Fleiri fréttir

Búið að ákveða að taka greinina af lífi

„Það er búið að ákveða að taka greinina af lífi,“ segir Hilmar Konráðsson, forstjóri Magna verktaka. Hilmar fór fyrir Verktakalestinni svokölluðu sem á mánudaginn fyrir jól ók frá Hafnarfirði til Alþingis og færði fjárlaganefndarmönnum áskorun um að skila Vegagerðinni til baka óráðstöfuðum fjárheimildum og ráðast þegar í arðbærar framkvæmdir. Tæpum sólarhring síðar voru fjárlög næsta árs samþykkt. Ekki var tekið tillit til áskorunar verktakanna.

Stöndum öll undir dómi Guðs

„Hin tæra, íslenska viðskiptasnilld var hátt rómuð, en lítt var spurt út í heilindi og heiðarleika, aga og trúfesti. Afleiðingin verður menning gagnkvæmrar tortryggni og vantrausts,“ sagði Karl Sigurbjörnsson, biskup þjóðkirkjunnar, í áramótaávarpi.

Allir handhafar forsetavalds eru konur

Ingibjörg Benediktsdóttir tekur við embætti forseta Hæstaréttar nú um áramótin. Það þýðir að allir handhafar forsetavaldsins eru konur. Handhafar forsetavalds eru auk forseta Hæstaréttar, forsætisráðherra og forseti Alþingis.

Geir Jón fékk fálkaorðu

Geir Jón Þórisson, Helgi Seljan og Einar Kárason eru á meðal þeirra sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sæmdi fálkaorðuna í dag.

Gríðarleg svifryksmengun af völdum flugelda

Gríðarlega mikil svifryksmengun varð af völdum flugelda uppúr miðnætti á höfuðborgarsvæðinu í gær vegna stillu. Þetta er þó ekki mesta mengun sem mælst hefur á gamlárskvöld en hún stóð yfir í lengri tíma en gengur og gerist.

Rúmlega 53 þúsund skora á forsetann

Nú hafa hátt í 53 þúsund manns skráð sig á lista Indefence í þeim tilgangi að hvetja Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, til þess að synja Icesave lögunum staðfestingar. Ólafur Ragnar sagði eftir ríkisráðsfund í gær að hann myndi taka sér frest til þess að staðfesta lögin. Um 228 þúsund manns voru á kjörskrá fyrir síðustu þingkosningar og því lætur nærri að um 23% hafi skorað á forsetann.

25 létust í slysum á árinu 2009

Á nýliðnu ári létust 25 einstaklingar af slysförum. Það eru fimm færri árið þar áður. Flestir létust í umferðarslysum eða 17, þrír í vinnuslysum, þrír í drukknuðu, einn lést í sjóslysi, einn í flugslysi en enginn í heima og frítímaslysum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu.

Umþóttunarfrestur Ólafs vekur athygli erlendis

Sú ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands að taka sér frest til þess að staðfesta Icesave lögin hafa vakið athygli út fyrir landsteinana. Sagt var frá málinu á vef Telegraph í gærkvöldi.

Sjúkraflutningamenn fóru í hátt í 50 útköll

Dælubílar slökkviliðsins fóru í 14 útköll og þurfti slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu að sinna alls 48 sjúkraflutningum. Um helmingur þeirra var skilgreindur sem neyðartilfelli. Útköll á dælubíla voru flest vegna íkveikja, en nokkuð var um að kveikt væri í ruslatunnum og blaðagámum.

Kirkjuvörður í Grensáskirkju: „Aðkoman var ekki falleg“

„Aðkoman var ekki falleg," segir Þuríður Guðnadóttir kirkjuvörður í Grensáskirkju sem var kölluð út í nótt þegar í ljós kom að fjölmargar rúður höfðu verið brotnar í krikjunni og rauðri málningu skvett á dyr kirkjunnar.

Hestamenn mótmæla brennu á Heimsenda

Landsamband Hestamannafélaga hefur sent frá sér yfirlýsingu varðandi brennu sem til stendur að halda nálægt hesthúsabyggðinni á Heimsenda í Kópavogi.

Framsýn ályktar um sjómannaafsláttinn

Aðalfundur Sjómannadeildar Framsýnar- stéttarfélags var haldinn í gær, 30. desember, í fundarsal félagsins. Í tilkynningu segir að fundurinn hafi verið mjög vel sóttur og miklar umræður sköðuðust sem stóðu yfir í tæpa fjóra tíma. Á fundinum var ályktað um sjómannaafsláttinn og mótmælti fundurinn harðlega áformum stjórnvalda um að fella niður sjómannaafsláttinn í áföngum og leggja þar með stóraukna skattbyrði á herðar sjómanna.

Bráðabirgðatölur um afbrot á árinu

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið saman bráðabirgðatölur um fjölda helstu brota árið 2009. Á heimasíðu embættisins er sá fyrirvari settur að endanlegar tölur liggja ekki fyrir en tölurnar eru þó sagðar gefa innsýn í hvert stefnir.

Aldrei meira amfetamín tekið á einu ári

Lögreglan hefur aldrei lagt hald á jafnmikið af amfetamíni og á þessu ári eða um áttatíu kíló. Það er átta sinnum meira en í fyrra. Þá var lagt hald á hátt í tólf þúsund kannabisplöntur á árinu.

Kryddsíld 2009 í beinni á Vísi

Kryddsíldin fer í loftið á Stöð 2 í dag klukkan tvö. Þetta er í 19. sinn sem forystumenn stjórnmálaflokkanna mæta til þess að fara yfir liðið ár en fyrsta Kryddsíldin var árið 1990 á fjögurra ára afmæli stöðvarinnar.

Myrti fimm í Finnlandi

Maður sem skaut fyrrverandi eiginkonu sína til bana áður en hann hóf skothríð í verslunarmiðstöð í bænum Esbo í Finnlandi gengur enn laus. Eiginkonan er látin og að minnsta kosti fjórir létust í verslunarmiðstöðinni.

Ólafur Ragnar leggst undir feld

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands ætlar að taka sér umþóttunartíma til þess að fara yfir Icesave málið og hann hefur ekki gert upp hug sinn. Ríkisráðsfundi á Bessastöðum er lokið og ræddi Ólafur Ragnar stuttlega við fréttamenn að honum loknum en forsetinn fékk á fundinum lög um ríkisábyrgð á Icesave skuldbindingum til staðfestingar.

Edda Heiðrún maður ársins hjá Reykjavík síðdegis á Bylgjunni

Edda Heiðrún Backman leikkona er maður ársins í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Tilkynnt var um þetta fyrir stundu og sigraði Edda með yfirburðum. Kjörinu var skipt í tvennt en fyrst gat fólk farið inn á Vísi og kosið hvern sem er.

Mótmælt á Bessastöðum

Á fjórða tug mótmælenda eru nú fyrir utan Bessastaði þar sem ríkisráðsfundur stendur nú yfir. Lögreglumenn eru á staðnum og sjá til þess að fólkið fari ekki of nálægt húsinu en mótmælin hafa verið friðsöm fram að þessu. Mótmælendurnir bera skilti og hafa tendrað á rauðum blysum en þeir eru að mótmæla því að Ólafur Ragnar Grímsson forseti staðfesti lög um ríkisábyrgð á Icesave samningana.

Ítrustu varúðar gætt við brennu

Einn forsvarsmanna brennu sem til stendur að tendra við Heimsenda í Kópavogi í kvöld segir að ítrustu varúðarráðstöfunum verði fylgt og gott betur. Hestamenn í Andvara eru sumir hverjir óánægðir með tiltækið en að þeirra sögn er brennan of nálægt hesthúsabyggðinni að Heimsenda. Skipuleggjendur hvetja brennugesti til að skilja flugelda eftir heima.

Myndaannáll ársins 2009

Ljósmyndarar Fréttablaðsins hafa tekið saman myndir ársins 2009 í myndasafn sem birtist hér fyrir neðan.

Vínbúðir opnar til eitt - flugeldasölur til fjögur

Einn annasamasti dagur ársins var í vínbúðunum í gær og eru dæmi um að áfengistegundir séu uppseldar. Búast má við að mikill erill verði í dag en opið er til 13 á höfuðborgarsvæðinu og 12 víða á landsbyggðinni.

Slökkviliðið slökkti elda í ruslatunnum

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fór í þrjá ruslatunnubruna fyrir miðnætti í gærkvöldi. Kveikt var í ruslatunnu við Eggertsgötu í Reykjavík og myndaðist mikill reykur. Tvær tunnur af stærri gerðinni brunnu til kaldra kola en nokkuð greiðlega gekki að slökkva eldinn.

InDefence óska eftir fundi með forseta

InDefence hópurinn hefur óskað eftir fundi með forseta Íslands til að afhenda honum áskoranir vegna Icesave. Meira en fjörutíu þúsund Íslendingar hafa skrifað undir áskorun til forsetans um að hann synji nýjum Icesave lögum staðfestingar og leggi málið í dóm þjóðarinnar.

Ölvaður ökumaður keyrði út í skurð

Bíll fór út í skurð á Eyrarbakkavegi við Stekka um klukkan fjögur í nótt. Við nánari athugun kom í ljós að ökumaðurinn var réttindarlaus og ölvaður. Hann slasaðist lítið sem ekkert og sefur nú úr sér ölvímuna á lögreglustöðinni á Selfossi.

Strokuföngum verður ekki refsað

Fangarnir tveir sem struku af Litla Htrauni um sex leytið í gærkvöldi fá ekki refsingu fyrir athæfið. Annar mannanna náðist strax en mikil leit fór í gang að hinum. Vegapóstar voru settir upp og var hundur fenginn í leitina í kringum fangelsið. Fanginn fannst síðan tveimur tímum síðar í heimahúsi á Eyrarbakka. Var hann keyrður heim á Litla Hraun.

Dr. Geir Gunnlaugsson nýr landlæknir

Dr. Geir Gunnlaugsson verður næsti landlæknir frá 1.janúar 2010. Álfheiður Ingadóttir, heilbrigðisráðhera, ákvað þetta í dag. Fimm sóttu um starf landlæknis, en staðan er auglýst 30.október síðasliðinn með umsóknarfresti til 19.nóvember. Hæfisnefnd fór yfir umsóknir og kallaði alla umsækjendur til viðtals.

Íhuga að biðja um lögbann á brennu

Forsvarsmenn hestamannafélagsins Andvara hafa miklar áhyggjur af brennu sem til stendur að halda 140 metra frá hesthúsabyggð að Heimsenda í Kópavogi í kvöld. Íhuga þeir nú að fara fram á lögbann á brennuna eftir að óskum þeirra um að staðsetningin verði endurskoðuð hefur ítrekað verið hafnað.

Allt að 8,5 prósenta hækkun

Verð á algengum áfengistegundum mun hækka um allt að 8,5 prósent eftir áramót, og verð á sígarettum um 7,5 prósent. Hækkunin kemur til vegna hækkunar á áfengis- og tóbaksgjaldi, auk eins prósentustigs hækkunar á virðisaukaskatti.

Tveir dugðu til samþykktar biðlauna

Bæjarstjórn Álftaness hefur samþykkt að greiða Sigurði Magnússyni, fyrrverandi bæjarstjóra, biðlaun í samræmi við ákvæði ráðningarsamnings hans. Aðeins tveir bæjarfulltrúanna samþykktu þessa tilhögun, einn var á móti en hinir fjórir sátu hjá.

Brennur og flugeldar á fullu tungli

„Það verður kalt og stillt og ágætis flugeldaveður á gamlárskvöld,“ segir Þorsteinn Jónsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands.

Erlendir fjölmiðlar segja frá samþykkt Icesave

Erlendir fjölmiðlar virðast hafa fylgst grannt með framgangi mála á Alþingi í kvöld. Einungis örfáum mínútum eftir að frumvarp um ríkisábyrgð á Icesave var samþykkt birtist borði á Sky sjónvarpsstöðinni þar sem sagt var frá atburðinum.

Eldur kom upp í ruslageymslu á Eggertsgötu

Eldur kom upp í ruslageymslu á Eggertsgötu 24 í kvöld. Um töluverðan eld var að ræða að sögn slökkviliðsmanna. Greiðlega gekk að slökkva hann og eru slökkviliðsmenn búnir að reykræsta.

Nauðsynlegt að snúa sér að uppbyggingunni framundan

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir að enginn hafi haldið öðrum fram en að Icesave málið væri vont og sársaukafullt mál fyrir Íslendinga. Málið myndi hins vegar ekki gleymast og það myndi ekki gufa upp. Hann benti á að spár gerðu ráð fyrir að í lok næsta árs yrði Icesave skuldbindingin 10% af heildarskuldbindingum ríkisins. Gjaldþrot Seðlabanakans væri stærra mál en Icesave skuldbindingarnar.

Nýjar afurðir frá Hornafirði í tugatali

Ótrúleg gróska í matvælaþróun hefur skapað mikla stemmningu á Hornafirði. Reyktur makríll, lauksulta og rabarbarakaramella eru meðal yfir tuttugu nýrra vörutegunda sem orðið hafa til á skömmum tíma úr hráefnum héraðsins.

Ringulreið á Alþingi

Ringulreið ríkir á Alþingi þessa stundina og alls óvíst um framhald Icesave málsins. Þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokksins hafa ítrekað gert athugasemdir við fundarstjórn forseta og óskað eftir því að þingfundi verði frestað þar sem nýjar upplýsingar um málið væru enn að berast.

Vill að þjóðin kjósi um Icesave

Birgitta Jónsdóttir, sagði við lokaumræður um Icesave á þingi í kvöld, að þingmönnum bæri skylda til þess að samþykkja ekki eitthvað sem myndi valda þjóðinni skaða til lengri tíma. Hún sagði að allt tal um sjö ára skjól fyrir skuldbindingunni vegna þess að greiðslur af Icesave skuldbindingunum hæfust ekki fyrr en 2016 væri blekking. Tekjuskattur frá 80 þúsund Íslendingum færu í að greiða vexti.

Segir meirihlutann ekki þora að láta Icesave í þjóðaratkvæðagreiðslu

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði stjórnarmeirihlutinn sæi alla vankanta á þjóðaratkvæðagreiðslum í Icesave málinu vegna þess að allir vissu að málið fengist ekki samþykkt í slíkri atkvæðagreiðslu. Sigmundur sagði jafnframt, í lokaumræðum um Icesave á Alþingi í kvöld, að allt of margir þingmenn hefðu fallið í þá gryfju að verja sitt lið í málinu. „Það er gengið býsna langt í því að verja sitt lið í þessu máli,“ sagði Sigmundur.

Segir íslenska dómstóla gelda með Icesave samningunum

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að Íslendingum beri hvorki lagaleg né siðferðileg skylda til þess að bera þær byrðar sem Icesave skuldbindingin feli í sér. Íslendingar hafi heldur enga pólitíska hagsmuni af málinu.

Telur að Icesave hafi fengið vandaða meðferð

Jóhanna Sigurðardóttir sagði í lokaumræðum um Icesave í kvöld að frumvarp um Icesave hefði fengið vandaða málsmeðferð í þinginu. Fyrirvarar hefðu verið settir við ríkisábyrgð á samningnum sem myndu lágmarka áhættuna fyrir Íslendinga.

Sjá næstu 50 fréttir