Innlent

Stálu þvottavélum og þurrkurum í Hlíðunum

Bíræfnir þjófar stálu tveimur þvottavélum og tveimur þurrkurum úr sameiginlegu þvottahúsi í fjölbýlishúsi í Hlíðunum í Reykjavík í gærkvöldi. Þjófnaðurinn uppgötvaðist laust fyrir miðnætti og voru þjófarnir þá á bak og burt og eru þeir ófundnir. Að sögn lögreglu er ljóst að fleiri en einn maður hefur verið þarna á ferð og það á stórum bíl, til að rýma öll tækin. Málið er í rannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×