Innlent

Segir meirihlutann ekki þora að láta Icesave í þjóðaratkvæðagreiðslu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði stjórnarmeirihlutinn sæi alla vankanta á þjóðaratkvæðagreiðslum í Icesave málinu vegna þess að allir vissu að málið fengist ekki samþykkt í slíkri atkvæðagreiðslu. Sigmundur sagði jafnframt, í lokaumræðum um Icesave á Alþingi í kvöld, að allt of margir þingmenn hefðu fallið í þá gryfju að verja sitt lið í málinu. „Það er gengið býsna langt í því að verja sitt lið í þessu máli," sagði Sigmundur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×