Innlent

Allir handhafar forsetavalds eru konur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ingibjörg Benediktsdóttir tekur við embætti forseta Hæstaréttar nú um áramótin. Það þýðir að allir handhafar forsetavaldsins eru konur. Handhafar forsetavalds eru auk forseta Hæstaréttar, forsætisráðherra og forseti Alþingis.

Jóhanna Sigurðardóttir tók við embætti forsætisráðherra þann 1. febrúar í fyrra og Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir var kjörin forseti Alþingis eftir þingkosningar í lok apríl.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×