Innlent

Gamla fólkið berst við bæjarfulltrúana

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Keppnin í morgun var æsispennandi.
Keppnin í morgun var æsispennandi.
Fulltúar úr bæjarstjórn Hafnarfjarðar mættu, með Guðmund Rúnar Árnason bæjarstjóra í broddi fylkingar, á árlegt púttmót Hrafnistu í Hafnarfirði eftir hádegi og atti kappi við heimilisfólkið þar. „Keppnin er að klárast og svo á eftir að reikna út stigin,“ sagði Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu, þegar Vísir náði tali af honum laust eftir klukkan tvö í dag,

Þetta mót fer fram árlega og þótt bæjarstjórnarmenn hafi alltaf tapað frá því að mótið var sett á laggir mæta þeir sem betur fer alltaf jafn galvaskir til leiks. Samkvæmt upplýsingum frá Hrafnistu verður keppt um farandbikar, sem Hrafnistumenn dustuðu rykið af í morgun, auk þess sem veitt verða verðlaun fyrir efstu þrjú sætin í karla- og kvennaflokki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×