Innlent

70 milljóna króna hagræðingarkrafa á Heilbrigðisstofnun Suðurlands

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mynd/ Pjetur.
Heilbrigðisstofnun Suðurlands er ætlað að skera niður um 70 milljónir króna á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2012. Stjórn Læknaráðs stofnunarinnar mótmælir þessum fyrirhugaða niðurskurði og varar við hugsanlegum afleiðingum hans á starfsemi og mönnum heilbrigðisþjónustu á Suðurlandi.

Illa gengur að manna stöður

Í greinargerð frá Læknaráðinu segir að umtalsverður sparnaður hafi þegar hlotist af hagræðingu verkferla og endurskoðun á starfsemi HSu. Hins vegar séu komin fram alvarleg áhrif af niðurskurði svo sem  brotthvarf sérfræðilækna frá stofnuninni og skortur á læknum til starfa. Þannig sé ómönnuð  nokkur stöðugildi heilsugæslulækna og staða lyflæknis aðeins mönnuð tímabundið í stað fast og engin viðbrögð eru við auglýsingum um lausar stöður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×