Fleiri fréttir Samkomulag í höfn á Alþingi Gengið var frá samkomulagi um fyrirkomulag þingstarfanna það sem eftir lifir dags á fundi formanna stjórnmálaflokkanna sem lauk á fimmta tímanum. Samkvæmt heimildum fréttastofu verður þriðju og síðustu umræðu um Icesave frumvarpið haldið áfram til að verða klukkan átta í kvöld. Þá verður gert hlé í korter áður en forystumenn flokkanna flytja lokaræður sínar í málinu. Í framhaldinu verður gengið til atkvæða. 30.12.2009 16:46 Birta upplýsingar um framlög til stjórnmálaflokka 2002 - 2006 Ríkisendurskoðun hefur birt samræmdar upplýsingar um fjárframlög til Framsóknarflokksins, Reykjavíkurlistans og Samfylkingarinnar á tímabilinu 2002-2006. Einnig upplýsingar um framlög til aðalskrifstofa Sjálfstæðisflokksins og Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs auk nokkurra eininga sem tilheyra síðarnefnda flokknum á sama tímabili. 30.12.2009 16:46 Slökkviliðsmenn á Keflavíkurflugvelli sjá um Reykjavíkurflugvöll Slökkviliðsmenn frá Keflavíkurflugvelli munu sinna viðbúnaðarþjónustu á Reykjavíkurflugvelli frá og með 1. mars 2010 en þá taka Flugstoðir ohf. við viðbúnaðarþjónustu á Reykjavíkurflugvelli af Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. 30.12.2009 16:02 „Ég tek ekki þátt í þessum leik“ Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar, segir þróun mála í Icesave málinu hafa verið afar dapurlega. Búið sé að snúa hlutunum á hvolf. Hann segist ekki taka þátt í þeim leik lengur. Honum sé misboðið 30.12.2009 15:08 Hjúkrunarheimilum lokað á næsta ári Félags- og tryggingamálaráðuneytið hefur ákveðið að loka hjúkrunarheimilunum í Víðinesi og á Vífilsstöðum 1. september 2010. Við lokunina flyst heimilisfólk á nýtt hjúkrunarheimili við Suðurlandsbraut sem stjórnvöld eru að byggja í samstarfi við Reykjavíkurborg og tekið verður í notkun á næsta ári að undangengnu útboði á rekstrinum, að fram kemur í sameiginlegri tilkynningu Hrafnistu og ráðuneytisins. Heimilisfólk í Víðinesi og á Vífilsstöðum sem ekki kýs að flytja á nýja hjúkrunarheimilið við Suðurlandsbraut getur óskað eftir flutningi til annarra hjúkrunarheimila. Breytingarnar eru liður í áætlun ráðuneytisins um fækkun fjölbýla og bættan aðbúnað aldraðra á hjúkrunarheimilum. 30.12.2009 14:51 Samkomulag í burðarliðnum á Alþingi Þingfundi hefur verið frestað enn og aftur og nú er stefnt að því að fundurinn hefjist klukkan þrjú. Samkvæmt heimildum fréttastofu er stefnt að því að fundurinn hefjist sannarlega á þeim tíma og að þá verði mælendaskrá í Icesave málinu tæmd. 30.12.2009 14:36 Fjölbreyttur hópur berst um titilinn maður ársins Fjölbreyttur hópur berst um nafnbótina maður ársins 2009 í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Valið fer fram vinstramegin hér á Vísi.is og skiptist í tvær umferðir. Í gær gat fólk skrifað nafn þess sem það taldi vera mann ársins og í dag getur fólk valið á milli þeirra tíu sem fengu flestar tilnefningar. Sá sem fær flest atkvæði hlýtur nafnbótina maður ársins. 30.12.2009 14:19 Alþingi í gíslingu Mischon de Reya Fundi er nú lokið í fjárlaganefnd og eftir því sem fréttastofa kemst næst lauk honum án niðurstöðu. Óskað var eftir því við bresku lögmannsstofuna Mischon de Reya að hún léti nefndinni í té ákveðna tölvupósta sem vísað var til í skýrslu stofunnar sem skilað var á dögunum. Biluð tölva virðist hins vegar koma í veg fyrir að það sé hægt. 30.12.2009 14:08 Minnisblað birt á Wikileaks Upplýsingasíðan WikiLeaks birtir í dag minnisblað sem fullyrt er að sé eitt af leyniskjölunum svokölluðu sem þingmenn fá aðgang að í sérstöku herbergi á Alþingi. Minnisblaðið er frá fundi fjögurra íslenskra embættismanna 4. nóvember í fyrra með sjö fastafulltrúum ESB-ríkja. 30.12.2009 13:56 Þingfundi frestað enn og aftur Gert er ráð fyrir að þingfundur hefjist á Alþingi klukkan hálfþrjú, eftir ítrekaðar frestanir í allan dag. Fundur var að hefjast í fjárlaganefnd en engin niðurstaða náðist á fundi formanna flokkanna sem haldinn var í dag. Formennirnir freistuðu þess að ná samkomulagi um dagskrá þingsins án árangurs en vonast er til þess að málin skýrist eftir fund fjárlaganefndar. 30.12.2009 13:42 Gullbergið fékk troll í skrúfuna Gullberg VE292 frá Vestmannaeyjum fékk troll í skrúfuna þegar skipið var að veiðum um 150 sjómílur suðvestur af landinu. Skipið var á karfaveiðum en það er í eigu Vinnslustöðvarinnar í Eyjum. Annað skip útgerðarinnar, Jón Vídalín VE82 er nú með Gullbergið í togi og á leið til hafnar í Vestmannaeyjum og er skipverjum engin hætta búin. Búist er við skipunum um kvöldmatarleytið en allar aðstæður eru góðar og rjómablíða. 30.12.2009 13:30 Löggan vill betri umgengni í miðborginni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hvetur fólk til að ganga betur um miðborg Reykjavíkur því sérhvern morgun um helgar sópi hópar hreingerningarmanna upp drasl eftir fullorðið fólk sem átt hafi leið um miðborgina. 30.12.2009 13:20 Björgunarsveitarfólk gætir flugelda að nóttu til Mikillar gæslu er þörf við sölustaði flugeldamarkaði björgunarsveita að nóttu til þar sem þess hefur orðið vart að óprúttnir aðilar hafa hugsað sér að ná í flugelda án þess að greiða fyrir þá. 30.12.2009 12:56 Völvan spáir nýjum formönnum Forráðamenn gömlu bankanna í handjárnum og Össur Skarphéðinsson tekur við sem formaður Samfylkingarinnar. Þetta er á meðal þess sem völva DV spáir að muni eiga sér stað á komandi ári. 30.12.2009 12:37 Fæðingarmet sett á Landspítalanum Fæðingarmet hefur verið sett á Landspítalanum. Þar hafði í gær verið tekið á móti 3.785 börnum á árinu. Fæðingarmet var síðast sett á spítalanum fyrir ári en þá fæddust 3.749 börn á spítalanum. 30.12.2009 12:30 Rúv þarf að skera niður um 400 milljónir Segja þarf upp 30 manns hjá RÚV ef niðurskurðarhnífnum verður eingöngu beint að launakostnaði. Ríkisútvarpið þarf að skera niður um rúmar 400 milljónir á komandi ári. 30.12.2009 12:27 Þrír Litháanna áfram í varðhaldi Þrír Litháanna sem ákærðir hafi verið mansalsmálinu svokallaða hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald. Ekki liggur fyrir hvort tveir aðrir verði áfram í varðhaldi en þeir verða leiddir fyrir dómara síðar í dag. Mikil öryggisgæsla er í héraðsdómi. 30.12.2009 12:21 Tendruðu blys á Austurvelli Um hundrað manns komu saman á Austurvelli í hádeginu í dag og kveiktu á rauðum Bengalblysum. Að uppákomunni stóðu nokkrir hópar, þar á meðal InDefense hópurinn og var hugsunin að sýna fram á andstöðu almennings við að Alþingi samþykki ríkisábyrgð á Icesave skuldbindingum. 30.12.2009 12:19 Skautasvell á Tjörninni Á Reykjavíkurtjörn hefur verið útbúið skautasvell og var það gert eftir að óskir bárust frá íbúum, enda viðrar nú vel og útlit er fyrir kalt og bjart veður næstu daga, að fram kemur í tilkynningu frá borginni. Nú strax eftir hádegið verður svæðið stækkað, en farið verður yfir með handhægum snjóblásara. 30.12.2009 12:09 Löggan í Eyjum hljóp uppi fíkniefnasala Lögreglan í Vestmannaeyjum hljóp í gærkvöldi uppi fíkniefnasala á þrítugsaldri sem kom með Herjólfi til Eyja með kókaín að andvirði tæplega einnar milljónar. 30.12.2009 12:02 Pólitísk flétta stjórnarandstöðunnar „Ég lít á þetta sem pólitíska fléttu að hálfu stjórnarandstæðinga sem hafa greinilega góða tengingu inn í þessa lögfræðistofu og eru að reyna að róta upp í málinu og helst fella og knésetja ríkisstjórnina,“ segir Björn Valur Gíslason, þingmaður VG og varaformaður fjárlaganefndar, um bréf bresku lögmannsstofunnar Mishcon de Reya sem barst í gær. 30.12.2009 11:43 Þingfundi frestað til hálftvö Fundi Alþingis sem átti að hefst klukkan hálfellefu hefur ítrekað verið frestað, nú síðast til klukkan hálftvö. Óvissa er um framhald Icesave málsins eftir að nýjar upplýsingar bárust frá bresku lögmannsstofu sem stjórnarandstæðingar segja benda til þess að tilteknum upplýsingum hafi verið haldið leyndum fyrir þingmönnum. Þessu hafa bæði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, og Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar, vísað á bug. 30.12.2009 11:01 Fólk hvatt til að mæta með rauð blys á Austurvöll Austurvöllur verður lýstur upp með nokkur hundruð rauðum Bengal-blysum klukkan tólf í dag. Að uppákomunni standa nokkrir hópar, þar á meðal InDefense hópurinn og er hugsunin að sýna fram á andstöðu almennings við að Alþingi samþykki ríkisábyrgð á Icesave skuldbindingum. 30.12.2009 10:42 Þingfundi frestað Fundi Alþingis sem átti að hefst klukkan hálf ellefu var frestað um hálftíma. Óvissa er um framhald Icesave málsins eftir að nýjar upplýsingar bárust frá bresku lögmannsstofunni Mishcon de Reya sem stjórnarandstæðingar segja benda til þess að tilteknum upplýsingum hafi verið haldið leyndum fyrir þingmönnum. Þessu vísa stjórnarliðar á bug. 30.12.2009 10:29 Íslendingur og fimm Litháar ákærðir í mansalsmálinu Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur sex karlmönnum, fimm Litháum og einum Íslendingi, fyrir mansal gagnvart 19 ára stúlku. Óskað hefur verið eftir áframhaldandi gæsluvarðahaldi Lithánna sem rennur út í dag. 30.12.2009 10:24 Svavar neitaði að mæta á fund fjárlaganefndar Svavar Gestsson, sem fór fyrir samninganefndinni í Icesave málinu svokallaða neitaði að mæta á fund fjárlaganefndar í morgun samkvæmt heimildum fréttastofu. Guðbjartur Hannesson formaður nefndarinnar kallaði hann á fund í ljósi nýrra upplýsinga sem bárust frá bresku lögmannsstofunni Mishcon de Reya sem stjórnarandstæðingar segja benda til þess að tilteknum upplýsingum hafi verið haldið leyndum fyrir þingmönnum. 30.12.2009 10:23 Evrópusamtökin ósátt með Rúv Evrópusamtökin lýsa yfir áhyggjum vegna þeirrar ákvörðunar Ríkisútvarpsins að hafa ekki fréttaritara staðsettan í Brussel í komandi aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins. 30.12.2009 10:09 Formenn funda um Icesave Formenn flokkanna munu funda um stöðuna í Icesave málinu klukkan tíu. Fundur fjárlaganefndar sem hófst klukkan rúmlega átta stendur enn yfir. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, segir að staðan sem sé komin upp sé afar alvarleg. 30.12.2009 09:40 Frábært veður og færi á Siglufirði Skíðasvæðið á Siglufirði verður opið í dag frá kl 13-18. Veðrið er mjög gott V gola, frost 6 stig og heiðskírt, brakandi nýr snjór og allar brekkur klárar. 30.12.2009 09:35 Málningarskvettumenn ekki hættir „Við munum ekki sætta okkur við að horfa upp á nokkurra mánaða eða jafnvel skilorðsbundna dóma yfir mönnum sem skulda þjóðinni fleiri hundruð milljarða,“ segir talsmaður Icegroup holding-hópsins sem svo kallar sig og hefur undanfarið staðið fyrir því að ata eigur íslenskra auðmanna rauðri málningu, nú síðast hús Steingríms Wernerssonar aðfaranótt 11. desember. 30.12.2009 08:53 Ölvaður ók á kyrrstæðan bíl Ölvaður ökumaður komst leiðar sinnar í nótt og alveg að heimili sínu í Hafnarfirði. Þar hugðist hann leggja bílnum, en tókst ekki betur en svo að hann ók á kyrrstæðan bíl, þegar hann reyndi að leggja bíl sínum í stæði. 30.12.2009 08:01 Kveikt í ruslagámi í gærkvöldi Minnstu munaði að illa færi þegar kveikt var í ruslagámi við leikskóla við Ægisíðu í Reykjavík í gærkvöldi. Þegar slökkvilið kom á vettvang logaði glatt í gámnum og var eldurinn við það að teygja sig í húsið, en slökkviliðið afstýrði því og slökkti eldinn. 30.12.2009 07:58 Fundu 230 kannabisplöntur og landa Fíkniefnalögreglan stöðvaði kannabisræktun á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu í fyrrakvöld og voru nokkrir handteknir. Við húsleit í Breiðholti fundust 200 plöntur í ræktun og þar fannst einnig landi og bruggtæki. 30.12.2009 07:24 Þriðju Icesave-umræðu frestað á miðnætti Þriðju umræðu um Icesave-frumvarpið var frestað rétt fyrir miðnætti og var fjárlaganefnd boðuð á fund klukkan hálfeitt í nótt. Þá voru níu þingmenn enn á mælendaskrá. 30.12.2009 07:05 Ná í trén fyrir þúsund krónur Borgarbúar í Reykjavík munu ekki geta losað sig við jólatré út á næsta götuhorn eftir hátíðarnar. Reykjavíkurborg ætlar ekki að hirða trén eins og verið hefur um árabil. 30.12.2009 06:30 Telja banka beita sjónhverfingum Allar leiðir fjármálastofnana til greiðslujöfnunar húsnæðislána og skuldaaðlögunar eru því marki brenndar að þær auka heildargreiðslubyrði heimilanna, fyrir utan leið Arion banka. Þetta er furðulegt í ljósi þess að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur upplýst að töluvert svigrúm sé fyrir verulega lækkun á greiðslu- og skuldabyrði heimilanna. 30.12.2009 06:00 Þorskeldi fari í umhverfismat Skipulagsstofnun telur að fyrirhugað 900 tonna þorskeldi í Skutulsfirði við Ísafjarðarbæ kunni að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og skuli háð mati á umhverfisáhrifum. 30.12.2009 06:00 Landsmótið kannski í borginni „Markmiðið er að við fáum að njóta hestsins við sem besta umgjörð,“ segir Haraldur Þórarinsson, formaður Landssambands hestamannafélaga, um þá samþykkt stjórnar sambandsins að ganga til viðræðna við hestamannafélagið Fák um að halda Landsmót 2012 á svæði félagsins í Víðidal. 30.12.2009 06:00 Verne gæti þurft sex sinnum meiri orku Orkuþörf fyrirhugaðs gagnavers Verne Holdings gæti orðið meiri en 140 MW, miðað við athugasemdir við fjárfestingarsamning ríkisins og fjögurra fyrirtækja, sem að framkvæmdinni standa. 30.12.2009 06:00 Níu þingmenn eiga að vinna úr rannsóknarskýrslunni Alþingi kýs í dag nefnd níu þingmanna til að gera tillögur um viðbrögð Alþingis við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Þessari nefnd er meðal annars ætlað að taka afstöðu til þess hvort tilefni sé til að höfða mál gegn ráðherrum fyrir Landsdómi fyrir brot á lögum um ráðherraábyrgð í aðdraganda bankahrunsins. 30.12.2009 06:00 Frávísun í máli Viggós hafnað Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í gærmorgun frávísunarkröfu í meiðyrðamáli Viggós Sigurðssonar handknattleiksþjálfara gegn útgáfufélaginu Birtíngi, ritstjórum og blaðamanni DV og hjónum sem voru viðmælendur blaðsins. 30.12.2009 06:00 Lögregla svipti barn frelsinu Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða pilti 70 þúsund krónur í miskabætur vegna þess að lögreglan í Borgarnesi lét hann fara í þvagprufu á lögreglustöð þrátt fyrir að hann hefði þegar mælst allsgáður í öndunarprófi. 30.12.2009 05:00 Menn ársins í viðskiptalífinu Menn ársins í viðskiptalífinu er feðgarnir í Fjarðarkaupum, samkvæmt vali tímaritsins Frjálsrar verslunar. Mennirnir eru Sigurbergur Sveinsson og synir hans Sveinn og Gísli Þór. 30.12.2009 04:00 Kókaínið í Madrid átti að koma hingað Íslendingarnir sem handteknir voru á flugvellinum í Madríd voru með í kringum fimmtán kíló af kókaíni. Rökstuddur grunur leikur á að smygla hafi átt kókaíninu til Íslands. Maðurinn og konan eru talin vera burðardýr. 30.12.2009 00:01 Fundu 200 kannabisplöntur, landa og bruggtæki Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun á tveimur stöðum í Reykjavík í gær. 29.12.2009 23:16 Sjá næstu 50 fréttir
Samkomulag í höfn á Alþingi Gengið var frá samkomulagi um fyrirkomulag þingstarfanna það sem eftir lifir dags á fundi formanna stjórnmálaflokkanna sem lauk á fimmta tímanum. Samkvæmt heimildum fréttastofu verður þriðju og síðustu umræðu um Icesave frumvarpið haldið áfram til að verða klukkan átta í kvöld. Þá verður gert hlé í korter áður en forystumenn flokkanna flytja lokaræður sínar í málinu. Í framhaldinu verður gengið til atkvæða. 30.12.2009 16:46
Birta upplýsingar um framlög til stjórnmálaflokka 2002 - 2006 Ríkisendurskoðun hefur birt samræmdar upplýsingar um fjárframlög til Framsóknarflokksins, Reykjavíkurlistans og Samfylkingarinnar á tímabilinu 2002-2006. Einnig upplýsingar um framlög til aðalskrifstofa Sjálfstæðisflokksins og Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs auk nokkurra eininga sem tilheyra síðarnefnda flokknum á sama tímabili. 30.12.2009 16:46
Slökkviliðsmenn á Keflavíkurflugvelli sjá um Reykjavíkurflugvöll Slökkviliðsmenn frá Keflavíkurflugvelli munu sinna viðbúnaðarþjónustu á Reykjavíkurflugvelli frá og með 1. mars 2010 en þá taka Flugstoðir ohf. við viðbúnaðarþjónustu á Reykjavíkurflugvelli af Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. 30.12.2009 16:02
„Ég tek ekki þátt í þessum leik“ Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar, segir þróun mála í Icesave málinu hafa verið afar dapurlega. Búið sé að snúa hlutunum á hvolf. Hann segist ekki taka þátt í þeim leik lengur. Honum sé misboðið 30.12.2009 15:08
Hjúkrunarheimilum lokað á næsta ári Félags- og tryggingamálaráðuneytið hefur ákveðið að loka hjúkrunarheimilunum í Víðinesi og á Vífilsstöðum 1. september 2010. Við lokunina flyst heimilisfólk á nýtt hjúkrunarheimili við Suðurlandsbraut sem stjórnvöld eru að byggja í samstarfi við Reykjavíkurborg og tekið verður í notkun á næsta ári að undangengnu útboði á rekstrinum, að fram kemur í sameiginlegri tilkynningu Hrafnistu og ráðuneytisins. Heimilisfólk í Víðinesi og á Vífilsstöðum sem ekki kýs að flytja á nýja hjúkrunarheimilið við Suðurlandsbraut getur óskað eftir flutningi til annarra hjúkrunarheimila. Breytingarnar eru liður í áætlun ráðuneytisins um fækkun fjölbýla og bættan aðbúnað aldraðra á hjúkrunarheimilum. 30.12.2009 14:51
Samkomulag í burðarliðnum á Alþingi Þingfundi hefur verið frestað enn og aftur og nú er stefnt að því að fundurinn hefjist klukkan þrjú. Samkvæmt heimildum fréttastofu er stefnt að því að fundurinn hefjist sannarlega á þeim tíma og að þá verði mælendaskrá í Icesave málinu tæmd. 30.12.2009 14:36
Fjölbreyttur hópur berst um titilinn maður ársins Fjölbreyttur hópur berst um nafnbótina maður ársins 2009 í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Valið fer fram vinstramegin hér á Vísi.is og skiptist í tvær umferðir. Í gær gat fólk skrifað nafn þess sem það taldi vera mann ársins og í dag getur fólk valið á milli þeirra tíu sem fengu flestar tilnefningar. Sá sem fær flest atkvæði hlýtur nafnbótina maður ársins. 30.12.2009 14:19
Alþingi í gíslingu Mischon de Reya Fundi er nú lokið í fjárlaganefnd og eftir því sem fréttastofa kemst næst lauk honum án niðurstöðu. Óskað var eftir því við bresku lögmannsstofuna Mischon de Reya að hún léti nefndinni í té ákveðna tölvupósta sem vísað var til í skýrslu stofunnar sem skilað var á dögunum. Biluð tölva virðist hins vegar koma í veg fyrir að það sé hægt. 30.12.2009 14:08
Minnisblað birt á Wikileaks Upplýsingasíðan WikiLeaks birtir í dag minnisblað sem fullyrt er að sé eitt af leyniskjölunum svokölluðu sem þingmenn fá aðgang að í sérstöku herbergi á Alþingi. Minnisblaðið er frá fundi fjögurra íslenskra embættismanna 4. nóvember í fyrra með sjö fastafulltrúum ESB-ríkja. 30.12.2009 13:56
Þingfundi frestað enn og aftur Gert er ráð fyrir að þingfundur hefjist á Alþingi klukkan hálfþrjú, eftir ítrekaðar frestanir í allan dag. Fundur var að hefjast í fjárlaganefnd en engin niðurstaða náðist á fundi formanna flokkanna sem haldinn var í dag. Formennirnir freistuðu þess að ná samkomulagi um dagskrá þingsins án árangurs en vonast er til þess að málin skýrist eftir fund fjárlaganefndar. 30.12.2009 13:42
Gullbergið fékk troll í skrúfuna Gullberg VE292 frá Vestmannaeyjum fékk troll í skrúfuna þegar skipið var að veiðum um 150 sjómílur suðvestur af landinu. Skipið var á karfaveiðum en það er í eigu Vinnslustöðvarinnar í Eyjum. Annað skip útgerðarinnar, Jón Vídalín VE82 er nú með Gullbergið í togi og á leið til hafnar í Vestmannaeyjum og er skipverjum engin hætta búin. Búist er við skipunum um kvöldmatarleytið en allar aðstæður eru góðar og rjómablíða. 30.12.2009 13:30
Löggan vill betri umgengni í miðborginni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hvetur fólk til að ganga betur um miðborg Reykjavíkur því sérhvern morgun um helgar sópi hópar hreingerningarmanna upp drasl eftir fullorðið fólk sem átt hafi leið um miðborgina. 30.12.2009 13:20
Björgunarsveitarfólk gætir flugelda að nóttu til Mikillar gæslu er þörf við sölustaði flugeldamarkaði björgunarsveita að nóttu til þar sem þess hefur orðið vart að óprúttnir aðilar hafa hugsað sér að ná í flugelda án þess að greiða fyrir þá. 30.12.2009 12:56
Völvan spáir nýjum formönnum Forráðamenn gömlu bankanna í handjárnum og Össur Skarphéðinsson tekur við sem formaður Samfylkingarinnar. Þetta er á meðal þess sem völva DV spáir að muni eiga sér stað á komandi ári. 30.12.2009 12:37
Fæðingarmet sett á Landspítalanum Fæðingarmet hefur verið sett á Landspítalanum. Þar hafði í gær verið tekið á móti 3.785 börnum á árinu. Fæðingarmet var síðast sett á spítalanum fyrir ári en þá fæddust 3.749 börn á spítalanum. 30.12.2009 12:30
Rúv þarf að skera niður um 400 milljónir Segja þarf upp 30 manns hjá RÚV ef niðurskurðarhnífnum verður eingöngu beint að launakostnaði. Ríkisútvarpið þarf að skera niður um rúmar 400 milljónir á komandi ári. 30.12.2009 12:27
Þrír Litháanna áfram í varðhaldi Þrír Litháanna sem ákærðir hafi verið mansalsmálinu svokallaða hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald. Ekki liggur fyrir hvort tveir aðrir verði áfram í varðhaldi en þeir verða leiddir fyrir dómara síðar í dag. Mikil öryggisgæsla er í héraðsdómi. 30.12.2009 12:21
Tendruðu blys á Austurvelli Um hundrað manns komu saman á Austurvelli í hádeginu í dag og kveiktu á rauðum Bengalblysum. Að uppákomunni stóðu nokkrir hópar, þar á meðal InDefense hópurinn og var hugsunin að sýna fram á andstöðu almennings við að Alþingi samþykki ríkisábyrgð á Icesave skuldbindingum. 30.12.2009 12:19
Skautasvell á Tjörninni Á Reykjavíkurtjörn hefur verið útbúið skautasvell og var það gert eftir að óskir bárust frá íbúum, enda viðrar nú vel og útlit er fyrir kalt og bjart veður næstu daga, að fram kemur í tilkynningu frá borginni. Nú strax eftir hádegið verður svæðið stækkað, en farið verður yfir með handhægum snjóblásara. 30.12.2009 12:09
Löggan í Eyjum hljóp uppi fíkniefnasala Lögreglan í Vestmannaeyjum hljóp í gærkvöldi uppi fíkniefnasala á þrítugsaldri sem kom með Herjólfi til Eyja með kókaín að andvirði tæplega einnar milljónar. 30.12.2009 12:02
Pólitísk flétta stjórnarandstöðunnar „Ég lít á þetta sem pólitíska fléttu að hálfu stjórnarandstæðinga sem hafa greinilega góða tengingu inn í þessa lögfræðistofu og eru að reyna að róta upp í málinu og helst fella og knésetja ríkisstjórnina,“ segir Björn Valur Gíslason, þingmaður VG og varaformaður fjárlaganefndar, um bréf bresku lögmannsstofunnar Mishcon de Reya sem barst í gær. 30.12.2009 11:43
Þingfundi frestað til hálftvö Fundi Alþingis sem átti að hefst klukkan hálfellefu hefur ítrekað verið frestað, nú síðast til klukkan hálftvö. Óvissa er um framhald Icesave málsins eftir að nýjar upplýsingar bárust frá bresku lögmannsstofu sem stjórnarandstæðingar segja benda til þess að tilteknum upplýsingum hafi verið haldið leyndum fyrir þingmönnum. Þessu hafa bæði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, og Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar, vísað á bug. 30.12.2009 11:01
Fólk hvatt til að mæta með rauð blys á Austurvöll Austurvöllur verður lýstur upp með nokkur hundruð rauðum Bengal-blysum klukkan tólf í dag. Að uppákomunni standa nokkrir hópar, þar á meðal InDefense hópurinn og er hugsunin að sýna fram á andstöðu almennings við að Alþingi samþykki ríkisábyrgð á Icesave skuldbindingum. 30.12.2009 10:42
Þingfundi frestað Fundi Alþingis sem átti að hefst klukkan hálf ellefu var frestað um hálftíma. Óvissa er um framhald Icesave málsins eftir að nýjar upplýsingar bárust frá bresku lögmannsstofunni Mishcon de Reya sem stjórnarandstæðingar segja benda til þess að tilteknum upplýsingum hafi verið haldið leyndum fyrir þingmönnum. Þessu vísa stjórnarliðar á bug. 30.12.2009 10:29
Íslendingur og fimm Litháar ákærðir í mansalsmálinu Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur sex karlmönnum, fimm Litháum og einum Íslendingi, fyrir mansal gagnvart 19 ára stúlku. Óskað hefur verið eftir áframhaldandi gæsluvarðahaldi Lithánna sem rennur út í dag. 30.12.2009 10:24
Svavar neitaði að mæta á fund fjárlaganefndar Svavar Gestsson, sem fór fyrir samninganefndinni í Icesave málinu svokallaða neitaði að mæta á fund fjárlaganefndar í morgun samkvæmt heimildum fréttastofu. Guðbjartur Hannesson formaður nefndarinnar kallaði hann á fund í ljósi nýrra upplýsinga sem bárust frá bresku lögmannsstofunni Mishcon de Reya sem stjórnarandstæðingar segja benda til þess að tilteknum upplýsingum hafi verið haldið leyndum fyrir þingmönnum. 30.12.2009 10:23
Evrópusamtökin ósátt með Rúv Evrópusamtökin lýsa yfir áhyggjum vegna þeirrar ákvörðunar Ríkisútvarpsins að hafa ekki fréttaritara staðsettan í Brussel í komandi aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins. 30.12.2009 10:09
Formenn funda um Icesave Formenn flokkanna munu funda um stöðuna í Icesave málinu klukkan tíu. Fundur fjárlaganefndar sem hófst klukkan rúmlega átta stendur enn yfir. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, segir að staðan sem sé komin upp sé afar alvarleg. 30.12.2009 09:40
Frábært veður og færi á Siglufirði Skíðasvæðið á Siglufirði verður opið í dag frá kl 13-18. Veðrið er mjög gott V gola, frost 6 stig og heiðskírt, brakandi nýr snjór og allar brekkur klárar. 30.12.2009 09:35
Málningarskvettumenn ekki hættir „Við munum ekki sætta okkur við að horfa upp á nokkurra mánaða eða jafnvel skilorðsbundna dóma yfir mönnum sem skulda þjóðinni fleiri hundruð milljarða,“ segir talsmaður Icegroup holding-hópsins sem svo kallar sig og hefur undanfarið staðið fyrir því að ata eigur íslenskra auðmanna rauðri málningu, nú síðast hús Steingríms Wernerssonar aðfaranótt 11. desember. 30.12.2009 08:53
Ölvaður ók á kyrrstæðan bíl Ölvaður ökumaður komst leiðar sinnar í nótt og alveg að heimili sínu í Hafnarfirði. Þar hugðist hann leggja bílnum, en tókst ekki betur en svo að hann ók á kyrrstæðan bíl, þegar hann reyndi að leggja bíl sínum í stæði. 30.12.2009 08:01
Kveikt í ruslagámi í gærkvöldi Minnstu munaði að illa færi þegar kveikt var í ruslagámi við leikskóla við Ægisíðu í Reykjavík í gærkvöldi. Þegar slökkvilið kom á vettvang logaði glatt í gámnum og var eldurinn við það að teygja sig í húsið, en slökkviliðið afstýrði því og slökkti eldinn. 30.12.2009 07:58
Fundu 230 kannabisplöntur og landa Fíkniefnalögreglan stöðvaði kannabisræktun á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu í fyrrakvöld og voru nokkrir handteknir. Við húsleit í Breiðholti fundust 200 plöntur í ræktun og þar fannst einnig landi og bruggtæki. 30.12.2009 07:24
Þriðju Icesave-umræðu frestað á miðnætti Þriðju umræðu um Icesave-frumvarpið var frestað rétt fyrir miðnætti og var fjárlaganefnd boðuð á fund klukkan hálfeitt í nótt. Þá voru níu þingmenn enn á mælendaskrá. 30.12.2009 07:05
Ná í trén fyrir þúsund krónur Borgarbúar í Reykjavík munu ekki geta losað sig við jólatré út á næsta götuhorn eftir hátíðarnar. Reykjavíkurborg ætlar ekki að hirða trén eins og verið hefur um árabil. 30.12.2009 06:30
Telja banka beita sjónhverfingum Allar leiðir fjármálastofnana til greiðslujöfnunar húsnæðislána og skuldaaðlögunar eru því marki brenndar að þær auka heildargreiðslubyrði heimilanna, fyrir utan leið Arion banka. Þetta er furðulegt í ljósi þess að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur upplýst að töluvert svigrúm sé fyrir verulega lækkun á greiðslu- og skuldabyrði heimilanna. 30.12.2009 06:00
Þorskeldi fari í umhverfismat Skipulagsstofnun telur að fyrirhugað 900 tonna þorskeldi í Skutulsfirði við Ísafjarðarbæ kunni að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og skuli háð mati á umhverfisáhrifum. 30.12.2009 06:00
Landsmótið kannski í borginni „Markmiðið er að við fáum að njóta hestsins við sem besta umgjörð,“ segir Haraldur Þórarinsson, formaður Landssambands hestamannafélaga, um þá samþykkt stjórnar sambandsins að ganga til viðræðna við hestamannafélagið Fák um að halda Landsmót 2012 á svæði félagsins í Víðidal. 30.12.2009 06:00
Verne gæti þurft sex sinnum meiri orku Orkuþörf fyrirhugaðs gagnavers Verne Holdings gæti orðið meiri en 140 MW, miðað við athugasemdir við fjárfestingarsamning ríkisins og fjögurra fyrirtækja, sem að framkvæmdinni standa. 30.12.2009 06:00
Níu þingmenn eiga að vinna úr rannsóknarskýrslunni Alþingi kýs í dag nefnd níu þingmanna til að gera tillögur um viðbrögð Alþingis við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Þessari nefnd er meðal annars ætlað að taka afstöðu til þess hvort tilefni sé til að höfða mál gegn ráðherrum fyrir Landsdómi fyrir brot á lögum um ráðherraábyrgð í aðdraganda bankahrunsins. 30.12.2009 06:00
Frávísun í máli Viggós hafnað Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í gærmorgun frávísunarkröfu í meiðyrðamáli Viggós Sigurðssonar handknattleiksþjálfara gegn útgáfufélaginu Birtíngi, ritstjórum og blaðamanni DV og hjónum sem voru viðmælendur blaðsins. 30.12.2009 06:00
Lögregla svipti barn frelsinu Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða pilti 70 þúsund krónur í miskabætur vegna þess að lögreglan í Borgarnesi lét hann fara í þvagprufu á lögreglustöð þrátt fyrir að hann hefði þegar mælst allsgáður í öndunarprófi. 30.12.2009 05:00
Menn ársins í viðskiptalífinu Menn ársins í viðskiptalífinu er feðgarnir í Fjarðarkaupum, samkvæmt vali tímaritsins Frjálsrar verslunar. Mennirnir eru Sigurbergur Sveinsson og synir hans Sveinn og Gísli Þór. 30.12.2009 04:00
Kókaínið í Madrid átti að koma hingað Íslendingarnir sem handteknir voru á flugvellinum í Madríd voru með í kringum fimmtán kíló af kókaíni. Rökstuddur grunur leikur á að smygla hafi átt kókaíninu til Íslands. Maðurinn og konan eru talin vera burðardýr. 30.12.2009 00:01
Fundu 200 kannabisplöntur, landa og bruggtæki Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun á tveimur stöðum í Reykjavík í gær. 29.12.2009 23:16