Innlent

Segir íslenska dómstóla gelda með Icesave samningunum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bjarni Benediktsson. Mynd/GVA.
Bjarni Benediktsson. Mynd/GVA.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að Íslendingum beri hvorki lagaleg né siðferðileg skylda til þess að bera þær byrðar sem Icesave skuldbindingin feli í sér. Íslendingar hafi heldur enga pólitíska hagsmuni af málinu. „Við höfum enga pólitíska hagsmuni af því að sæta hótunum og þvingunum eins og ríkisstjórnin hefur látið fara með okkur," sagði Bjarni á þingi í kvöld.

Bjarni sagði að Íslendingar hafi boðið miklu meira heldur en hægt var að ætlast til að íslenska þjóðin legði af mörkum til að leysa Icesave málið. Viðsemjendur Íslendinga hefðu hins vegar hafnað öllum málatilbúnaði ríkisstjórnarinnar og samninganefnda hennar og þvingað fram niðurstöðu sem var kolólögleg. Viðsemjendur hafi einnig hafnað þeirri niðurstöðu sem Alþingi Íslendinga komst að í haust þegar viðaukar við samninginn voru samþykktir.

Þá sagði Bjarni óljóst hvort frumvarpið stæðist stjórnarskrá og búið væri að gelda íslenska dómstóla í málinu. Íslenskir dómstólar væru réttir dómstólar í þessari deilu. „Í stað þess er okkur gert að taka málið upp fyrir breskum dómstólum," sagði Bjarni.

Hann sagðist mótmæla því sérstaklega að Íslendingar væru í verri málum með því að hafna þessum samningi heldur en að samþykkja hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×