Innlent

Nauðsynlegt að snúa sér að uppbyggingunni framundan

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Steingrímur J. Sigfússon segir að Icesave sé vont fyrir alla. Mynd/ Einar.
Steingrímur J. Sigfússon segir að Icesave sé vont fyrir alla. Mynd/ Einar.
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir að enginn hafi haldið öðrum fram en að Icesave málið væri vont og sársaukafullt mál fyrir Íslendinga. Málið myndi hins vegar ekki gleymast og það myndi ekki gufa upp. Hann benti á að spár gerðu ráð fyrir að í lok næsta árs yrði Icesave skuldbindingin 10% af heildarskuldbindingum ríkisins. Gjaldþrot Seðlabanakans væri stærra mál en Icesave skuldbindingarnar.

Steingrímur þakkaði öllum þeim sem höfðu lagt krafta sína í þágu Íslendinga, embættismönnum, samninganefndarmönnum, lögfræðingum og öðrum sem hafi hjálpað íslenskum stjórnvöldum í þessum málum. „Ég tek það mjög nærri mér að ýmsir slikir hafi þurft að sæta mjög óvæginni gagnrýni," sagði Steingrímur

Þá sagði Steingrimur að það væri nauðsynlegt að Íslendingar sneru sér að uppbyggingunni sem framundan væri. „Ég trúi því að Ísland muni sigrast á sínum erfiðleikum og að í hönd fari ár þar sem að batinn hefst. Ef ég tryði þessu ekki þá stæði ég ekki hér," sagði Steingrímur að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×