Innlent

Kviknaði í út frá rafmagnsdós á Högunum

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað að sambýlishúsi við Tómasarhaga í Reykjavík um klukkan hálf fjögur í nótt eftir að íbúi þar tilkynnti um reyk á hæðinni.

Slökkviliðsmönnum tókst að finna upptökin í rafdós í vegg, en þar hafði kviknað eldur og borist á milli þilja, sem slökkviliðsmenn rifu og slökktu eldinn. Síðan var íbúðin reykræst. Íbúana sakaði ekki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×