Innlent

Kirkjuvörður í Grensáskirkju: „Aðkoman var ekki falleg“

„Aðkoman var ekki falleg," segir Þuríður Guðnadóttir kirkjuvörður í Grensáskirkju sem var kölluð út í nótt þegar í ljós kom að fjölmargar rúður höfðu verið brotnar í krikjunni og rauðri málningu skvett á dyr kirkjunnar.

Þuríður segir að um tuttugu og fjórar rúður hafi verið brotnar og skemmdarverkið hafi verið nokkuð vel skipulagt. Spellvirkjarnir hafi verið á ferli öðru hvoru megin við miðnættið og hafi notað hamar, stein eða eitthvað þungt til þess að brjóta rúðurnar.

„Það var lítið annað í stöðunni en að loka þessu, þrífa og gera klárt í nótt," segir Þuríður en ekki náðist að þrífa alla málninguna.

Þuríður segir að Grensáskirkja hafi ekki orðið fyrir skemmdum sem þessum áður og skilja menn ekki hversvegna skemmdirnar voru unnar á krikjunni.

„Kirkjan var ekki í neinni útrás."














Fleiri fréttir

Sjá meira


×