Innlent

Átta eða níu mótmæltu við Rúbín

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Um 8 eða 9 einstaklingar mótmæltu við veitingastaðinn Rúbín í gær þegar að Kryddsíld Stöðvar 2 var send þar út í gær.

„Þetta voru á bilinu átta til níu einstaklingar þegar mest var," segir Jóhann Kjartansson, sviðsstjóri á Stöð 2, í samtali við Vísi. Hann segir litla truflun hafa verið af fólkinu að öðru leyti en því að það hafi heyrst smá ómur inn í útsendinguna. Fólkið hafi svo yfirgefið staðinn án aðstoðar.

Jóhann segir að Rúbín hafi útvegað Stöð 2 gæslu en auk þess hafi verið gott samstarf við lögregluna í tengslum við útsendinguna. Jóhann segir að málin hafi verið unnin mjög fagmannlega af lögreglunni. Eins og kunnugt er var útsending Stöðvar 2 á Kryddsíldinni stöðvuð í fyrra þegar að æstur múgur reif í sundur kapla sem notaðir voru við útsendinguna.

Smelltu á „Horfa á myndskeið með frétt“ til að sjá þáttinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×