Innlent

Góður starfsandi í iðnaðarráðuneytinu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Katrín Júlíusdóttir er iðnaðarráðherra.
Katrín Júlíusdóttir er iðnaðarráðherra.
Iðnaðarráðuneytið er á meðal efstu 25% stofnana í þremur flokkum í könnun SFR á Stofnun ársins, sem Capacent Gallup gerði. Flokkarnir sem um ræðir eru „Trúverðugleiki stjórnenda", „Starfsandi" og „Ánægja og stolt".

Niðurstöður úr könnuninni voru kynntar í vor en þetta var í sjötta sinn sem SFR stóð að vali á Stofnun ársins. Könnunin var gerð meðal félagsmanna SFR og annarra ríkisstarfsmanna  á starfsskilyrðum þeirra og líðan á vinnustað.

Af öllum ráðuneytunum kom iðnaðarráðuneytið best út í könnuninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×