Augljóst að bjóða bar út kaup lögreglunnar 28. september 2011 04:00 Sveinn Arason Viðskipti löggæslustofnana upp á 91,3 milljónir króna við fjögur félög í eigu lögreglumanna eða venslamanna þeirra eru gagnrýnd í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar sem vill að innanríkisráðuneytið segi til um hvort það samrýmist störfum lögreglumanna að eiga eða starfa hjá fyrirtækjum í viðskiptum við löggæslustofnanir. Ríkisendurskoðun rannsakaði innkaup lögreglunnar á árunum 2008 og 2011 vegna ábendingar sem barst utan frá. Aðallega er um að ræða kaup á búnaði og vörum á borð við gasgrímur, piparúða, óeirðabúninga og kylfur. Eitt félagið heitir Trademark ehf. Það er í eigu eiginkonu lögreglumanns hjá ríkislögreglustjóra. Viðskiptin við Trademark námu 39 milljónum. 30,4 milljónir voru greiddar til Landsstjörnunnar ehf. sem er í eigu foreldra manns sem starfaði hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þegar stærstur hluti viðskiptanna fór fram. Félagið Hiss ehf. er í eigu lögreglumanns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Viðskipti Hiss við lögregluna og Lögregluskólann námu samtals 20,8 milljónum. Þá námu ýmis smá viðskipti við félagið Hindrun ehf. 1,1 milljón króna. Hindrun er í eigu eiginkonu yfirlögregluþjóns á Akranesi. Stærstu innkaupin voru á vegum ríkislögreglustjóra, Lögregluskólans, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og lögreglunnar á Suðurnesjum. Árin 2008 til 2011 námu viðskipti þessara aðila við félögin samtals 82 milljónum króna. Ríkisendurskoðun segir að í desember 2009 hafi Ríkislögreglustjóri keypt búnað fyrir óeirðalögreglu af Trademark ehf. fyrir 12,9 milljónir króna. Bjóða eigi út innkaup fyrir meira en 6,2 milljónir. Ríkislögreglustjóri hafi skipt viðskiptunum í þrjá hluta og telji því þau ekki útboðsskyld. Ríkisendurskoðun segir hins vegar að samkvæmt lögum um opinber innkaup sé „óheimilt að skipta viðskiptum upp í því skyni að að þau verði undir viðmiðunarmörkum útboðsskyldu".Haraldur JohannessenÞví er þannig hafnað að um hafi verið að ræða þrenn viðskipti við Trademark. Allur búnaðurinn sé í sama flokki og teljist því ein vara. „Í samræmi við þetta telur Ríkisendurskoðun augljóst að Ríkislögreglustjóra bar að bjóða kaupin út." Í yfirlýsingu frá Ríkislögreglustjóra segir að innkaup á gasi og öðrum óeirðabúnaði fyrir lögregluna hafi verið „skyndiinnkaup vegna neyðarástands sem skapaðist í kjölfar efnahagshrunsins" og að „ómögulegt" hafi verið „að láta útboð fara fram undir þeim kringumstæðum sem þá ríktu í þjóðfélaginu". Haft hafi verið samráð um málið við dómsmálaráðherra. Fram kemur hjá Ríkisendurskoðun að stofnanir hafi vísað í tilmæli frá ríkislögreglustjóra um val á söluaðilum. Lögregluskólinn hafi í desember 2010 greitt 12,7 milljónir króna fyrir búnað frá Trademark. Meðal annars hafi skólinn keypt sams konar kylfur og ríkislögreglustjóri keypti af fyrirtækinu mánuði fyrr. Skólinn hafi borgað 30 prósentum hærra verð fyrir grímurnar. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Sjá meira
Viðskipti löggæslustofnana upp á 91,3 milljónir króna við fjögur félög í eigu lögreglumanna eða venslamanna þeirra eru gagnrýnd í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar sem vill að innanríkisráðuneytið segi til um hvort það samrýmist störfum lögreglumanna að eiga eða starfa hjá fyrirtækjum í viðskiptum við löggæslustofnanir. Ríkisendurskoðun rannsakaði innkaup lögreglunnar á árunum 2008 og 2011 vegna ábendingar sem barst utan frá. Aðallega er um að ræða kaup á búnaði og vörum á borð við gasgrímur, piparúða, óeirðabúninga og kylfur. Eitt félagið heitir Trademark ehf. Það er í eigu eiginkonu lögreglumanns hjá ríkislögreglustjóra. Viðskiptin við Trademark námu 39 milljónum. 30,4 milljónir voru greiddar til Landsstjörnunnar ehf. sem er í eigu foreldra manns sem starfaði hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þegar stærstur hluti viðskiptanna fór fram. Félagið Hiss ehf. er í eigu lögreglumanns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Viðskipti Hiss við lögregluna og Lögregluskólann námu samtals 20,8 milljónum. Þá námu ýmis smá viðskipti við félagið Hindrun ehf. 1,1 milljón króna. Hindrun er í eigu eiginkonu yfirlögregluþjóns á Akranesi. Stærstu innkaupin voru á vegum ríkislögreglustjóra, Lögregluskólans, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og lögreglunnar á Suðurnesjum. Árin 2008 til 2011 námu viðskipti þessara aðila við félögin samtals 82 milljónum króna. Ríkisendurskoðun segir að í desember 2009 hafi Ríkislögreglustjóri keypt búnað fyrir óeirðalögreglu af Trademark ehf. fyrir 12,9 milljónir króna. Bjóða eigi út innkaup fyrir meira en 6,2 milljónir. Ríkislögreglustjóri hafi skipt viðskiptunum í þrjá hluta og telji því þau ekki útboðsskyld. Ríkisendurskoðun segir hins vegar að samkvæmt lögum um opinber innkaup sé „óheimilt að skipta viðskiptum upp í því skyni að að þau verði undir viðmiðunarmörkum útboðsskyldu".Haraldur JohannessenÞví er þannig hafnað að um hafi verið að ræða þrenn viðskipti við Trademark. Allur búnaðurinn sé í sama flokki og teljist því ein vara. „Í samræmi við þetta telur Ríkisendurskoðun augljóst að Ríkislögreglustjóra bar að bjóða kaupin út." Í yfirlýsingu frá Ríkislögreglustjóra segir að innkaup á gasi og öðrum óeirðabúnaði fyrir lögregluna hafi verið „skyndiinnkaup vegna neyðarástands sem skapaðist í kjölfar efnahagshrunsins" og að „ómögulegt" hafi verið „að láta útboð fara fram undir þeim kringumstæðum sem þá ríktu í þjóðfélaginu". Haft hafi verið samráð um málið við dómsmálaráðherra. Fram kemur hjá Ríkisendurskoðun að stofnanir hafi vísað í tilmæli frá ríkislögreglustjóra um val á söluaðilum. Lögregluskólinn hafi í desember 2010 greitt 12,7 milljónir króna fyrir búnað frá Trademark. Meðal annars hafi skólinn keypt sams konar kylfur og ríkislögreglustjóri keypti af fyrirtækinu mánuði fyrr. Skólinn hafi borgað 30 prósentum hærra verð fyrir grímurnar. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Sjá meira