Innlent

Alvarlega vegið að öryggi fólks

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Yfirlögregluþjónar hafa miklar áhyggjur af stöðu mála.
Yfirlögregluþjónar hafa miklar áhyggjur af stöðu mála.
Alvarlega er vegið að öryggi lögreglumanna sem og landsmanna allra vegna niðurskurðar á fjármagni til löggæslumála, segja yfirlögregluþjónar á Íslandi. Í ályktun frá stjórn Félags yfirlögregluþjóna lýsa þeir yfir þungum áhyggjum af stöðu löggæslunnar á Íslandi í heild sem og kjaramálum lögreglumanna.

„Mannfæð og gjörbreytt vinnuumhverfi vegna aukinnar hörku, skipulagðrar glæpastarfsemi og fjárhagsvanda í kjölfar hruns leiðir af sér aukna hættu á að lögreglumenn verði fyrir árásum í starfi og aðstoð þá ýmist langt undan eða ófáanleg. Þrátt fyrir þetta er boðuð frekari skerðing á fjárframlögum til löggæslu," segir í ályktuninni.

Þá segir að bæði formlegir og efnislegir gallar séu á nýfenginni niðurstöðu gerðardóms og ljóst að um hana geti ekki orðið sátt að óbreyttu. Stjórnin skorar á fjármálaráðherra að ganga nú þegar til viðræðna við fulltrúa Landssambands lögreglumanna og tryggja leiðir til að sátt skapist um kjör lögreglumanna og löggæslu á landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×