Innlent

Hestamenn mótmæla brennu á Heimsenda

Mynd/pétur A. maack

Landsamband Hestamannafélaga hefur sent frá sér yfirlýsingu varðandi brennu sem til stendur að halda nálægt hesthúsabyggðinni á Heimsenda í Kópavogi.

„Það er með öllu óskiljanlegt að veitt hafi verið leyfi fyrir brennu í um 140m fjarlægð frá þéttri hesthúsabyggð að Heimsenda. Sérstaklega er þetta furðulegt í ljósi þess að bæði Yfirdýralæknir og Landsamband Hestamannafélaga hafa verið að hvetja til varfærni með flugelda og brennur yfir áramótin. Það á ekki að þurfa að standa skýrum stöfum í lögum eða reglugerðum hvað má og hvað má ekki þegar málleysingjar eiga í hlut, heldur verður að höfða til almennrar skynsemi manna í ákvarðanatöku sem þessari," segir í yfirlýsingunni.

„Landsamband Hestamannafélaga lýsir fullri ábyrgð á hendur viðkomandi yfirvalda ef upp koma slys sem rekja má til þessarar leyfisveitingar," segir að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×