttugu og sex ára gamall karlmaður játaði fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að hafa í október 2009 slegið mann í andlit með þeim afleiðingum að hann hlaut blóðnasir og leitt hann nauðugan frá Fífuseli að heimili hans að Seljabraut. 28.9.2011 12:54 Ástandið í þjóðfélaginu ekki næg ástæða til að fara á svig við lög Ríkisendurskoðun hafnar því að slíkt neyðarástandi hafi ríkt í samfélaginu fram í mars á þessu ári, að réttlætanlegt hafi verið að víkja frá ákvæðum laga um opinber innkaup. Ríkislögreglustjóri segir að ógerlegt hafi verið að leita annað og hafnar því að hafa brotið lög. 28.9.2011 12:23 Mál þriggja Kaupþingstoppa fyrir héraðsdómi Mál þriggja fyrrverandi yfirmanna hjá Kaupþingi voru tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Um er að ræða þá Sigurð Einarsson, fyrrverandi stjórnarformann Kaupþings, Magnús Guðmundsson, sem stýrði Kaupþingi í Lúxemborg, og Steingrím P. Kárason, sem var meðal annars framkvæmdastjóri áhættustýringar. 28.9.2011 11:04 Kviknaði í út frá rafmagnsdós á Högunum Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað að sambýlishúsi við Tómasarhaga í Reykjavík um klukkan hálf fjögur í nótt eftir að íbúi þar tilkynnti um reyk á hæðinni. 28.9.2011 10:27 Enn skelfur jörð á Hellisheiði Fjórir snarpir jarðskjálftar, allir yfir tvo á Richter, urðu norðaustur af Hellisheiðarvirkjun í gærkvöldi og urðu margir smærri í kjölfarið. Sá sterkasti mældist 2,5 á Richter. Líklega má rekja skjálftana til dælingar Orkuveitu Reykjavíkur á vatni, niður í iður jarðar, eftir að búið er að virkja hitaorkuna úr því, en engin tilkynning hefur borist þaðan um dælingu. 28.9.2011 10:20 Neyðarkall ömmu vekur gríðarlega athygli á Facebook Vigdís Óskarsdóttir, amma sextán ára gamals drengs sem þjáist af bandvefssjúkdómnum Alportsyndrome, sendi í gær út neyðarkall á Facebook þar sem óskað er eftir nýrnagjafa. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa og tugir manna hafa tjáð sig á síðunni og boðið fram aðstoð sína. 28.9.2011 10:07 Réttað yfir Gunnari í Hæstarétti Málflutningur í máli ákæruvaldsins gegn Gunnari Rúnari Sigurþórssyni fór fram í Hæstarétti Íslands í morgun. Gunnar Rúnar var fundinn sekur í Héraðsdómi Reykjaness í mars síðastliðnum um að hafa banað Hannesi Þór Helgasyni. Hann var hins vegar sýknaður af kröfu um refsingu vegna svæsins geðrofs og gert að sæta vistun á viðeigandi stofnun. Hvorki aðstandendur Hannesar Þórs né ákæruvaldið sættu sig við þessa niðurstöðu héraðsdóms og saksóknari tók þá ákvörðun að málinu yrði áfrýjað til Hæstaréttar. 28.9.2011 09:54 Flugfreyjur felldu kjarasamninginn Flugfreyjur hafa fellt kjarasamning sem gerður var við Icelandair í síðustu viku. Samkvæmt upplýsingum sem fengust á skrifstofu félagsins greiddu 68 prósent félagsmanna atkvæði um samninginn. 85 prósent þeirra sem þátt tóku felldu hann. Kjörfundur stóð yfir í þrjá daga um síðustu helgi. 28.9.2011 09:00 Þór leggur úr höfn í dag Nýja varðskipið Þór, leggur að öllu óbreyttu af stað heim frá skipasmíðastöð í Chile í dag, og er þá væntanlegt til landsins eftir mánuð. Ekkert varðskip hefur verið á Íslandsmiðum í sumar. Týr hefur nú stutta viðkomu í Reykjavíkurhöfn en heldur brátt áfram í leiguverkefni við fiskveiðieftirlit fyrir Evrópusambandið. Ægir er í verkefni í Miðjarðarhafinu fyrir Evrópsku landamærastofnunina og Dash, eftirlitsflugvél Gæslunnar er líka í leiguverkefni ytra. 28.9.2011 08:29 Stálu þvottavélum og þurrkurum í Hlíðunum Bíræfnir þjófar stálu tveimur þvottavélum og tveimur þurrkurum úr sameiginlegu þvottahúsi í fjölbýlishúsi í Hlíðunum í Reykjavík í gærkvöldi. Þjófnaðurinn uppgötvaðist laust fyrir miðnætti og voru þjófarnir þá á bak og burt og eru þeir ófundnir. Að sögn lögreglu er ljóst að fleiri en einn maður hefur verið þarna á ferð og það á stórum bíl, til að rýma öll tækin. Málið er í rannsókn. 28.9.2011 07:18 Tveir stórir borgarísjakar út af Vestfjörðum Tveir stórir borgarísjakar eru á siglingaleiðum út af Vestfjörðum og getur skipum og bátum stafað hætta af þeim. Annar er út af Ísafjarðardjúpi, um það bil níu sjómílur frá landi, og hinn út af Dýrafirði aðeins sex og hálfa sjómílu frá landi. 28.9.2011 07:02 Löggur vilja afsökunarbeiðni frá Ólínu Landssamband lögreglumanna hvetur Ólínu Þorvarðardóttur alþingismann til að biðja lögreglumenn afsökunar á ummælum hennar í síðdegisútvarpi Rásar tvö í gær. þar sagðist Ólína ósátt við að lögreglumenn ætluðu ekki að sanda heiðursvörð við þingsetningu á laugardaginn og velti því upp að Landsbjörg eða önnur hjálparsamatök tækju verkið að sér. Lögreglumenn benda á að að lögreglustjórinn hafi tekið þessa ákvörðun og að hún sé með öllu ótengd kjarabaráttu lögreglumanna. 28.9.2011 06:51 Ávinningur af útboði ólíklegur „Fyrirtæki sem eru umboðsaðilar á Íslandi fyrir búnað til lögreglustarfa eiga það flest sameiginlegt að tengjast starfandi eða fyrrverandi lögreglumönnum með beinum eða óbeinum hætti,“ segir í yfirlýsingu frá Ríkislögreglustjóra. Lög banni ekki stofnunum ríkisins að eiga viðskipti við fyrirtæki í eigu lögreglumanna eða tengdra aðila. 28.9.2011 06:00 Gat kannað verðið og keypt minna stjórnsýsla „Ég er ekki að kaupa þessar skýringar Ríkislögreglustjóra,“ segir Björgvin Tómasson, framkvæmdastjóri öryggisvörufyrirtækisins Nortek. 28.9.2011 06:00 Davíð Smári talaði af sér í hleruðu símtali Davíð Smári Helenarson var í gær dæmdur í hálfs árs fangelsi fyrir líkamsárás á skemmtistaðnum Nasa við Austurvöll í apríl í fyrra. 28.9.2011 06:00 Íbúarnir orðnir afar skelkaðir Kveikt var í nýbyggingu við Bergstaðastræti 13 í sjötta sinn á stuttum tíma aðfaranótt þriðjudagsins. Ítrekað hafa óprúttnir aðilar komið að byggingunni í skjóli nætur eða snemma að morgni og borið eld að einangrunarplasti í byggingunni, sem hefur staðið ókláruð í rúmt ár. 28.9.2011 05:45 Máttu ekki neita að selja Heilagan papa Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) var óheimilt að neita að taka bjórtegund í sölu vegna trúarlegra skírskotana á umbúðum, samkvæmt áliti umboðsmanns Alþingis. 28.9.2011 05:30 Iðnaðarráðherra sakar SA um lygar og flokkapólitík „Það er ekki hægt að sitja undir þessu lengur, þegar maður er í góðri trú og góðri samvinnu við aðila á vinnumarkaði um góð mál til uppbyggingar í samfélaginu, að sitja linnulaust undir svona árásum frá þeim,“ segir Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra um ásakanir forsvarsmanna Samtaka atvinnulífsins (SA) um aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar. 28.9.2011 05:30 Átján mánuðir fyrir nauðgun Karlmaður um þrítugt hefur verið dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir nauðgun og til að greiða stúlku 700 þúsund í skaðabætur. 28.9.2011 05:00 Augljóst að bjóða bar út kaup lögreglunnar Viðskipti löggæslustofnana upp á 91,3 milljónir króna við fjögur félög í eigu lögreglumanna eða venslamanna þeirra eru gagnrýnd í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar sem vill að innanríkisráðuneytið segi til um hvort það samrýmist störfum lögreglumanna að eiga eða starfa hjá fyrirtækjum í viðskiptum við löggæslustofnanir. 28.9.2011 04:00 Íbúasamtök ósátt við frestun framkvæmda Formenn íbúasamtaka Kjalarness og Grafarvogs eru afar óánægðir með þá ákvörðun stjórnvalda að fresta framkvæmdum við Sundabraut. 28.9.2011 04:00 Fleiri um göngin en Óshlíðina 828 bílar hafa farið um Bolungarvíkurgöngin hvern dag á þessu ári að meðaltali. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. 28.9.2011 03:15 Réðst á sambýliskonu sína Rúmlega fertugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir líkamsárás. 28.9.2011 03:00 Skoða greiðslur til að jafna launamun Sérstakur starfshópur, sem ríkisstjórnin skipar í samráði við heildarsamtök ríkisstarfsmanna í kjölfar setningar jafnlaunastaðals, á að fylgja eftir áherslum um að uppræta kynbundinn launamun meðal ríkisstarfsmanna. Starfshópurinn, sem á að skila áfangaskýrslu í upphafi árs 2012 og 2013, á jafnframt að horfa til þeirra aðferða sem stjórnvöld í Noregi og Svíþjóð hafa gripið til í baráttunni gegn launamun kynjanna. Þetta kemur fram í bréfi sem Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra rituðu Elínu Björgu Jónsdóttur, formanni BSRB, í lok maí síðastliðins. 28.9.2011 03:00 Ákærðir vegna 1,5 þorsktonna Tveir menn hafa verið ákærðir fyrir Héraðsdómi Reykjaness fyrir að landa fram hjá vigt nær 1,5 tonnum af þorski. 28.9.2011 03:00 Mun tengja öll apótek fyrir árslok Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) hafa hafið rafræna miðlun upplýsinga um réttindastöðu sjúklinga til almennings og veitenda heilbrigðisþjónustu. Er þar meðal annars átt við lækna og apóteka, bæði í gegnum þjónustugáttir stofnunarinnar og með rafrænni tengingu. 28.9.2011 02:00 Óku burt á milljóna króna rafmagnslest Rafmagnsknúinni smálest var stolið úr geymslu í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í fyrrinótt og henni ekið út um sundurklippta girðingu. Lögregla fann lestina við leikskóla í grenndinni eftir skamma leit. Hún varð ekki fyrir teljandi skemmdum. 28.9.2011 02:00 Lögreglumenn telja að enn megi leysa launadeilu Landssamband lögreglumanna (LL) lýsir sig reiðubúna til þess að finna lausnir á þeim vanda sem upp er kominn vegna úrskurðar gerðadóms, og lýsir sambandið sig tilbúið til þess að koma að úrlausn mála jafn að nóttu sem og degi. Þetta er meðal niðurstaðna af fundi stjórnar og formanna svæðisdeilda Landssambands lögreglumanna sem haldinn var í dag í húsnæði BSRB á Grettisgötunni. 27.9.2011 21:10 Lestarrán í Húsdýragarðinum Brotist var inn í geymslu Húsdýragarðsins í nótt og lest, sem ferjar að öllu jöfnu yngstu gesti garðsins, var stolið. 27.9.2011 19:26 Alþingi síðast sett klukkan hálf tvö á laugardegi Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, segir að þingsetningu á laugardag hafi ekki verið flýtt útaf boðuðum mótmælum. Lögreglan verður ekki með heiðursvörð vegna sparnaðar. 27.9.2011 19:00 Flugan sem stöðvaði stríðið fékk barnabókaverðlaunin Bryndísi Björgvinsdóttur voru í dag veitt íslensku barnabókaverðlaunin fyrir bókina ,,Flugan sem stöðvaði stríðið". 27.9.2011 18:53 Tvær rannsóknarnefndir tóku til starfa í dag Tvær rannsóknarnefndir Alþingis tóku formlega til starfa í dag en nefndunum er ætlað að rannsaka annars vegar fall sparisjóðanna og hins vegar starfsemi Íbúðalaánasjóðs. Nefndirnar hafa víðtækar heimildir til gagnasöfnunar. 27.9.2011 18:29 Safnað fyrir fjölskyldu Dagbjarts Sett hefur verið af stað söfnun til styrktar fjölskyldu Dagbjarts Heiðars 11 ára drengs í Sandgerði, sem lést á föstudaginn. Þetta kemur fram á heimasíðunni 245.is og er fréttasíða Sandgerðis. 27.9.2011 18:09 Samtök lánþega ætla að kæra vörslusviptingar í skjóli nætur Samtök lánþega lýsa yfir fullkomnu skilningsleysi á tilburðum Lýsingar hf. og Vörslusviptinga vegna brottnáms bifreiða í skjóli nætur samkvæmt tilkynningu sem samtökin sendu frá sér. 27.9.2011 17:24 Nafn drengsins sem lést í Sandgerði Drengurinn sem lést í Sandgerði á föstudaginn hét Dagbjartur Heiðar Arnarson. 27.9.2011 17:07 Støre er væntanlegur til Íslands Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, er væntanlegur til Íslands á fimmtudaginn. Hann mun funda með Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra á Akureyri, þar sem þeir munu meðal annars ræða norðurslóðamál og Evrópumál og taka þátt í ráðstefnu Háskólans á Akureyri. Þá munu ráðherrarnir opna sýningu um heimskautafarann Fridtjof Nansen og heimsækja Siglufjörð. Á föstudag fundar Støre með Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og hittir utanríkismálanefnd Alþingis. 27.9.2011 16:36 Hrafnistumenn með töluverða yfirburði Það gerðist nú ekkert óvænt. Hrafnistumenn fóru með mikinn sigur af hólmi,“ sagði Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu, eftir að niðurstöður í púttkeppni á milli vistmanna á Hrafnistu í Hafnarfirði og bæjarfulltrúa lágu fyrir á þriðja tímanum í dag. Pétur segir að meðaltal efstu manna hjá Hrafnistu hafi verið um 65 stig en í bæjarstjórninni hafi það verið um 77. Því er ljóst að yfirburðir Hrafnistumanna voru nokkrir. 27.9.2011 15:33 Góður starfsandi í iðnaðarráðuneytinu Iðnaðarráðuneytið er á meðal efstu 25% stofnana í þremur flokkum í könnun SFR á Stofnun ársins, sem Capacent Gallup gerði. Flokkarnir sem um ræðir eru „Trúverðugleiki stjórnenda", „Starfsandi" og „Ánægja og stolt". 27.9.2011 15:24 Gamla fólkið berst við bæjarfulltrúana Fulltúar úr bæjarstjórn Hafnarfjarðar mættu, með Guðmund Rúnar Árnason bæjarstjóra í broddi fylkingar, á árlegt púttmót Hrafnistu í Hafnarfirði eftir hádegi og atti kappi við heimilisfólkið þar. „Keppnin er að klárast og svo á eftir að reikna út stigin,“ sagði Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu, þegar Vísir náði tali af honum laust eftir klukkan tvö í dag, 27.9.2011 14:20 Sjá næstu 50 fréttir
Oft foreldravandamál frekar en unglingavandamál „Þetta eru börn sem lent hafa í aðstæðum sem enginn á að þurfa að lenda í. Í mörgum tilfellum er um foreldravandamál að ræða, ekki unglingavandamál“. Þetta segir forstöðumaður Meðferðarheimilis að Laugalandi þangað sem stúlkur á aldrinum 13 til 17 ára eru sendar. Málið í Íslandi í dag klukkan 18:55 í kvöld. 28.9.2011 16:06
70 milljóna króna hagræðingarkrafa á Heilbrigðisstofnun Suðurlands Heilbrigðisstofnun Suðurlands er ætlað að skera niður um 70 milljónir króna á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2012. Stjórn Læknaráðs stofnunarinnar mótmælir þessum fyrirhugaða niðurskurði og varar við hugsanlegum afleiðingum hans á starfsemi og mönnum heilbrigðisþjónustu á Suðurlandi. 28.9.2011 14:48
Ekki hlutverk björgunarsveitamanna að standa heiðursvörð "Þetta er eitthvað sem björgunarsveitamenn taka ekki að sér. Ég held að allur almenningur geri sér grein fyrir því“ segir Kristinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, um þá tillögu Ólínu Þorvarðardóttur að björgunarsveitamenn standi heiðursvörð við setningu Alþingis. 28.9.2011 14:31
Elfa Ýr yfir fjölmiðlanefnd Elfa Ýr Gylfadóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar. Elfa Ýr lauk B.A.-námi í bókmenntum frá Háskóla Íslands árið 1994, prófi í hagnýtri fjölmiðlun við sama skóla árið 1996 og hefur lokið tveimur meistaragráðum í fjölmiðlun og boðskiptum, þ.e. í fjölmiðlunar-, margmiðlunar- og fjarskiptafræðum frá Georgetown University í Bandaríkjunum árið 2000 og í fjölmiðla- og ímyndarfræðum frá University of Kent í Bretlandi árið 1995. 28.9.2011 13:59
Alvarlega vegið að öryggi fólks Alvarlega er vegið að öryggi lögreglumanna sem og landsmanna allra vegna niðurskurðar á fjármagni til löggæslumála, segja yfirlögregluþjónar á Íslandi. Í ályktun frá stjórn Félags yfirlögregluþjóna lýsa þeir yfir þungum áhyggjum af stöðu löggæslunnar á Íslandi í heild sem og kjaramálum lögreglumanna. 28.9.2011 13:51
Tuttugu og tveir vilja starf borgarritara Tuttugu og tveir sækjast eftir stöðu borgarrita hjá Reykjavíkurborg en starfið var auglýst laust til umsóknar í byrjun mánaðarins. Frestur til að sækja um rann út í fyrradag og ráðgjafafyrirtækið Capacent mun í framhaldinu vinna úr umsóknunum. Tveir sviðstjórar hjá borginni eru á meðal umsækjenda, þau Ellý Katrín Guðmundsdóttir, sviðsstýra umhverfis- og samgöngusviðs og Hrólfur Jónsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs. 28.9.2011 13:20
Játaði ofbeldisfullt rán í Seljahverfi Tuttugu og sex ára gamall karlmaður játaði fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að hafa í október 2009 slegið mann í andlit með þeim afleiðingum að hann hlaut blóðnasir og leitt hann nauðugan frá Fífuseli að heimili hans að Seljabraut. 28.9.2011 12:54
Ástandið í þjóðfélaginu ekki næg ástæða til að fara á svig við lög Ríkisendurskoðun hafnar því að slíkt neyðarástandi hafi ríkt í samfélaginu fram í mars á þessu ári, að réttlætanlegt hafi verið að víkja frá ákvæðum laga um opinber innkaup. Ríkislögreglustjóri segir að ógerlegt hafi verið að leita annað og hafnar því að hafa brotið lög. 28.9.2011 12:23
Mál þriggja Kaupþingstoppa fyrir héraðsdómi Mál þriggja fyrrverandi yfirmanna hjá Kaupþingi voru tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Um er að ræða þá Sigurð Einarsson, fyrrverandi stjórnarformann Kaupþings, Magnús Guðmundsson, sem stýrði Kaupþingi í Lúxemborg, og Steingrím P. Kárason, sem var meðal annars framkvæmdastjóri áhættustýringar. 28.9.2011 11:04
Kviknaði í út frá rafmagnsdós á Högunum Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað að sambýlishúsi við Tómasarhaga í Reykjavík um klukkan hálf fjögur í nótt eftir að íbúi þar tilkynnti um reyk á hæðinni. 28.9.2011 10:27
Enn skelfur jörð á Hellisheiði Fjórir snarpir jarðskjálftar, allir yfir tvo á Richter, urðu norðaustur af Hellisheiðarvirkjun í gærkvöldi og urðu margir smærri í kjölfarið. Sá sterkasti mældist 2,5 á Richter. Líklega má rekja skjálftana til dælingar Orkuveitu Reykjavíkur á vatni, niður í iður jarðar, eftir að búið er að virkja hitaorkuna úr því, en engin tilkynning hefur borist þaðan um dælingu. 28.9.2011 10:20
Neyðarkall ömmu vekur gríðarlega athygli á Facebook Vigdís Óskarsdóttir, amma sextán ára gamals drengs sem þjáist af bandvefssjúkdómnum Alportsyndrome, sendi í gær út neyðarkall á Facebook þar sem óskað er eftir nýrnagjafa. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa og tugir manna hafa tjáð sig á síðunni og boðið fram aðstoð sína. 28.9.2011 10:07
Réttað yfir Gunnari í Hæstarétti Málflutningur í máli ákæruvaldsins gegn Gunnari Rúnari Sigurþórssyni fór fram í Hæstarétti Íslands í morgun. Gunnar Rúnar var fundinn sekur í Héraðsdómi Reykjaness í mars síðastliðnum um að hafa banað Hannesi Þór Helgasyni. Hann var hins vegar sýknaður af kröfu um refsingu vegna svæsins geðrofs og gert að sæta vistun á viðeigandi stofnun. Hvorki aðstandendur Hannesar Þórs né ákæruvaldið sættu sig við þessa niðurstöðu héraðsdóms og saksóknari tók þá ákvörðun að málinu yrði áfrýjað til Hæstaréttar. 28.9.2011 09:54
Flugfreyjur felldu kjarasamninginn Flugfreyjur hafa fellt kjarasamning sem gerður var við Icelandair í síðustu viku. Samkvæmt upplýsingum sem fengust á skrifstofu félagsins greiddu 68 prósent félagsmanna atkvæði um samninginn. 85 prósent þeirra sem þátt tóku felldu hann. Kjörfundur stóð yfir í þrjá daga um síðustu helgi. 28.9.2011 09:00
Þór leggur úr höfn í dag Nýja varðskipið Þór, leggur að öllu óbreyttu af stað heim frá skipasmíðastöð í Chile í dag, og er þá væntanlegt til landsins eftir mánuð. Ekkert varðskip hefur verið á Íslandsmiðum í sumar. Týr hefur nú stutta viðkomu í Reykjavíkurhöfn en heldur brátt áfram í leiguverkefni við fiskveiðieftirlit fyrir Evrópusambandið. Ægir er í verkefni í Miðjarðarhafinu fyrir Evrópsku landamærastofnunina og Dash, eftirlitsflugvél Gæslunnar er líka í leiguverkefni ytra. 28.9.2011 08:29
Stálu þvottavélum og þurrkurum í Hlíðunum Bíræfnir þjófar stálu tveimur þvottavélum og tveimur þurrkurum úr sameiginlegu þvottahúsi í fjölbýlishúsi í Hlíðunum í Reykjavík í gærkvöldi. Þjófnaðurinn uppgötvaðist laust fyrir miðnætti og voru þjófarnir þá á bak og burt og eru þeir ófundnir. Að sögn lögreglu er ljóst að fleiri en einn maður hefur verið þarna á ferð og það á stórum bíl, til að rýma öll tækin. Málið er í rannsókn. 28.9.2011 07:18
Tveir stórir borgarísjakar út af Vestfjörðum Tveir stórir borgarísjakar eru á siglingaleiðum út af Vestfjörðum og getur skipum og bátum stafað hætta af þeim. Annar er út af Ísafjarðardjúpi, um það bil níu sjómílur frá landi, og hinn út af Dýrafirði aðeins sex og hálfa sjómílu frá landi. 28.9.2011 07:02
Löggur vilja afsökunarbeiðni frá Ólínu Landssamband lögreglumanna hvetur Ólínu Þorvarðardóttur alþingismann til að biðja lögreglumenn afsökunar á ummælum hennar í síðdegisútvarpi Rásar tvö í gær. þar sagðist Ólína ósátt við að lögreglumenn ætluðu ekki að sanda heiðursvörð við þingsetningu á laugardaginn og velti því upp að Landsbjörg eða önnur hjálparsamatök tækju verkið að sér. Lögreglumenn benda á að að lögreglustjórinn hafi tekið þessa ákvörðun og að hún sé með öllu ótengd kjarabaráttu lögreglumanna. 28.9.2011 06:51
Ávinningur af útboði ólíklegur „Fyrirtæki sem eru umboðsaðilar á Íslandi fyrir búnað til lögreglustarfa eiga það flest sameiginlegt að tengjast starfandi eða fyrrverandi lögreglumönnum með beinum eða óbeinum hætti,“ segir í yfirlýsingu frá Ríkislögreglustjóra. Lög banni ekki stofnunum ríkisins að eiga viðskipti við fyrirtæki í eigu lögreglumanna eða tengdra aðila. 28.9.2011 06:00
Gat kannað verðið og keypt minna stjórnsýsla „Ég er ekki að kaupa þessar skýringar Ríkislögreglustjóra,“ segir Björgvin Tómasson, framkvæmdastjóri öryggisvörufyrirtækisins Nortek. 28.9.2011 06:00
Davíð Smári talaði af sér í hleruðu símtali Davíð Smári Helenarson var í gær dæmdur í hálfs árs fangelsi fyrir líkamsárás á skemmtistaðnum Nasa við Austurvöll í apríl í fyrra. 28.9.2011 06:00
Íbúarnir orðnir afar skelkaðir Kveikt var í nýbyggingu við Bergstaðastræti 13 í sjötta sinn á stuttum tíma aðfaranótt þriðjudagsins. Ítrekað hafa óprúttnir aðilar komið að byggingunni í skjóli nætur eða snemma að morgni og borið eld að einangrunarplasti í byggingunni, sem hefur staðið ókláruð í rúmt ár. 28.9.2011 05:45
Máttu ekki neita að selja Heilagan papa Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) var óheimilt að neita að taka bjórtegund í sölu vegna trúarlegra skírskotana á umbúðum, samkvæmt áliti umboðsmanns Alþingis. 28.9.2011 05:30
Iðnaðarráðherra sakar SA um lygar og flokkapólitík „Það er ekki hægt að sitja undir þessu lengur, þegar maður er í góðri trú og góðri samvinnu við aðila á vinnumarkaði um góð mál til uppbyggingar í samfélaginu, að sitja linnulaust undir svona árásum frá þeim,“ segir Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra um ásakanir forsvarsmanna Samtaka atvinnulífsins (SA) um aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar. 28.9.2011 05:30
Átján mánuðir fyrir nauðgun Karlmaður um þrítugt hefur verið dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir nauðgun og til að greiða stúlku 700 þúsund í skaðabætur. 28.9.2011 05:00
Augljóst að bjóða bar út kaup lögreglunnar Viðskipti löggæslustofnana upp á 91,3 milljónir króna við fjögur félög í eigu lögreglumanna eða venslamanna þeirra eru gagnrýnd í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar sem vill að innanríkisráðuneytið segi til um hvort það samrýmist störfum lögreglumanna að eiga eða starfa hjá fyrirtækjum í viðskiptum við löggæslustofnanir. 28.9.2011 04:00
Íbúasamtök ósátt við frestun framkvæmda Formenn íbúasamtaka Kjalarness og Grafarvogs eru afar óánægðir með þá ákvörðun stjórnvalda að fresta framkvæmdum við Sundabraut. 28.9.2011 04:00
Fleiri um göngin en Óshlíðina 828 bílar hafa farið um Bolungarvíkurgöngin hvern dag á þessu ári að meðaltali. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. 28.9.2011 03:15
Réðst á sambýliskonu sína Rúmlega fertugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir líkamsárás. 28.9.2011 03:00
Skoða greiðslur til að jafna launamun Sérstakur starfshópur, sem ríkisstjórnin skipar í samráði við heildarsamtök ríkisstarfsmanna í kjölfar setningar jafnlaunastaðals, á að fylgja eftir áherslum um að uppræta kynbundinn launamun meðal ríkisstarfsmanna. Starfshópurinn, sem á að skila áfangaskýrslu í upphafi árs 2012 og 2013, á jafnframt að horfa til þeirra aðferða sem stjórnvöld í Noregi og Svíþjóð hafa gripið til í baráttunni gegn launamun kynjanna. Þetta kemur fram í bréfi sem Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra rituðu Elínu Björgu Jónsdóttur, formanni BSRB, í lok maí síðastliðins. 28.9.2011 03:00
Ákærðir vegna 1,5 þorsktonna Tveir menn hafa verið ákærðir fyrir Héraðsdómi Reykjaness fyrir að landa fram hjá vigt nær 1,5 tonnum af þorski. 28.9.2011 03:00
Mun tengja öll apótek fyrir árslok Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) hafa hafið rafræna miðlun upplýsinga um réttindastöðu sjúklinga til almennings og veitenda heilbrigðisþjónustu. Er þar meðal annars átt við lækna og apóteka, bæði í gegnum þjónustugáttir stofnunarinnar og með rafrænni tengingu. 28.9.2011 02:00
Óku burt á milljóna króna rafmagnslest Rafmagnsknúinni smálest var stolið úr geymslu í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í fyrrinótt og henni ekið út um sundurklippta girðingu. Lögregla fann lestina við leikskóla í grenndinni eftir skamma leit. Hún varð ekki fyrir teljandi skemmdum. 28.9.2011 02:00
Lögreglumenn telja að enn megi leysa launadeilu Landssamband lögreglumanna (LL) lýsir sig reiðubúna til þess að finna lausnir á þeim vanda sem upp er kominn vegna úrskurðar gerðadóms, og lýsir sambandið sig tilbúið til þess að koma að úrlausn mála jafn að nóttu sem og degi. Þetta er meðal niðurstaðna af fundi stjórnar og formanna svæðisdeilda Landssambands lögreglumanna sem haldinn var í dag í húsnæði BSRB á Grettisgötunni. 27.9.2011 21:10
Lestarrán í Húsdýragarðinum Brotist var inn í geymslu Húsdýragarðsins í nótt og lest, sem ferjar að öllu jöfnu yngstu gesti garðsins, var stolið. 27.9.2011 19:26
Alþingi síðast sett klukkan hálf tvö á laugardegi Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, segir að þingsetningu á laugardag hafi ekki verið flýtt útaf boðuðum mótmælum. Lögreglan verður ekki með heiðursvörð vegna sparnaðar. 27.9.2011 19:00
Flugan sem stöðvaði stríðið fékk barnabókaverðlaunin Bryndísi Björgvinsdóttur voru í dag veitt íslensku barnabókaverðlaunin fyrir bókina ,,Flugan sem stöðvaði stríðið". 27.9.2011 18:53
Tvær rannsóknarnefndir tóku til starfa í dag Tvær rannsóknarnefndir Alþingis tóku formlega til starfa í dag en nefndunum er ætlað að rannsaka annars vegar fall sparisjóðanna og hins vegar starfsemi Íbúðalaánasjóðs. Nefndirnar hafa víðtækar heimildir til gagnasöfnunar. 27.9.2011 18:29
Safnað fyrir fjölskyldu Dagbjarts Sett hefur verið af stað söfnun til styrktar fjölskyldu Dagbjarts Heiðars 11 ára drengs í Sandgerði, sem lést á föstudaginn. Þetta kemur fram á heimasíðunni 245.is og er fréttasíða Sandgerðis. 27.9.2011 18:09
Samtök lánþega ætla að kæra vörslusviptingar í skjóli nætur Samtök lánþega lýsa yfir fullkomnu skilningsleysi á tilburðum Lýsingar hf. og Vörslusviptinga vegna brottnáms bifreiða í skjóli nætur samkvæmt tilkynningu sem samtökin sendu frá sér. 27.9.2011 17:24
Nafn drengsins sem lést í Sandgerði Drengurinn sem lést í Sandgerði á föstudaginn hét Dagbjartur Heiðar Arnarson. 27.9.2011 17:07
Støre er væntanlegur til Íslands Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, er væntanlegur til Íslands á fimmtudaginn. Hann mun funda með Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra á Akureyri, þar sem þeir munu meðal annars ræða norðurslóðamál og Evrópumál og taka þátt í ráðstefnu Háskólans á Akureyri. Þá munu ráðherrarnir opna sýningu um heimskautafarann Fridtjof Nansen og heimsækja Siglufjörð. Á föstudag fundar Støre með Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og hittir utanríkismálanefnd Alþingis. 27.9.2011 16:36
Hrafnistumenn með töluverða yfirburði Það gerðist nú ekkert óvænt. Hrafnistumenn fóru með mikinn sigur af hólmi,“ sagði Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu, eftir að niðurstöður í púttkeppni á milli vistmanna á Hrafnistu í Hafnarfirði og bæjarfulltrúa lágu fyrir á þriðja tímanum í dag. Pétur segir að meðaltal efstu manna hjá Hrafnistu hafi verið um 65 stig en í bæjarstjórninni hafi það verið um 77. Því er ljóst að yfirburðir Hrafnistumanna voru nokkrir. 27.9.2011 15:33
Góður starfsandi í iðnaðarráðuneytinu Iðnaðarráðuneytið er á meðal efstu 25% stofnana í þremur flokkum í könnun SFR á Stofnun ársins, sem Capacent Gallup gerði. Flokkarnir sem um ræðir eru „Trúverðugleiki stjórnenda", „Starfsandi" og „Ánægja og stolt". 27.9.2011 15:24
Gamla fólkið berst við bæjarfulltrúana Fulltúar úr bæjarstjórn Hafnarfjarðar mættu, með Guðmund Rúnar Árnason bæjarstjóra í broddi fylkingar, á árlegt púttmót Hrafnistu í Hafnarfirði eftir hádegi og atti kappi við heimilisfólkið þar. „Keppnin er að klárast og svo á eftir að reikna út stigin,“ sagði Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu, þegar Vísir náði tali af honum laust eftir klukkan tvö í dag, 27.9.2011 14:20