Innlent

Játaði ofbeldisfullt rán í Seljahverfi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.
Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.
Tuttugu og sex ára gamall karlmaður játaði fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að hafa í október 2009 slegið mann í andlit með þeim afleiðingum að hann hlaut blóðnasir og leitt hann nauðugan frá Fífuseli að heimili hans að Seljabraut.

Samkvæmt ákæru tók maðurinn með sér ýmis verðmæti í eigu fórnarlambsins meðal annars flatskjá, heimabíótæki, tölvubúnað, myndavél, iPod spilara, sjónvarpsflakkara og fleira. Fórnarlambið þorði ekki að sporna við af ótta við manninn.

Tveir aðrir, karl og kona, eru ákærð fyrir að taka þátt að brjóta gegn manninum. Við þingfestingu málsins í morgun tók maðurinn sér frest til að lýsa afstöðu til sakarefnisins, en konan neitaði sök.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×