Innlent

Flugan sem stöðvaði stríðið fékk barnabókaverðlaunin

Bryndísi Björgvinsdóttur voru í dag veitt íslensku barnabókaverðlaunin fyrir bókina ,,Flugan sem stöðvaði stríðið".

Bókin kom jafnframt út í dag. Þórarinn Már Baldursson myndskreytti bókina sem fjallar um flugur sem flýja til Nepal, en þannig fer af stað atburðarrás sem leiðir til þess að stríð heimsins hætta.

Í mati dómnefndar segir að sagan sé merkileg og tvinni saman mikilvægan boðskap og skemmtilega frásögn. Verðlaunahafinn gaf út sína fyrstu bók fimmtán ára gömul en ,,Flugan sem stöðvaði stríðið" er önnur bók hennar.

Bryndís er þjóðfræðingur að mennt og starfar við kennslu og rannsóknarstörf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×