Innlent

25 létust í slysum á árinu 2009

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Á nýliðnu ári létust 25 einstaklingar af slysförum. Það eru fimm færri árið þar áður. Flestir létust í umferðarslysum eða 17, þrír í vinnuslysum, þrír í drukknuðu, einn lést í sjóslysi, einn í flugslysi en enginn í heima og frítímaslysum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg.

Þar kemur jafnframt fram að af þeim 25 sem létust var 21 karlmaður, en fjórar konur. Engin börn 14 ára og yngri létust af slysförum á árinu og er það annað árið í röð sem ekkert barn á þeim aldri deyr af slysförum. Segir Slysavarnafélagið Landsbjörg að mikill ávinningur hafi orðið síðustu ár í slysavörnum barna.

Þrír Íslendingar létust af slysförum erlendis og eru skráðir í banaslysatölur í viðkomandi landi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×