Innlent

Brennur og flugeldar á fullu tungli

Stemningin hjá þjóðinni mun magnast fram eftir öllum degi og ná hámarki á miðnætti. Fréttblaðið/Pjetur
Stemningin hjá þjóðinni mun magnast fram eftir öllum degi og ná hámarki á miðnætti. Fréttblaðið/Pjetur
„Það verður kalt og stillt og ágætis flugeldaveður á gamlárskvöld,“ segir Þorsteinn Jónsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands.

Að sögn Þorsteins er veðurútlitið gott alla helgina. Frost verður mest inn til landsins fyrir norðan og austan, allt að fimmtán stig. „En það verður aðeins farið að hvessa úr norðri á sunnudagskvöld,“ segir hann.

Svo vill til að jólatunglið að þessu sinni verður einmitt fullt í kvöld. Þá verður einnig deildarmyrkvi á tungli. Þótt myrkvinn leggist aðeins yfir um átta prósent af tunglinu verður hann samt sýnilegur, að sögn Þorsteins Sæmundssonar stjörnufræðings.

Eins og alltaf verða áramótabrennur víða um land. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur veitt leyfi fyrir sautján brennum á starfsvæði sínu. Kveikt verður í þeirri fyrstu klukkan þrjú í dag. Það er lítil brenna á vegum Fisfélagsins. Hún er við Úlfarsfell skammt ofan við byggingu Bauhaus.

„Þetta er fyrst og fremst félagsbrenna fyrir Fisfélagið en við bjóðum alla velkomna sem vilja vera með okkur,“ segir Árni Gunnarsson hjá Fisfélaginu.

gar@frettabladid.is



Fleiri fréttir

Sjá meira


×