Innlent

Rúmlega 53 þúsund skora á forsetann

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Nú hafa hátt í 53 þúsund manns skráð sig á lista Indefence í þeim tilgangi að hvetja Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, til þess að synja Icesave lögunum staðfestingar. Ólafur Ragnar sagði eftir ríkisráðsfund í gær að hann myndi taka sér frest til þess að staðfesta lögin.

Um 228 þúsund manns voru á kjörskrá fyrir síðustu þingkosningar og því lætur nærri að um 23% kosningabærra manna hafi skorað á forsetann.

Íslendingar eru 318 þúsund talsins og eru þetta því um 17% allra Íslendinga sem hafa skráð sig á síðuna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×